Listin að lifa - 01.09.1996, Blaðsíða 26

Listin að lifa - 01.09.1996, Blaðsíða 26
Skoðun stj órnmálamanns Undir þessum dálki verður leitast við að kryfja til mergjar ýmis pólitísk mál sem efst eru á baugi hverju sinni. Fjármálaráðherra ríður á vaðið og fjallar um velferðarþjóðfélagið og Friðrik Sophusson, lífeyrismál fjármálaráðherra Velferðarþjóðfélagið og lífeyrismál Vandamál velferðarkerfisins K^^m^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmsms&zv:::'.. í efnahagserfiðleikum undan- farinna ára hafa útgjöld hins opinbera aukist og skuldir hlaðist upp. Gripið hefur verið til margvíslegra ráðstafana til að spara útgjöld til sameiginlegra þarfa og hamla gegn útgjalda- aukningunni. Við þessar aðstæður hefur eitt mikilvægasta markmið stjórnmálanna verið að verja vel- ferðarþjóðfélagið. Stundum hafa að- gerðir stjórnvalda fallið í grýttan jarðveg og sumum hagsmunaaðilum hefur jafnvel fundist að verið sé að gera atlögu að velferðarkerfinu. Ollum er þó Ijóst, að seint verður allt gert fyrir alla og þess vegna hlýtur að vera eðlilegt að leggja áherslu á að beina fjármagni einkum til þeirra, sem mest eru þurfandi. Við, sem viljum tryggja Is- lendingum traust velferðarkerfi, verð- um af og til að minna okkur og aðra á þann árangur sem náðst hefur, enda er íslenska velferðarkerfið eitt hið besta í heimi. Til að varðveita þennan árangur verðum við að forðast að falla í gryfju sérhagsmuna, en leitast við að sjá hlutina í víðu samhengi og sníða okkur stakk eftir vexti. Þrátt fyrir aðhald í ríkisfjármálum er nú gert ráð fyrir því að framlög til heilbrigðis- og tryggingamála muni hækka á næsta fjárlagaári. Þannig er ætlun stjórnvalda að verja hluta af auknum þjóðartekjum til velferðar- mála um leið og mikilvægi þess er undirstrikað að dregið verði úr vaxtabyrði ríkisins og tekin lán endurgreidd. Ahrif tœkniþróunar Víða í velferðarkerfinu eiga sér stað ótrúlegar framfarir í kjölfar nýrrar þekkingar og tækninýjunga. Ný tækni og betri lyf skila sér í betri þjónustu. Afleiðingin er sú að þjónustan takmarkast í minna mæli af tæknilegum og þekkingarlegum ástæðum. Veitendur velferðarþjón- ustu komast hins vegar oftar í þá aðstöðu að þurfa að neita skjól- stæðingum um úrlausn mála vegna þess að hún er talin of kostnaðarsöm, of áhættusöm eða siðferðislega órétt- lætanleg. Þessar aðstæður hafa kallað á stjórnvaldsaðgerðir og ný vinnubrögð því að flestir viðurkenna að varanleg lausn felst ekki í auknum fjár- veitingum, meiri skuldsetningu ríkissjóðs né hertri skattheimtu á heimilin. Til að verja velferðarkerfið og auðvelda nýjungar verðum við að laga okkur að hinum fjárhagslegu takmörkunum og tryggja réttindi borgaranna með skýrum leikreglum og ákveðinni verkaskiptingu. Þetta er óhjákvæmilegt þótt ekki sé það auðvelt enda erum við að fjalla um líf og heilsu fólks. Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar mmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmammz-^-.. Islenska þjóðin er tiltölulega ung í samanburði við aðrar þjóðir. Þetta skýrir m.a. hvers vegna Islendingum hefur tekist að byggja upp og viðhalda velferðarkerfi sem er meðal þeirra bestu í heimi. AJlt bendir hins vegar til þess að eftir 5-10 ár rnuni þessi staða breytast þannig að hlutfall aldraðra hækki umtalsvert hér á landi. Með aðhaldi og ráðdeild er leitast við að fyrirbyggja stórkostlegan niðurskurð og samdrátt í þjónustu þegar fram líða stundir. Jafnframt er mikilvægt að auðvelda þeirri kynslóð sem nú er á vinnumarkaði að spara og leggja til hliðar, m.a. í lífeyris- sjóðakerfmu, svo að hún geti sjálf staðið undir stærri hluta velferðar- kerfis framtíðarinnar en ella. Efnahagsþrengingar wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmBBSKi-..' Á árunum 1988 til 1994 gengum við íslendingar í gegnum erfiðleika- og stöðnunartímabil með þeim afleiðingum að við drógumst aftur úr þeim þjóðum sem við berum okkur helst saman við. Stjórnvöld brugðust við þessum aðstæðum með það fyrir augum fyrst og fremst að styrkja stöðu íslensks atvinnulífs og freista þess að verja lífskjör almennings. Blómlegt atvinnulíf fjölgar störfum og dregur úr atvinnuleysi. Öflugur atvinnurekstur er þess vegna forsenda velferðarkerfis hverrar þjóðar. Nú þegar atvinnulífið er að rétta úr kútnum er mikilvægt að tryggja jafnvægi í ríkisfjármálum og viðskiptum við útlönd, varðveita stöðugleika í verðlagsmálum og grynnka á þeim skuldum sem safnast hafa upp á undanförnum árum. Eðlilegt er að velferðarkerfið fái hlutdeild í aukinni þjóðarframleiðslu. Stjórnvöld geta haft hér einhver áhrif, en fyrst og fremst verður það hlutverk þeirra að sjá til þess að ekki sé meiru skipt en til skiptanna er. Öll berum við ábyrgð á að verðbólgan

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.