Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Side 47
VISINDI A VORDOGUM
FYLGIRIT 70
háttar fylgikvillar voru tíðari í eldri hópnum (37% sbr. 25% p=0,01). Ekki
reyndist marktækur munur á legutíma og 5 ára sjúkdómasértæk lifun
var sambærileg í báðum hópum (p=0,125). í fjölbreytugreiningu reynd-
ust stigun, greiningarár og frumugráðun sjálfstæðir forspárþættir fyrir
langtíma lifun. Aldur 75 ára reyndist hins vegar ekki vera neikvæður
forspárþáttur (p=0,57).
Ályktun: Langtímasjúkdómasértæk lifun eldri og yngri sjúklinga er
sambærileg eftir skurðaðgerð við lungnakrabbameini. Niðurstöður
okkar benda til þess að skurðaðgerð sé ekki síðri meðferðarkostur hjá
eldri sjúklingum með skurðtæk æxli.
115 Lítil nýrnafrumukrabbamein og fjarmeinvörp
Pétur Sólmar Guðjónsson', Elín Maríusdóttir2, Helga Björk Pálsdóttir2, Guðmundur
Vikar Einarsson2, Eiríkur Jónsson2, Vigdís Pétursdóttir3, Sverrir Harðarson3, Martin
Ingi Sigurðsson2, Tómas Guðbjartsson1-2
'Læknadeild HÍ, 2skurðlækningasvið, Tannsóknarstofu í meinafræði, Landspítala
psg2@hi.is
Inngangur: Nýgengi nýrnafrumukrabbameins (NFK) er vaxandi sem að
verulegu leyti má rekja til fjölgunar lítilla æxla (s4 cm) sem greinast fyrir
tilviljun við myndrannsóknir á kvið. Horfur lítilla NFK eru almennt
taldar góðar og mælt er með hlutabrottnámi ef æxli eru undir 4 cm.
Fjarmeinvörp lítilla nýmafrumukrabbameina (synchronous metastasis)
hafa ekki verið rannsökuð áður hér á landi.
Efniviður og aðferðir: Af 1102 sjúklingum sem greindust með NFK á
tímabilinu 1971-2010 var litið sérstaklega á 257 æxli s4 cm og sjúklingar
með meinvörp við greiningu bornir saman við sjúklinga án meinvarpa.
Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og vefjagerð, TNM-stig og sjúk-
dóma-sértæk lifun var borin saman í hópunum.
Niðurstöður: Hlutfall lítilla NFK hækkaði úr 9% fyrsta áratuginn í 33%
þann síðasta (p<0,001) á sama tíma og hlutfall tilviljanagreiningar jókst
úr 14% í 39%. Alls greindust 25 af 257 (10%) sjúklingum með lítil NFK
með fjarmeinvörp, oftast í lungum og beinum. Sjúklingar með meinvörp
voru 1,9 árum eldri, æxlin 0,2 cm stærri og oftar staðsett í hægra nýra.
Vefjagerð var sambærileg í báðum hópum en æxli greindust síður fyrir
tilviljun hjá sjúklingum með meinvörp, blóðrauði þeirra var Iægri og
bæði Fuhrman-gráða og T-stig hærra. Fimm ára lifun sjúklinga með
meinvörp var 0% borið saman við 84% hjá viðmiðunarhópi (p<0,001).
Ályktun: Við greiningu eru 10% sjúklinga með lítil NFK með fjarmein-
vörp. Þetta er hærra hlutfall en í öðrum rannsóknum, en flestar þeirra
ná aðeins til sjúklinga sem gengust undir nýmaskurðaðgerð. Sjúklingar
með meinvörp em marktækt eldri, greinast oftar með einkenni, hafa
stærri fmmæxli og verri lifun.
116 Heilaæðaáföll eftir opnar hjartaskurðaðgerðir á íslandi
2002-2006
Rut Skúladóttir1, Martin Ingi Sigurðsson2, Haukur Hjaltason1-3, Tómas
Guðbjartsson1-2
'Læknadeild HÍ, 2hjarta- og lungnaskurödeild, 3taugadeild Landspítala
rus2@hi.is
Inngangur: Heilaæðaáföll er alvarlegur fylgikvilli opinna hjarta-
skurðaðgerða og getur skert lifun og lífsgæði sjúklinga. Tilgangur
rannsóknarinnar var að kanna tíðni og áhættuþætti heilaæðaáfalla eftir
opnar hjartaskurðaðgerðir á íslandi.
Efniviður og aðferð: Afturskyggn ratmsókn á 876 sjúklingum sem
gengust undir opna hjartaskurðaðgerð á Landspítala 2002-2006.
