Listin að lifa - 01.09.1996, Blaðsíða 12
Félags- og tómstundastarf aldraðra
á vegum Reykjavíkurborgar
Á vegum Reykjavíkurborgar er nú
starfrækt opið félagsstarf aldraðra
á fjórtán stöðum í borginni, ýmist
í félagsmiðstöðvum eða félags- og
þjónustumiðstöðvum. Starfið er
opið öllum Reykvíkingum 67 ára
og eldri, óháð því hvar í borginni
þeir búa. Starfsemin er mismikil
að umfangi og fjölbreytilegt
félags- og tómstundastarf er rekið
á flestum stöðvunum en þær eru
opnar virka daga frá kl. 09:00 -
17:00. Auk þess eru sérstaklega
auglýstar kvöldvökur, leikhús-
ferðir, sýningar og ferðalög utan
venjulegrar dagskrár.
Sem dæmi um það sem í boði
er, má nefna námskeið í leir-
vinnu, bókbandi, útskurði, leður-
vinnu, silki- og postulínsmálun.
Einnig er í boði hefðbundin
handavinna, danskennsla, tungu-
málakennsla, líkamsþjálfun og
klúbbastarf af ýmsu tagi svo sem
kórastarf, leiklistarhópar, göngu-
hópar, golf, bridds, boccia o.fl.
Fólki er bent á að afla sér upp-
lýsinga á stöðvunum um hvað í
boði er á hverjum stað því að það
getur verið mismunandi eftir
stöðvum. Allar upplýsingar liggja
frammi á stöðvunum s.s. dagskrár
í félags- og tómstundastarfi og
aðrar upplýsingar um þjónustu.
Hægt er að fá keyptan
hádegisverð alla virka daga
vikunnar og verður að panta hann
fyrirfram, einnig eru kaffiveitingar
seldar á opnunartíma, en allir
staðirnir bjóða upp á góða aðstöðu
í borðsal þar sem hægt er að njóta
matarins í heimilislegu umhverfi
og góðum félagsskap. Athygli er
vakin á að hádegisverður er seldur
alla svokallaða „rauða daga“ þ.e.
hátíðisdaga sem ekki ber upp á
laugardaga eða sunnudaga.
Einnig er boðið upp á ýmsa
persónulega þjónustu svo sem
aðstoð við böðun. Þá er full-
komin sturtuaðstaða svo að þeir
sem vilja geti farið í sturtu og
notið öryggis og eftirlits starfs-
manns. Einnig eru fótaaðgerð-
arstofur og hársnyrtistofur einka-
reknar á stöðvunum þar sem
aldraðir geta keypt þá þjónustu á
hóflegu verði.