Listin að lifa - 01.09.1996, Blaðsíða 6
eldast, getur átt á hættu að fá skerta
sjálfsmynd.“ Og Kristín veltir fyrir
sér, hvernig núverandi yngri kynslóð
komi til með að líða á efri árum —
hverjar væntingar hennar séu?
Kristín Sæunn Pjetursdóttir, kórstjóri.
Söngleikir og ný viðhorf
Kristín segist vera full af hug-
myndum og langar til að kórinn
geri nýja hluti. „Við megum ekki
vera of föst í kórforminu. Menn-
ingargeirar FEB ættu að vinna
meira saman,“ segir hún. „Núna
eru eldri hljóðfæraieikarar að
koma inn í félagið. Leikfélagið og
kórinn ættu að sameinast í að setja
upp söngleik „brot úr ýmsum
söngleikjum“ með aðstoð eldri
hlj óðfæraleikara. “
Kristín sér líka fyrir sér lítið
kaffileikhús miðsvæðis, sem marga
félagsmenn dreymir um. „Það
væri svo margt hægt að gera, ef
félagið væri öflugra.“ Kórinn ætlar
að vera með konsert í haust.
„Við eigum svo mikla efnis-
skrá,“ segir Kristín, „kórinn
vinnur af metnaði og hefur góða
undirleikara, þá Hafliða Jónsson
píanóleikara og einnig síðastliðinn
vetur, Braga Hlíðberg.“
Tal og tónar
Kristín er með kvöldvökur, sem
hún nefnir Tal og tóna. „Þá kynni
ég tónlist og spila af geisladiskum,
reyni að vera með tónlist sem er
ekki alltof mikið í gangi. Prenta
ljóð á blöð sem allir fá, hvet til
samanburðar á ljóði og lagi, einnig
er alltaf gaman að spreyta sig á að
þekkja höfunda. Ljóðið er svo
skylt tónlistinni, hrynjandi og
fallegur stíll, ef það er vel flutt.
Þess vegna er svo mikilvægt að
kórfélagar læri góða framsögn og
raddbeitingu. Við syngjum ekki
upp úr símaskránni,“ segir Kristín.
O. Sv. B.
JiTVTJTfr’ IV •]
Jalive-;
Vetrarparadís í Karíbahafi
fyrir eldri borgara
Heimsklúbbur Ingólfi skipuleggur tvær ferðir
Heimsklúbbur Ingólfs, sem er
orðlagður fyrir framúrskarandi
ferðir, hefur skipulagt tvær ferðir á
hlýjar og sólríkar strendur Karíba-
hafsins, sérstaldega ætlaðar fólki
yfir sextugt og seldar á tilboðs-
verði, þar sem innifalið er flugfar,
flutningur á landi, gisting á fimm
stjörnu hótelum, tvær máltíðir á
dag og þjónusta fararstjóra/-
hjúkrunarfræðings. Miðað við al-
mennan ferðakostnað er verð
þessara ferða undir hálfvirði, t.d.
22 daga ferð 3. nóvember kr.
148.900.- en viðbótarvika kr.
28.400.-
Önnur ferð er undirbúin 9.
mars og stendur fram yfir páska,
þ.e. til 31. mars eða 7. apríl.
Eyjar Karíbahafs hafa lengi
verið einna efstar á óskalista
ferðamanna, vegna náttúru-
fegurðar og veðursældar. Eyjan
Dóminíkana, upphaflega nefnd
Hispaníóla, hefur allt frá fundi
Nýja heimsins fyrir 500 árum,
þótt perlan í þessum eyjaklasa og
strendur hennar þær fegurstu í
heimi, en verðlag þar er allt að
helmingi lægra en á öðrum
nærliggjandi eyjum. Hótelið
Fiesta Bavaro stendur við hina
orðlögðu Bavaro strönd þar sem
sjálfsánir kókóspálmar vaxa niður í
flæðarmál. Gisting er í vönduðum
6-8 eininga húsum í fegursta
aldingarði, með göngubrautum,
sundlaugum, veitingastöðum og
verslunum. Aðeins 30 manns
komast í hvora ferð, og hafa
margir þegar látið skrá sig.
Karíbahafs ferðirnar verða
kynntar nánar í Risinu fimmtu-
daginn 3. október nk., þar sem
fulltrúi Heimsklúbbsins mun lýsa
Dóminíkana og tilhögun ferðar-
innar og sýna litskyggnur.
Tekið er við pöntunum í síma
562-0400.