Listin að lifa - 01.09.1996, Blaðsíða 19
lánaðan fyrir skírnarveislur, ferm-
ingar eða brúðkaup.
— A hvaða aldursskeiði er æskilegt
fyrir fólk aðflytja inn í svona
íbúðir?
„Yfirleitt dregur fólk það alltof
lengi. Mikil streita getur fylgt því
að búa í stóru húsi með steypu-
viðgerðir og viðhald, garðvinnu
og innanhússþrif.
Sú spurning kemur oft upp,
hvort fólk eigi að búa í stóra
húsinu og varðveita öll gömlu
húsgögnin, þegar viturlegra er að
flytja í minna húsnæði og nota
fjármunina frekar til að lifa, ferð-
ast og leika sér.
Um er að ræða 2ja og 3ja herb.
íbúðir í stærðunum 59 fm og
88 fm nettó en þetta eru
vinsælustu íbúðargerðirnar fyrir
eldri borgara. Flest eldhúsin og
borðkrókur eldhúsanna snúa út
að sjónum og þaðan verður
mikið og fallegt útsýni. Stofan
snýr að garðinum og þar eru
suðursvalir, en dæmi um
grunnmynd íbúðar má sjá hér á
síðunni.
Tengigangur verður úr húsinu í
þjónustu- og félagsmiðstöð á
Lindargötu 59. Áætlað er að
framkvæmdir við húsin hefjist
nú í september 1996 og ljúki
átján mánuðum síðar.
Upplýsingar um húsið verða hjá
Félagi eldri borgara í síma 562
1477 að Borgartúni 31,
Reykjavík.
Ég hef séð eldri hjón yngjast
um tíu ár $Íj3lap flvtja úr itóijiji|
eign í þjon
oo
hers , eldh
8 6 «|2
£b
Cst u
/"1
sjjónv j
1 W I E3D
i'
h ion
113m*
3 d
Teikning af tveggja herbergja íbúð. Teikning af þriggja herbergja íbúð.
viðhaldiiiúí
ýSgj|£§§& að getajj
%ai iþaOTimHieiSTvirtur.
nágrannavinir ýmist fluttir eða
dánir, erfiðir stigar og einangrun í
umhverfi þar sem þau höfðu búið
í 40 ár. Þau öðluðust nýtt líf í
félagslegu umhverfi þjónustu-
kjarnans.
Ég segi oft, að lífið sé flæði, sem
býður upp á stöðugar breytingar.
Ef vinirnir eru horfnir í gamla
umhverfinu, koma nýir á nýjum
stað. Ég legg áherslu á, að fólk
bíði ekki of lengi að minnka við
sig, flutningar og umrót geta reynt
á, mikilvægt að njóta nýs um-
hverfis og þeirra möguleika sem
það býður.“
- Hver er megintilgangur með
vernduðum íbúðakjörnum fyrir
eldri borgara?
——■wnn'1 ~■
„Það er best fyrir alla að fólk
geti bjargað sér sem lengst í eigin
fbúð. Þjónustumiðstöðin stuðlar
að líkamlegri heilsu með hreyf-
ingu og ráðgjöf um rétt mataræði.
Andleg vellíðan er ekki síður
mikilvæg. Það eru gömul sann-
indf að fólk. þríÉi ekki nema í
samneyti með öðrum.TGleðin yfir
í áð y^ra til, sprettur upo úr því
3 geði við aðra og
rEtifiijjjaínl h ’EHOni
Eldri borgarar eru alltaf að
verða yngri, þó viðmiðunar-
mörkin séu hin sömu aldurslega
séð. Nú trimma ömmurnar í
jogging-galla, hjónin bæði ferða-
vanir heimsborgarar, lífsreynt og
oft hámenntað fólk. Við þyrftum
að kunna frekar að meta og nýta
þann mikla fjársjóð, sem eldra
fólkið geymir í visku sinni og
reynslu.
Það er von mín að íbúar í nýju
húsunum við Skúlagötu megi eiga
þar góða og skemmtilega daga.
Staðsetningin býður upp á stór-
kostlegt útsýni yfir sundin, en
skjólgóðan garð sunnan megin við
húsið. Þægileg tenging er við
þjónustumiðstöðina. Stuttar göngu-
leiðir til Laugavegs og miðbæjar.
Bílastæði eru á lóð með aðkomu
frá Lindargötu, en einnig verða 26
bílastæði innandyra fyrir þá sem
þess óska. Húsin eru 6-12
íbúðahæðir.; Allar íbúðirnar hafa
innanhússtengingu að sameigin-
egum
. sal.“
O. Sv. B.