Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Side 49

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Side 49
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 70 ár). Núverandi ástand hópa eftir aðgerð var eftirfarandi: hópur A, 33 sjúklingar (55%), hópur B, 8 (13%) og hópur C 19 sjúklingar (32%). í hópi A höfðu 22 (67%) lítil eða engin vandræði með ileóstóma. 1 hópi C höfðu 12 (63%) einhvem tíman haft hægðaleka eftir aðgerðina. Ályktanir: Kynntar eru fyrstu lýsandi tölfræðiniðurstöður hjá sjúk- lingum sem haft þurft skurðmeðferð vegna sáraristilbólgu. Endanlegrar úrvinnslu og niðurstaðna er að vænta, og gætu hugsanlega haft áhrif á meðferð og val aðgerðar í framtíðinni. Hópur Tegund aðgerðar A Ristil- og endaþarmsbrottnám með enda-ileóstóma eða Ristilbrottnám með endaþarmsstúf og enda-ileóstóma B Ristilbrottnám og ileó-endaþarmstengingu C Ristilbrottnám og J-poki í endaþarmsop eða Ristilbrottnám og J-poki í endaþarmsop og lykkju-ileóstóma 121 Gallrásarsteinar eftir gallblöðrutöku á Landspítala 2008-1011 Þórey Steinarsdóttir1, Elsa Björk Valsdóttir1-, Páll Helgi Möller1'2 'Skurðlækningasvið Landspítala, 3læknadeild HÍ thorey.steinarsdottir@gmail.com Inngangur: Einkeimi um gallsteina í gallrás geta komið fram eftir gall- blöðrutöku. Ef það á sér stað innan tveggja ára er talið að steinn hafi verið til staðar við aðgerðina. Markmið: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna fjölda sjúklinga sem greindust með gallrásarstein eftir gallblöðrutöku á Landspítala 2008- 2011 og meta hvort gallrásarsteinar við gallblöðrutökur séu vangreindir. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn, upplýsingum um sjúk- linga var safnað úr sjúkraskrárkerfi Landspítala. Lifrarpróf, niðurstöður myndgreiningar, tími frá aðgerð, meðferð og fylgikvillar var meðal þess sem skráð var. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu greindust 40 sjúklingar með gall- rásarstein eftir gallblöðrutöku. Útreiknað algengi var 2%. Meðalaldur var 50 ár (20-89) og konur voru 24 (60%). Meðaltími frá aðgerð að greiningu gallrásarsteins voru 382 dagar. Greining var staðfest í 87,5% tilfella. Hjá 36 (90%) sjúklingum var meðferð með afturvirkri gall- og brisrásamyndatöku með holspeglun (ERCP). Gallrásamyndataka með ástungu gegnum kviðvegg og lifur (PTC) var gerð hjá einum sjúklingi en þremur sjúklingum batnaði án meðferðar og einn fór í opna aðgerð. Þrír sjúklingar fengu fylgikvilla vegna meðferðar. Gallrásarsteinn greindist innan við tveimur árum frá aðgerð hjá 31 sjúklingi (77,5%). Tíðni fyrri gallrásarsteina, hækkunar á bilirúbíni eða víkkunar á gallgöngum án sjá- anlegs steins var svipuð hvort sem steinar greindust snemma eða seint. Ályktanir: Algengi gallrásarsteina eftir gallblöðrutöku er svipað á Landspítala og í öðrum löndum. Nær alla er hægt að meðhöndla án skurðaðgerðar. Þó meirihluti steina greinist innan tveggja ára verður ekki séð að grunur um gallrásarstein hafi átt að vakna við sjálfa gall- blöðrutökuna. 