Listin að lifa - 01.09.1996, Blaðsíða 11
Mímisbrunnur
I Mímisbrunn sóttu guðirniryngingardrykkinn. Drykkur úr
Mímisbrunni hreinsaði burt hverskonar ólyfjan úr líkama og sál. Efþú
átt einhver heilrœði um líkamsheilsu og sálarheill fólgin í handraðanum,
þá eru þau velþegin í „Mímisbrunn Utanáskriftin er: Listin að lifa,
Mímisbrunnur, Hverfisgata 105, 101 Reykjavík
Hæfileg hreyfing
og rétt fæði
Hæfileg hreyfing og fæðuinntaka
í réttu jafnvægi, næringar- og
bætiefni - stuðla að góðri heilsu.
Kyrrseta, vannæring eða ofneysla
á fæðu geta leitt af sér sjúkdóma,
segir Pálmi V. Jónsson, læknir.
Mataræði hefur áhrif - dregur
úr eða eykur líkur á ýmsum
sjúkdómum. Fæðan getur haft
áhrif á ónæmiskerfi líkamans,
aukið líkur á krabbameini, hjarta-
og æðasjúkdómum, sykursýki og
beinþynningu. Betra er að fyrir-
byggja sjúkdóma en lækna þá. Því
er mikilvægt að huga vel að fæðu
sinni og hreyfingu. Hreyfing
leyfir aukna fæðuinntöku, sem
byggir upp vöðvamassa og eykur
styrk. Rösk ganga og sund eru
dæmi um góða hreyfingu.
Takmarkað salt stuðlar að
lækkun blóðþrýstings. Kalkinn-
taka ætti að vera 800-1500
milligrömm til að viðhalda bein-
um. Því þarf fæðan að innihalda
nóg kalk, sem aðallega fæst úr osti,
skyri, undanrennu og léttmjólk
auk fjörmjólkur. Líklegt er að
margir þurfi að taka kalktöflur,
þótt magrar mjólkurafurðir séu
nýttar. Kalktöflur gefa frá sér
mismikið af fríu kalki. Kalsíum
karbonatis töflurnar eru kalkríkar
og best að taka þær með mat eða
strax á eftir.
D vítamín þarf að vera 400 til
800 alþjóðlegar einingar á dag til
að hjálpa til að viðhalda beinum.
Lýsi er mikilvægur D vítamíngjafi,
einkum fyrir þá sem ekki njóta
sólar langtímum saman.
E og C vítamín eru hagstæð
fyrir ónæmissvörun og æðakerfi og
hin ýmsu B vítamín fyrir taugavef.
Forðast ber stóra skammta af
vítamínum, en 1-2 fjölvítamín-
töflur með steinefnum gagnast
flestum. B 12 vítamín er lífs-
nauðsynlegt efni sem marga
skortir á efri árum. Það má mæla
í blóði og ýmsir þurfa B 12
innspýtingu í vöðva ævilangt.
Grunnflokkar fæðunnar eru 5:
mjólkurvörur, kjöt og fiskvörur,
ávextir, grænmeti og korn. Víta-
mín og steinefni þurfa að fylgja
með. Fjölbreytt fæði næst með
því að nýta alla 5 grunnflokkana.
Æskileg fæða er rík af grænmeti,
ávöxtum og kornvörum, trefjarík,
saltsnauð og sykurlítil.
Mikilvægt er að halda kjörþyngd.
Sá sem gætir þess getur stundum
leyft sér að taka þátt í dýrðlegum
veislum - með góðri samvisku.
rBf f Gagnrýni Mbl: „...frábær kvöldstund í Skemmtihúsinu sem ég hvet flesta til að fá að njóta."
j j.»% dÉaíitnM ri Súsanna Svavarsdóttir AðalstöSinni: „Ein besta leiksýning sem ég hef séð í háa herrans tíð"
0RMSTUNGA ELDRIBORGARAR
Leikstjóri: Peter Engkvist Leikarar: Benedikt Erlingsson, Halldóra GeirharSsdóttir 20% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS FÉLAGS ELDRI BORGARA
/ SÍMSVARI ALLAN SÓLARHRINGINN
SKEMMTIHUSIÐ
LAUFÁSVEGI 22 SÍMI 552 2075
HAALEITIS
APÓTEK
Austurveri
Sími 581 2101
Fax 581 2540
10% afsláttur fyrir elli- og
örorkulífeyrisþega
Frf heimsendingarþjónusta
í hverfinu