Listin að lifa - 01.09.1996, Blaðsíða 25

Listin að lifa - 01.09.1996, Blaðsíða 25
Frábærar ferðir Árlega eru farnar 10-12 ferðir á vegum FEB. Einkenni þessara ferða er létt lund ferðalanganna, gleði og gamansemi, fróðleiksfýsn og feiknamikil Ijóðagerð. Látum myndir og ljóð tala sínu máli. Á útsýnisstað á leið upp í Lakagíga. Úr Austfjarðaferð í ágúst 1989. Útsýnin var ægifögur, yfir dali, vötn og fjöll. Ekki getur sögn, né sögur, sagt frá þeirri dýrðarhöll. í Eldgjá. Úr ferð um Fjallabaksleið nyrðri og syðri og Lakagíga 1989. Fósturjarðar fagra fold, á föstum stendur grunni. Þig ég elska fósturmold, með fagurt fljóð í runni. í Kverkfjöllum í dumbungsveðri fékk fararstjórinn þessa vísu: Ekki veðrið alveg stóðst, elsku hjartans Pétur! Því lofaðir okkur sumri og sól, en sveikst það heldur betur! Botni nú hver sem betur getur Að leika sér með hrynjanda íslenskrar tungu, stuðla og höfuðstafi er ávallt hin besta skemmtun. Hér birtast tveir fyrripartar. Sendið inn vísubotna. Utanáskriftin er: Listin að lifa, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík. Bestu botnarnir munu birtast í nóvemberblaðinu eða jólablaðinu. Húmar að og haustar senn, hrímið fer að stráum. Þó að færist yfir aldur eiga gleði í hjarta skal. SJOVADIirrAIMFNNAR Vegna mistaka í prentvinnslu féll niður símanúmer í auglýstri þjónustuíbúð á bls. 15. Síminn er: 562 5045

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.