Listin að lifa - 01.09.1996, Blaðsíða 27

Listin að lifa - 01.09.1996, Blaðsíða 27
verði ekki leyst úr læðingi, því að hún er verst þeim sem minnst mega sín. Hlutverk lífeyristrygginga Auk aðgangs að ýmiss konar fél- agslegri þjónustu, sjúkra- og slysa- tryggingu gegna lífeyrisgreiðslur almannatryggingakerfisins mikilvægu hlutverki í íslenska velferðarkerfinu. Greiðslur úr lífeyrissjóðum, sem að stærstum hluta eru starfræktir á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins, hafa hins vegar stöðugt meiri þýðingu. Ég er þeirrar skoðunar að lífeyris- tryggingar hins opinbera eigi að fela í sér öfluga vernd, en jafnframt eigi þær að vera eins konar öryggisnet fyrir þá sem af einhverjum ástæðum missa fótanna og fá ekki úrlausn annars staðar. Það á ekki að vera eftirsóknarvert að allir fái bætur frá ríkinu óháð greiðslum úr lífeyrissjóðum. Oflugri lífeyrissjóðir eiga að gefa kost á sparnaði og breyttum áherslum í almanna- tryggingakerfinu. Skattmeðferð lífeyristekna Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um skattalega meðferð lífeyristekna og Landssamband aldraðra hefur meðal annars mótmælt þeirri ráðstöfun stjórnvalda að hverfa frá þeirri leið að veita 15% skattaafslátt vegna ellilífeyrisgreiðslna úr lífeyrissjóðum. Inn í umræðuna hafa einnig blandast fullyrðingar um tvísköttun og hvort og þá hvernig ætti að bregðast við henni. I skriflegu svari við fyrirspurn á Alþingi vorið 1995 gerði ég ítarlega grein fyrir útreikningum í því sambandi. Sú leið að undanþiggja iðgjöld til lífeyrissjóða skatti í stað þess að veita 15% skattaafslátt var fyrst og fremst farin að ósk aðila vinnumarkaðarins við gerð febrúarsamninganna 1995. Þá eins og nú viðurkenndu flestir að þessar tvær leiðir gátu ekki farið saman. Þrátt fyrir samþykkt 15%- reglunnar á Alþingi var því horfið frá henni samhliða því að iðgjöld launamanna voru gerð frádráttarbær. Við þá niðurstöðu þurfa menn að sætta sig. Lokaorð mmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmnmtmc. Skattfrelsi lífeyrisiðgjalda er til þess fallið að efla sparnað og auðvelda komandi kynslóðum að takast á við þau vandamál sem fyrirsjáanleg eru í kjölfar breytinga á aldurssamsetningu þjóðarinnar. Stjórnvöldum ber skylda til að ýta undir ráðdeild og styðja ráðstafanir sem koma í veg fyrir að við veltum vandamálum líðandi stundar yfir á komandi kynslóðir. Hlutverk hins opinbera er að tryggja öryggi og ákveðna lágmarks- þjónustu, en ekki að vera allt í öllu. Þannig getum við m.a. stuðlað að virkri þátttöku aldraðra á hinum ýmsu sviðum þjóðfélagsins. Þannig getum við treyst velferðarþjóðfélagið í sessi og tryggt viðunandi afkomu komandi kynslóða. Friðrik Sophusson, fármálaráðherra FEB FELAG ELDRI BORGARA Ég undirritaður(uð) skrái mig hér með í félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Nafn Kennitala Heimilisfang Póstnúmer Sími Stéttarfélag Greiðist með: □ Visa/Euro □ Gíró Undirskrift

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.