Listin að lifa - 01.09.1996, Blaðsíða 23
Slysavarnadagskrá
fyrir eldri borgara
í vetur býður Vátryggingafélag
Islands eldri borgurum upp á
dagskrá um öryggismál og for-
varnir í samstarfi við Félag eldri
borgara og Landssamband slökkvi-
liðsmanna. A einni klukkustund
verður farið yfir helstu þætti í
slysavörnum - bæði utanhúss og
innan.
Slökkviliðsmenn tala um
brunavarnir og kynna brunavarna-
tæki. Ragnheiður Davíðsdóttir,
forvarnafulltrúi VÍS, heldur íyrir-
lestur um slysavarnir og Gunnar
Hjaltested, fulltrúi hjá VÍS, fjallar
um vátryggingar og nauðsynlegar
tryggingar íyrir eldri borgara.
Framsetning er létt og að-
gengileg, m.a. sýndar myndir af
glærum. Dagskrárgestir fá sérstakt
blað „Tvennir tímar“ sem geymir
frásagnir og viðtöl við eldri borg-
ara, ásamt fræðslu um forvarnir. í
dagskrárlok býður VIS upp á
kaffiveitingar og fyrirspurnum er
svarað.
Dagskráin verður í þjónustu-
miðstöðvum aldraðra í Reykjavík
og nágrenni og á stærri stöðum úti
á landi, auk þess verður dagskráin
Félags eldri
borgara að Hverfisgötu 105,
Reykjavík. Forvarnadagskrá VÍS
hefst í október og eru for-
stöðumenn og formenn hús-
stjórna, bæði aðilar sveitarfélaga
og einstaklinga, hvattir til að nýta
sér þessa þjónustu.
Upplýsingar eru veittar hjá VÍS,
Armúla 3, Reykjavík, sími 5600-
5060.
Aprílgabbið lifir enn. Frh. af síðu 3
við sig hjartalyf, hætti á lyfjum við
blóðþrýstingi og höfuðverk, og
hægðirnar komast í lag,“ segir
Erna sannfærandi. „Jón Eyjólfur
Jónsson öldrunarlæknir sagði eitt
sinn, að ég héldi a.m.k. 20 sjúkra-
rúmum auðum, ef nóg sjúkrarými
væri til.“
Samspil líkama og sálar:
mmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmatmt&t^x...... .
„Gangan hressir svo mikið,
gefur svo sterkan félagsanda, að
flestir Hrólfarnir eru fastir gestir á
söngvöku, spilakvöldum og dans-
leikjum,“ segir Erna. „Eldra fólki
hættir til að einangrast í faðmi
fjölskyldunnar. Gamlir vinir týna
tölunni. Hrólfarnir skapa sín á
milli ný og sterk vináttubönd.
Aður urðu konur að halda sig
heima og bjóða hvor annarri í
kaffi. Nú hittast margar Hrólfa-
konur í kaffihúsum á Lauga-
veginum.“
Dagskrá Göngu-Hrólfanna:
a^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^.^.::.-.:.
„Gangan byrjar kl. 10. A
hverjum laugardagsmorgni koma
Hrólfarnir saman í Risinu. Þeir
fyrstu mæta kl. rúmlega níu til að
ná góðu spjalli og fá sér kaffisopa.
Ef ég mæti svo rúmlega hálf tíu,
þá mætir mér mikið fuglabjarg!
Yfirleitt mæta um 50 manns á
veturna, 40 manns yfir sumar-
tímann, en yfir 60 manns þegar
stefnt er í rútu út úr bænum,“
segir Erna.
Staðaval:
wmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmL:..........
„Eg stunda mikið að fara á
staði, sem fólk heldur sig þekkja
vel — en þekkir svo alls ekki.
Reykvíkingar eru mjög ókunnugir
á Suðurströndinni — í kringum
Eyrarbakka og nágrenni. I lengri
ferðum er alltaf boðið upp á
hlaðborð, á hagstæðu verði. Ferð-
Notalegt að hvílast á göngunni,
njóta fegurðar í umhverfi og góðs
félagsskapar.
irnar eru yfirleitt mjög ódýrar.
Við eigum líka marga hauka í
horni, höfum verið boðin í
sumarbústaði í kaffi.
„Allir eru velkomnir í Hrólf-
ana,“ segir Erna, „ég ofgeri
engum. Við göngum mjög rólega
í einn og hálfan til tvo tíma. Ef
fólk treystir sér ekki til að ganga
lengur, sendi ég það heim með
næsta strætó.“ O. Sv. B.