Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Page 40
VÍSINDI Á VORDÖGUM
FYLGIRIT 70
við örflögugreiningar á genatjáningu sé mikilvægt skref í að auka
nákvæmni og endurtakanleika.
93 Greinóttri formgerð brjóstkirtilsþekjufrumna er stjórnað af
Sprouty-2
Valgarður Sigurðsson1-2- Sævar Ingþórsson11 Bylgja Hilmarsdóttir1'2' Sigríður
Rut Franzdóttir1'2' Eiríkur Steingrímsson3, Magnús K. Magnússon1-2,1, Þórarinn
Guðjónsson1-2
’Rannsóknastofu í stofnfrumufræðum, Lífvísindasetri HÍ, 'rannsóknastofa í blóðmeinafræði,
tífefna- og sameindalíffræðistofu, læknadeild HÍ, 'rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði,
iæknadeild HÍ
saevarmglhors@gmail.com
Inngangur: Greinótt formgerð er vel varðveitt þroskunarfræðilegt
ferli sem er mikilvægt fyrir eðlilegan þroska og viðhald margra líf-
færa. Týrosín kínasa viðtakar, þar með talið Epidermal Growth Factor
Receptor (EGFR) og innanfrumu stjómprótein þeirra, Sprouty prótein-
fjölskyldan, eru taldir vera mikilvægir stýrlar á greinóttri formgerð
Markmið: Markmið rannsóknarinnar er að kanna tjáningarmynstur
Sprouty-2 í brjóstkirtli, og hlutverk þess í greinóttri formgerð brjóstkirt-
ilsins.
Aðferðir: Notast var við mótefnalitanir til að skilgreina tjáningarmynstur
Sprouty-2, ennfremur var notast við vef úr músum til að rannsaka
tjáningarmynstur Sprouty-2 á mismunandi þroskastigum brjóstkirtilsins.
Notast var við RT-PCR, Westem Blot, Þrívíða frumuræktun og RNA-
interference til að skilgreina frekar hlutverk og mikilvægi Sprouty-2 í
eðlilegri þroskun brjóstkirtilsins.
Niðurstöður: í þessari rannsókn sýnum við að Sprouty-2 er aðallega tjáð
í kirtilþekju í brjóstkirtlinum, bæði í göngum og kirtilberjum. Tjáning
Sprouty-2 eykst á meðgöngu og á mjaltastigi í músabrjóstkirtli, og helst í
hendur við aukna virkni EGFR. í þrívíðri ræktun með stofnfrumulínunni
D492 má sjá að sprouty er tjáð yst á greinum greinóttra frumuþyrpinga,
en minna á milli greinóttra enda. Niðursláttur á Sprouty-2 með RNA-
interference leiddi til aukins frumufars. Niðursláttur leiddi ennfremur til
aukningar í myndun greinóttra þyrpinga, sem bendir til taps á neikvæðri
stjórnun greinóttrar myndunar. í samrækt með æðaþeli mynda D492
með niðurslegið Sprouty-2 nánast eingöngu bandvefsfrumulíkar þyrp-
ingar, sem líkjast þeim frumuþyrpingum sem sjást eftir bandvefsum-
breytingu (epithelial to mesenchymal transition, EMT)
Ályktun: Þessar niðurstöður benda til þess að Sprouty-2 sé mikilvægt
stjórnprótein í greinóttri formgerð og að afbrigðileg stjórnun geti leitt til
óeðlilegrar þroskunar, þar með talið bandvefsumbreytingar í brjóstkirtl-
inum.
94 Umritunarþátturinn p63 er nauðsynlegur fyrir þroskun og
viðhald öndunarfæraþekju
Ari Jón Arasonu, Þórarinn Guðjónssonu Magnús Karl Magnússon1'2'3
'Rannsóknastofu í stofnfrumufræðum, Lífvísindasetri HÍ, 2rannsóknastofu í blóðmeinafræði
Landspítaia, 3rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði, læknadeild HÍ
tguctjons@hi.is
Inngangur: Truflun á vefjabyggingu og starfsemi sýndarlagskiptrar
þekju efri loftvega getur leitt til þrálátra sýkinga og sjúkdóma á borð við
langvinna lungnateppu og krabbameina. Umritunarþátturinn p63, sem
er nauðsynlegur fyrir myndun lagskiptrar húðþekju, er tjáður í grunn-
frumum þekjuvefs efri loftvega, en þær eru taldar sjá um endurnýjun
annarra þekjufrumna þar. Hlutverk p63 í þessum vef er hins vegar að
mestu óþekkt. p63 hefur tvö megin splæsform; TA-p63 (transactivation
domain) og A-N-p63. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tjáningu
og hlutverk p63 splæsiforma í þroskun og viðhaldi sýndarlagskiptrar
lungnaþekju.
