Listin að lifa - 01.09.1996, Blaðsíða 16

Listin að lifa - 01.09.1996, Blaðsíða 16
þetta eflist hugur og hönd, og heilasellurnar fá vítamínsprautu." Brynhildur segist líka hafa mjög gaman af að dansa. Hún segir, að eldra fólk sem hafi gaman af dansi, dansi af miklum krafti, leikni og mýkt. „Þegar við konurnar svífum í örmum karlanna, hverfur gigtin, og vöðvar og liðamót mýkjast. Það eru líka þreyttir dansarar sem fara heim um miðnættið, og sofna eins og hendi sé veifað af dávaldi - og þurfa alls engar svefntöflur.11 Hvað viltu ráðleggja jafnöldrum þínum? „Um leið og brauðstritið hættir, þá breytum við um stíl - tökum upp NÝJAN LÍFSSTÍL. - Munið að týna ekki barninu í sjálfum ykkur. -Hafið alltaf gaman af því smáa í kringum ykkur. - Látið draumana rætast. - Skellið ykkur út í það sem ykkur langaði til að gera, þegar þið voruð ung, en höfðuð ekki tíma. Nú hafið þið nógan tíma.“ Brynhildur er að flýta sér. Kannski er ball í kvöld. Hún snýr sér brosandi við í dyrunum og segir: „Megas sagði í einhverjum dægurlagatexta, á „góðri íslensku“: „Smælaðu framan í heiminn, þá smælar heimurinn framan í þig.“ Þetta var nú bara gott hjá honum, ekki satt?“ Gleðin liggur lengi í loftinu, eftir að Brynhildur er farin. Brynhildur flytur BRAGGABLÚS Magnúsar Kjartanssonar af mikilli inniifun. O. Sv. B. „Elexír“ fyrir heilann Sumt fólk geislar af vinnuorku og lífsgleði, en þessir þættir haldast býsna oft í hendur. Sigrún Pétursdóttir er ein slík. Hún var ekki fyrr hætt að sjá um matseld fyrir forseta íslands og gesti, en hún tók að sér leik- hópinn SNÚÐ OG SNÆLDU. Aðspurð segir Sigrún, að hún hafi ráðist sem ráðskona að Bessa- stöðum, þegar Kristján Eldjárn tók við embætti forseta. „Hjá Eldjárn-fjölskyldunni var ég alla forsetatíð Kristjáns og hjá Vigdísi í tíu ár, þar til ég komst á aldur. Eftir að ég hætti að vinna, frétti ég af leikhópnum Snúði og Snældu og byrjaði að starfa með þeim haustið 1992. Þá var verið að setja upp fyrsta leikritið „Fugl í búri“ eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Ég lék í því leikriti og hef síðan leikið í öllu sem félagið hefur sett upp.“ Sigrún tekur síðan við for- mennsku félagsins af Brynhildi Olgeirsdóttur 1994. „Leiklistin hefur alltaf blundað í mér,“ segir hún brosandi. — Hvað gefur leiklistin? „I fyrsta lagi er leiklistin „elexír“ fyrir heilann. Hún þjálfar mann í að muna, hugsa og læra að læra. Við eigum ekkert gott með að læra utanbókar. Skammtíma- minnið tapast alltaf eitthvað með aldrinum, þó misjafnlega mikið. Mér fannst mjög erfitt að læra fyrsta hlutverkið, en ákvað að gera eitthvað í málinu. Ef setn- ingarnar voru stuttar og hver ann- arri líkar, þá setti ég á mig fyrsta staf hverrar setningar, þannig gat ég munað textann. Að læra hlutverk er geysileg þjálfun fyrir heilasellurnar. f öðru lagi er leiklistin leikfimi fyrir röddina. Það er svo geysilega mikilvægt fyrir okkur að læra rétta öndun - læra að beita röddinni rétt. Það eru svo ótrúlega margir sem kunna þetta ekki, misbeita því rödd og raddböndum — og eru með slitna rödd langt fyrir aldur fram. í þriðja lagi er leiklistin menn- ingarleg samvera. Það er ekki lítið sem hver og einn fær út úr því að breyta algjörlega um lífsstíl - ganga inn í allt annað hlutverk. Því fylgir oft mikil kátína og miklar vanga- veltur.“ Sigrún segist ekki skilja í því, hve erfitt sé að fá fólk til að leika. „Námskeið í framsögn og tjáningu byrja um miðjan september. Námskeiðin eru vinsæl og allir hafa gaman af upplestri, en þegar kemur að því að fá fólk til að leika með Snúði og Snældu, þá fara margir í

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.