Listin að lifa - 01.09.1996, Blaðsíða 14

Listin að lifa - 01.09.1996, Blaðsíða 14
Hinn heilagi réttur Nafnið „hinn heilagi réttur“ höfðar til þess tíma, þegar ellilífeyrir fólks var óskertur. Ellilífeyrisþegar sætta sig ekki lengur við endalausan hringlandahátt með lífeyri sinn, sem þeir eru búnir að margborga með vinnu sinni. Þeir vilja og ætla sér að standa fast saman um réttindi sín, til að ævikvöld þeirra - og hinna sem fylgja fast á eftir - líði í öryggi og ró. Undir „hinum heilaga rétti“ verður fjallað um réttindamál og leitast við að útskýra þær endalausu skerðingar sem ganga yfir þennan aldurshóp sem eldra fólk á oft mjög erfitt með að átta sig á. Margrét Thoroddsen Hugleiðingar um skert réttindi eldri borgara Á árunum 1937-1971, eða í 35 ár, greiddu allir 16 ára og eldri sér- stakt almannatryggingagjald, sem standa átti undir lífeyrisgreiðslum í framtíðinni. Árið 1971 var þetta gjald afnumið en ákveðið að afla skyldi tekna til almannatrygginga með almennum sköttum. Réttindi þeirra, sem eru 67 ára og eldri, til ellilífeyris voru staðfest með lögum um almannatrygg- ingar árið 1946 og voru því skoð- uð sem heilagur réttur þessa aldurshóps, sem hann var búinn að skapa sér til eftirlauna með greiðslum sínum til þjóðfélagsins og óraði engan fyrir að við þeim yrði hróflað. Raunin varð samt sú, að árið 1992 voru sett lög um að ellilífeyrir skyldi skertur við ákveðin tekjumörk, unz hann félli alveg niður. Þessu var harðlega mótmælt af félagssamtökum eldri borgara og varað við því, að ef á annað borð væri hróflað við þessum lögbundnu réttindum, yrði auðveldara að taka stærri og stærri sneið af kökunni, enda er skerðingin nú orðin 30%, séu launatekjur hærri en 68.519 á mánuði. Mér er minnisstætt að margir á þessum aldri hlökkuðu til að verða 67 ára og fá þessar viðbótartekjur, sem þeir gætu annaðhvort lagt fyrir til elliáranna eða veitt sér eitthvað umfram það venjulega. Þeir urðu því fyrir sárum von- brigðum. Skattlagning eftirlauna úr lífeyrissjóðum mmmmmmmmmmtmmmmmmmmmmmmmmmmms::^.:.. Árum saman hefur verið rætt um það óréttlæti að þrfskatta greiðslur lífeyrissjóða. Að vísu hefur ein skattlagningin verið af- numin í áföngum, það er skatt- lagning af iðgjöldum til lífeyris- sjóða. Það er góðra gjalda vert, en kemur samt ekki þeim til góða, sem þegar voru komnir á lífeyris- aldur. Eftir stendur tvísköttunin, það er skattur af eftirlaunum og skerðing á tryggingabótum. Eftir mikil blaðaskrif og mót- mæli frá FEB og Landssambandi aldraðra var í fjárlagafrumvarpi ársins 1995 ákveðið að draga mætti 15% frá eftirlaunum úr lífeyrissjóðum áður en þau yrðu skattlögð. En sú veisla stóð ekki lengi, því að í fjárlögum 1996 var þessi lagagrein máð út með einu pennastriki, þó að upphaflega væri gert ráð fyrir að hún stæði í a.m.k. 5 ár. Aftenging tryggingabóta wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmtmmsmmttmm:. Árið 1974 var svohljóðandi lagagrein bætt inn í lög um al- mannatryggingar: „Nú verður breyting á vikukaupi í almennri verkamannavinnu og skal ráðherra þá innan 6 mánaða breyta upp- hæð bóta skv. lögum þessum.“ Þetta hefur skapað lífeyrisþegum mikið öryggi og held ég að engum hafi komið til hugar, að þessu yrði breytt, allavegana ekki til verri vegar. Þessi lagagrein hafði verið í gildi í 21 ár, þegar hún var þurrkuð út við fjárlagagerð 1995. Þess í stað verði ákveðið í fjárlögum hvers árs, hvort eða hve mikið bætur hækka, líklega eftir fjárhag ríkisins hverju sinni. Þannig er verið að gera þá, sem njóta ellilífeyris að ölmusufólki, sem fær greiðslur skv. geðþóttaákvörðunum alþingis- manna. Niðurlag wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmt'a::.- . Eg hef nú rakið nokkur dæmi um hvernig réttindi eldri borgara hafa verið fyrir borð borin á

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.