Aðferðir: Notast var við frumuræktunarlíkan þar sem lungnafrumulínan
VA10 var ræktuð í loft-vöka rækt (Air Liquid Interface, ALI) til að líkja
eftir sýndarlagskiptri öndunarfæraþekju. p63 var slegið niður í VA10
með RNA þöggun (VA10p63kd). Áhrif niðursláttar voru síðan metin með
frumuskiptinga- og skriðprófum, með mótefnalitunum og western
blettun. Þekjumyndunarhæfileiki frumnanna var skoðaður með ALI
ræktun. Öldrunarástand (senescence) frumna var metin með beta-
galactosidasa litun.
Niðurstöður: Litun fyrir A-N-p63 leiddi í ljós að tjáning er bundin við
grunnfrumur í lungnaþekju. Engin tjáning á TA-p63 var til staðar. Bæling
á tjáningu p63 Ieiddi til minnkunar í frumufjölgun og minni hæfni til
frumuskriðs. í framhaldi kom í ljós skert geta VA10p63kd frumna til sára-
viðgerða. VA10p63kd frumur sem ræktaðar eru í ALI kerfinu ná ekki að
mynda heilsteypta lungnaþekju, líkt og VA10 gerir. Þekjan myndar ekk-
ert rafviðnám (transepithelial electrical resistance, TER) og er gegndræp
fyrir flúrmerktum natríum jónum. Ennfremur ná frumurnar ekki að
mynda marglaga þekju.Hægt er að örva VA10 til seytifrumusérhæfingar
með interleukin-13 en þessi eiginleiki tapast hjáVA10p63kd
Ályktun. D-N-p63 virðist vera ráðandi splæsform p63 í lungnavef.
Þöggun á p63 í VA10 leiðir til minni frumufjölgunar, skertum skriðhæfi-
leikum, takmarkaðrar getu við sáraviðgerðir og skertri hæfni til að
mynda starfhæfa þekju. Lagskipting er nánast engin, rafviðnám ekkert
og gegndræpi aukið. VA10p63kd geta ekki sérhæfst í seytifrumur þrátt fyrir
örvun með IL-13. Þessi rannsókn rennir stoðum undir mikilvægi p63 í
myndun og viðhaldi sýndarmarglaga öndunarfæraþekju.
95 Hlutverk miR200 fjölskyldunnar í bandvefsumbreytingu
stofnfrumna í brjóstkirtli
Bylgja Hilmarsdóttir1'2, Valgarður Sigurðsson12, Jón Þór Bergþórsson1-2, Sigríður
Rut Franzdóttir1'3, Ólöf Gerður ísberg12, Þórarinn Guðjónssonu, Magnús Karl
Magnússonu'3
'Rannsóknastofu í stofnfrumufræðum, Lífvísindasetri Læknagarðs, 2rannsóknastofu í
blóðmeinafræði, Landspítala,3rannsóknastofu í lyfja og eiturefnafræði, HÍ
byhl@hi.is
Inngangun miRNA eru einþátta RNA sameindir sem stjóma tjáningu
próteina eftir umritun. miRNAgeta ýmist verið æxlishvatandi eða æxlis-
hamlandi og er tjáning þeirra oft riðluð í krabbameinum. miRNA-200
fjölskyldan (miR-200a,-200b,-429,-200c,-141) tekur þátt í að viðhelda
starfsemi og útliti eðlilegrar þekju og hamlar ífarandi æxlisvexti með
því að þagga niður lykilprótein í bandvefsumbreytingu krabbameins-
frumna (e. EMT; þekjufrumur taka upp svipgerð bandvefsfrumna), t.d.
ZEBl, ZEB2, fibronectin og moesin. Við höfum sýnt fram á að æðaþel
hvetur EMT ferlið í D492 stohifmmulínu í þrívíðri rækt og þamiig búið
til brjóstastofnfrumulínu með bandvefssvipgerð, D492M. Markmið þess-
arar rannsóknar var að skoða methyleringarmunstur á stýrilsvæðum
miR200 fjölskyldumiar fyrir og eftir EMT í D492 og einnig áhrif miR200c
yfirtjáningar í D492M.
Efniviður og aðferðir: Tjáning um 500 miRNA var skoðað með örflögu-
greiningu í D492 og D492M. Einnig var framkvæmt qRT-PCR og bisulfite
raðgreining, D492M frumur vom sýktar með yfirtjáandi miR200c vektor.
Áhrif miR200c yfirtjáningar skoðuð með westernblettun, þrívíðri rækt,
frumuskriðsprófi og mótefnalitun.
Niðurstöður: Við EMT í D492 verður mikil breyting á tjáningu miRNA.
Tjáning miR200 fjölskyldunnar er minni í D492M en fmmum fyrir
40 LÆKNAblaðið 2012/98