122 Áhættuþættir nýrnafrumukrabbameins á íslandi Elín Maríusdóttiru, Jóhann Páll Ingimarsson1, Eiríkur Jónsson1, Guðmundur Vikar Einarsson1, Thor Aspelund13, Vilmundur Guðnason2'3, Tómas Guðbjartsson3 'Þvagfæraskurðdeild Landspítala, 2Hjartavernd, Tæknadeild HÍ enmriusdottir@gmail.com Inngangur: Lítið er vitað um áhættuþætti nýrnafrumukrabbameins (NFK). Markmið rannsóknarinnar var að kanna þessa áhættuþætti hér á landi með sérstaka áherslu á tíðni meðal mismunandi starfsstétta. Efniviður og aðferðir: Gagnagrunnur hóprannsóknar Hjartavemdar sem tekur til 18.875 karla og kvenna fæddra á ámnum 1907-1935 var samkeyrður við gagnagrunn sem innheldur öll NFK greind á íslandi 1971-2005 (n=910). Alls fundust 232 einstaklingar með NFK (152 karlar og 80 konur, meðalaldur 53 ár) í gagnagrunni Hjartaverndar og vom þeir bomir saman við 18.643 einstaklinga í viðmiðunarhópi (meðal- aldur 53 ár, 48% karlar). Framsýn greining á áhættuþáttum NFK var gerð með fjölbreytulíkani Cox út frá tíma frá komu í hóprannsóknina að greiningu NFK, andláti eða til loka eftirfylgni. Forspárgildi áhættuþátta NFK var metið í líkaninu; m.a. líkamsþyngdarstuðuls (LÞS), reykinga og sykursýki, búsetu og starfsstétta og áhættuhlutfall (ÁH) með 95% öryggisbilum (ÖB) reiknað út. Niðurstöður: Hár LÞS (>25 kg/m2) (HR 1,39, CI=1,07-1,86, p=0,02) og aldur (ÁH 1,05, ÖB=1,03-1,07, p=<0,0001) juku áhættu á NFK en aukningin var ekki marktæk fyrir alvarlegan háþrýsting (>160/100 mm/Hg) (ÁH 1,37, ÖB=1,00-1,93, p=0,06). Reykingar, sykursýki og búseta reyndust ekki marktækir áhættuþættir. Kvenkyn var verndandi (ÁH 0,44, ÖB=0,35-0,61, p=<0,0001.) Marktækt aukin áhætta á NFK sást hjá málurum (ÁH 2,89, ÖB=l,30-6,68, p=0,01), flugvirkjum (ÁH 4,61, ÖB=1,15-18,87 p=0,03) og þeim sem unnu verksmiðjuvinnu (ÁH 1,96, ÖB=l,00-3,84, p=0,05). Ályktanir: Hár aldur, LÞS yfir 25 kg/m2 og karlkyn juku áhættu á NFK sem lýst hefur verið í öðrum rannsóknum. Einnig kom í ljós verulega aukin áhætta hjá málurum, flugvirkjum og þeim sem unnu í verk- smiðjum, sennilega vegna áhættuþátta í vinnuumhverfi þeirra. 123 Óráð eftir opna hjartaaðgerð: forprófun skimunarlista og kerfisbundin fræðileg samantekt Steinunn Ama i'orstcinsdóttir1, Herdís Sveinsdóttir1-2 ‘Skurðlækningasviði Landspítala, !Háskóli Islands steitors@landspitali.is Inngangur: Óráð er skammvinn truflun á meðvitund, athygli, hugsun, skynjun og tilfinningum. Það þróast hratt og er algengt en vangreint og vanmeðhöndlað vandamál á sjúkrahúsum. Markmið: a) að þróa skimunarlista til að meta einkenni óráðs hjá skurð- sjúklingum; b) að draga saman rannsóknamiðurstöður um algengi, áhættuþætti, afleiðingar og fyrirbyggjandi meðferð við óráði, með áherslu á hjarta- skurðsjúklinga. Aðferð: Skimunarlisti til að meta óráðseinkenni (Delirium observation screening scale-DOS) var þýddur og forprófaður á 10 hjartaskurðsjúk- lingum á Landspítala haustið 2010. Kerfisbundin samantekt rannsókna var gerð til skoða algengi, áhættuþætti og afleiðingar óráðs eftir opna hjartaaðgerð og forvamir til að draga úr óráði eftir skurðaðgerðir. Niðurstöður: DOS reyndist auðveldur í notkun. Hann felur í sér 13 atriði og em tveir svarmöguleikar við hvert. Þrjú stig eða fleiri á DOS benda til óráðs. Tæpur þriðjungur sjúklinga fær óráð eftir opna hjartaaðgerð. Ymsir þættir auka hættu á óráði, svo sem hár aldur, vitræn skerðing, gáttaflökt, þunglyndi, saga um heilablóðfall, tími á hjarta- og lungnavél og öndunarvél, þörf fyrir blóðgjöf, súrefnisskortur, hjartaóregla eftir aðgerð og sýkingar. Óráð leiðir m.a. til lengri sjúkrahúslegu, skerðingar á sjálfsbjargargetu og hærri dánartíðni. Forvamir felast meðal annars í því að þekkja áhættuþætti og forðast þá, þekkja einkenni óráðs og greina þau í tíma. LÆKNAblaðið 2012/98 49

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.