Listin að lifa - 01.09.1996, Blaðsíða 30

Listin að lifa - 01.09.1996, Blaðsíða 30
— Af hverju eru eldri karlmenn svona tregir til að dansaÍ „Það er fyrst og fremst feimni. Kannski líka stirðleiki. Finnst þeir ekki geta tjáð sig í dansinum eins og þeir gerðu á yngri árum. Stelpurnar eru svo helvíti duglegar að mæta. Eg er alltaf að segja við þá: - Farðu nú og bjóddu stelp- unni upp! Miklu betra að dansa hálfan dans en dansa alls ekki.“ mraviii Pútt-golf - ný íþróttfyrir aldraða Vilhjálmur Halldórsson er frumkvöðull pútt-golfsins á Is- landi. Hann stofnaði Púttklúbb Suðurnesja í Leirunni 1985 og Púttklúbb Ness árið 1989. „Vilhjálmur óskaði eftir því við Tómstunda- og íþróttaráð Reykja- víkur, að púttvöllum yrði komið upp á Reykjavíkursvæðinu. Ég átti mest samstarf við hann, þegar byrjað var að leggja púttvelli á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Jó- hannes Óli Garðarsson, vallar- stjóri á íþróttavöllum Reykjavíkur. Vilhjálmur segir að hugmyndin að íslenskum púttklúbbum hafi vaknað úti á Spáni. „Þar rákumst við félagarnir á mini-golfvöll og höfðum svo gaman af að spila þar, að við fórum að líta í kringum okkur heima. Þá fengum við Hólsvöll við Leiruna til afnota og stofnuðum Púttklúbb Suður- nesja.“ Vilhjálmur segir að feikilega margir noti völlinn — um 200 — Pétur lifir og andar fyrir félags- starf eldri borgara. — Hver skyldi vera stærsta hugsjón hans? mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmassim „Að félagið geti orðið sterk, félagsleg heild, þannig að við gætum haft virkilega OPIÐ HÚS fyrir öll okkar hugðarefni á einum stað. Við þyrftum að hafa til umráða tveggja hæða hús sem rúmar dansleiki, kaffistofu og föndurherbergi sem dregur fólkið til sín allan daginn.“ Fyrsta stjórnin í púttklúbbi aldraðra í golfkúbbi Ness: Bergþór Jónsson, Hulda Valdimarsdóttir og Vilhjálmur Halldórsson. Verðlaunahafar í 80 ára flokki og eldri. Vilhjálmur stendur í miðjum hópnum. manns. „Nú er líka kominn púttvöllur við Sjúkrahúsið í Keflavík í miðjum bænum. Þar púttar nú fólk, sem aldrei hefur spilað áður. Þetta er til góðs fyrir alla!“ Pétur lætur sig dreyma um söngleik í vetur. „Kórinn og Snúður og Snælda gætu slegið saman. Ef ég gæti fengið eldri hljómlistarmenn til að taka þátt í að uppfæra söngleik fyrir eldri borgara. Eg veit að Garðar Cortes, Raggi Bjarna og fleiri eru tilbúnir. En það gerist ekkert, nema fólk verði virkt - taki sjálft þátt í baráttumálunum!“ O. Sv. B. Púttvellir á vegum ÍTR m^^^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi':,.: . Tveir púttvellir eru norðan við gervigrasvöllinn í Laugardal með- fram Þvottalaugavegi. Einnig er völlur við Kjarvalsstaði og annar í Ártúnsbrekku í hvamminum neð- an við skíðabrekkuna. Allir eru 18 holu vellir. „Púttvellirnir eru fyrst og fremst fyrir eldri borgara,“ segir Jóhannes vallarstjóri. „Það er mjög gaman að þjóna þessu fólki sem er þakk- látt og gengur vel um, sem sést best á því að við getum lánað því lykla að húsinu í Ártúnsbrekku.“ I Ártúnsbrekku er besta að- staðan. Þar geta pútt-golfarar hit- að sér kaffi og haft bækistöð bæði fyrir golfmót og golfbúnað. Púttvellirnir eru opnaðir á vorin og haldið opnum eins lengi og veður leyfir. „Því miður höfum við oft þurft að taka niður stengurnar á kvöldin og stundum yfir helgar vegna skemmdarstarfsemi. Ann- ars getur fólk komið með sinn „púttara" og kúlur, hvenær sem er,“ segir Jóhannes. Sigurður Hafsteinsson golfari sér um hirðingu vallanna. Að- gangur að púttinu er ókeypis. O. Sv. B.

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.