Sjúklingunum var skipt í tvo hópa; þá sem fengu heilaæðaáfall eftir
aðgerð (n=20) og viðmiðunarhóp (n=856). Heilaæðaáfall var skil-
greint sem heilaslag með einkennum sem stóðu yfir í >24 klst eða
skammvinna heilablóðþurrð (TIA) ef einkenni gengu til baka < 24 klst.
Hóparnir voru bomir saman m.t.t. fylgikvilla, dánartíðni innan 30 daga,
langtíma heildarlifunar og áhættuþættir heilaæðaáfalls metnir með
einþáttargreiningu.
Niðurstöður: Alls fengu 20 sjúklingar (2,3%) heilaæðaáfall, þar af 17
heilaslag. Sautján sjúklingar gengust undir kransæðahjáveituaðgerð
(70%) en þrjár aðgerðanna vom gerðar á sláandi hjarta. Sjúklingar með
heilaæðaáfall voru 5,4 árum eldri, höfðu marktækt lægri líkamsþyngd-
arstuðul og hærra EuroSCORE (7,4 sbr. 5,2, p=0,004). Áhættuþættir
hjarta- og æðasjúkdóma voru sambærilegir í hópunum. Alvarlegir
fylgikvillar, þ.á.m fjöllíffærabilun, vom fjórfalt algengari hjá sjúklingum
með heilaæðaáfall (p=0,002), heildarlegutími þeirra tæplega viku lengri
og magn blóðgjafa helmingi hærra (p=0,017). Dánartíðni innan 30 daga
í hópi sjúklinga með heilaæðaáfall var 20% en 3% í viðmiðunarhópi
(p=0,005). Eins og fimm ára lifun var 75% og 65% hjá sjúklingum með
heilaæðaáfall borið saman við 95% og 86% í viðmiðunarhópi (logrank
próf, p=0,007).
Ályktun: Tíðni heilaæðaáfalls eftir hjartaaðgerð á íslandi er lág (2,3%)
og í samræmi við stærri erlendar rannsóknir. Eldri sjúklingar með
lágan líkamsþyngdarstuðul og hátt EuroSCORE em í aukinni áhættu.
Dánarhlutfall innan 30 daga er verulega aukið, einnig legutími og tíðni
alvarlegra fylgikvilla.
117 Gáttatif eftir opnar hjartaaðgerðir - forspárþættir og gerð
spálíkans
Sólveig Helgadóttir1, Martin Ingi Sigurðsson2, Inga Lára Ingvarsdóttir', Davíð O.
Amar3, Tómas Guðbjartsson1-2
’Læknadeild HÍ, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 2hjartadeild Landspítala
solveighelgadotlir@gmail.com
Inngangur: Gáttatif er algengur fylgikvilli opinna hjartaaðgerða.
Markmið rannsóknarinnar var að kanna forspárþætti gáttatifs eftir
hjartaaðgerðir hér á landi, útbúa áhættulíkan og kanna langtíma lífs-
horfur sjúklinga.
Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem náði til sjúklinga sem
gengust undir kransæðahjáveitu- (n=734) og/eða ósæðarlokuskiptaað-
gerð (n=156) á Landspítala 2002-2006. Ein- og fjölþáttagreining var
notuð til að meta áhættuþætti gáttatifs og sjúklingar með gáttatif bornir
saman við þá sem höfðu reglulegan hjartslátt.
Niðurstöður: Tíðni gáttatifs var 44%, marktækt hærri eftir ósæðarloku-
skipti en hjáveituaðgerð (74% vs 37%). Sjúklingar með gáttatif vom
marktækt eldri, oftar konur, vom með lægra útfallsbrot hjarta og hærra
EuroSCORE. Ekki var munur á lyfjameðferð hópanna fyrir aðgerð.
Sjúklingar með gáttatif lágu lengur á sjúkrahúsi og höfðu marktækt
hærri tíðni fylgikvilla og skurðdauða <30 daga (0,7 vs 4,8%, p=0,001).
Langtímalifun sjúklinga sem fengu gáttatif var marktækt verri, en lifun
í hópunum var 92% sbr. 98% ári frá aðgerð og fimm ára lifun 83% sbr.
93%. í fjölbreytugreiningu reyndust ósæðarlokuskipti (OR 4,4), saga um
hjartabilun (OR 1,8), hærra EuroSCORE (OR 1,1) og aldur (OR 1,1) sjálf-
stæðir forspárþættir gáttatifs. Þessir forspárþættir voru notaðir til að
sníða áhættulíkan til að spá fyrir um líkur á gáttatifi eftir aðgerð (tafla).
Ályktun: Næstum helmingur sjúklinga greindist með gátttif eftir aðgerð
sem er óvenju hátt hlutfall. Þessir sjúklingar voru mun líklegri til að fá
fylgikvilla eftir aðgerð, legutími þeirra var lengri og lifun verri. Með
niðurstöðum rannsóknarinnar var okkur unnt að sníða áhættulíkan sem
LÆKNAblaöið 2012/98 47