Listin að lifa - 15.10.2001, Side 3
Listin að lifa
Útgefandi: Landssamband eldri borgara, Suðurlandsbraut
30, 108 Reykjavík, sími 535-6000, fax 568-1026.
Formaður: Benedikt Davíðsson.
Blaðstjórn:
Helgi K. Hjálmsson, formaður,
Bryndís Steinþórsdóttir, ritari,
Stefán Olafur jónsson, gjaldkeri,
Hafsteinn Þorvaldsson, meðstjórnandi,
ásamt ritstjóra.
EFNISYFIRLIT
Leiðari: Dropinn holar steininn, Helgi Hjálmsson.........3
Kynning Úrval-Útsýn: Úrvals haustfagnaður................4
Frá FEB í Reykjavík: Sumarferðir 2002....................6
Jólasveinagetraun........................................6
Öldrunarþjónusta fyrr og nú: Halldór Halldórsson......8-10
Fimmfalt kóramót: Bjarnfríður Leósdóttir.............12-13
Gengið inn í gamla tímann: í kaffi hjá Kristínu......14-16
Frá Tryggingastofnun: Breytingar á almannatryggingum....16
Kynning: Gula Banana Boat E-gelið.......................17
Heitir vangadansar frá sjötta áratugnum..............18-19
Hringjari og kirkjumálaráðherra: Rætt við Jón Helgason.. .20-21
Náttúruperlur 8i náttúruvernd: Ingimar Sveinsson.....22-23
Dvalar- og fræðasetur að Laugum í Sælingsdal............24
Frá Félagi aldraðra í Borgarfjarðardölum.............26-27
í brennidepli: Hafsteinn Þorvaldsson....................28
Listrænn gleðigjafi: Rætt við Hjalta Þórðarson.......30-32
Okkar innri málefni: Pétur Guðmundsson..................34
Gullárin: Pétur Guðmundsson.............................34
Fræðsluhornið: Bryndís Steinþórsdóttir...............36-37
Heyrnar- og talmeinastöð íslands: Sigríður Snæbjörnsdóttir. ...37
Frá Patreksfirði: Vestmannaeyjaferð Birtu...............38
Jólahugvekja: Nanna Guðrún Zoéga djákni.................39
Hagstæðari vaxtakjör fyrir félagsmenn LEB...............22
Kynning: Öryggismiðstöð íslands.........................40
Sameiginlegur kjarafundur...............................42
Orð og efndir: Ólafur Ólafsson.......................44-45
Viðbrögð við kröfum aldraðra............................45
Lítil minning um jól: Axel Ágústsson.................46-48
Silfurlínan Vinur og ferðafélagi .......................48
Ógleymanleg jólaferð: Vilborg K. Jónsdóttir.........50-51
Krossgátan okkar........................................52
Bætur lækka - laun hækka: Stefanía Björnsdóttir.........54
Ritstjóri: Oddný Sv. Björgvins - ob@simnet.is
Auglýsingastjóri: Árni Hróbjartsson - memo@itn.is
Umbrot: Áslaug J. - jmj@islandia.is wfi/
Prentvinnsla: Prentsmiðjan Hjá GuðjónÓ -'22ST'
Forsíðumyndin er frá Höfða við Mývatn - jólalegt
andrúm yfir voldugu grenitré og sólskyggðri
snjóbreiðu. Klettatanginn Höfði gengur út í Mývatn
að austan, hét áður Hafurshöfði. Þar er vinsælt að
njóta skjóls og útsýnis yfir Mývatn. Kálfastrandar-
vogur liggur meðfram Höfða með sínum sérstæðu
hraundröngum, Klösum og Kálfastrandarstrípum.
Ljósmyndari: Rafn Hafnfjörð
Dropinn
holar
steininn
Félög eldri borgara vítt og breitt um landið sinna mikilvægum
félagsþjónustustörfum bæði ein sér og í samvinnu við sveitar-
félögin. Mikilvægt er að eldra fólk gangi í félögin og taki þátt
í félagsstarfinu. Með því geta þau lagt lóð sín á vogarskálina
til betra og innihaldsríkara lífs. Með því styrkja þau líka
Landssambandið, sem stöðugt vinnur að bættum kjörurn eldra
fólks. Þótt við ramman reip sé að draga miðar alltaf eitthvað
fram á veg. Kjörorð okkar er dropinn holar steininn og mál-
gagnið er að sjálfsögðu blaðið okkar, Listin að lifa, sem við
leggjum metnað í að gera sem veglegast úr garði. Blaðið er
bæði til skemmtunar og fróðleiks, jafnframt því að vera mál-
gagn eldri borgara. Stöðugt er unnið að fréttum og viðtölum
við félaga okkar, svo að blaðið verði sannara málgagn okkar
allra, svo að við fáum meiri breidd í viðhorfin og fréttum af
störfum hinna íjölmörgu félaga eldri borgara um land allt.
í þessu blaði, sem nú kemur út, erum við með hefðbundna
þætti til fróðleiks og skemmtunar. Fræðsluhornið hennar
Bryndísar Steinþórsdóttur er á sínum stað, grein Flalldórs
Halldórssonar læknis um öldrunarþjónustu fyrr og nú; viðtöl
við áhugaverða einstaklinga; fréttir af trygginga- og heilbrigð-
ismálum; kjaramálin eru alltaf í brennidepli og stöðugt er vak-
in athygli á því sem betur má fara í þjóðfélagi okkar. Sérstaka
athygli vil ég vekja á frétt hér í blaðinu af fundi, sem haldinn
var í Garðabæ með þingmönnum kjördæmisins.
Vegna niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu þarf fjöldi einstak-
linga að bíða eftir læknisþjónustu, sem verða oft á tíðum ó-
sjálfbjarga og líða óbærilegar kvalir, að óþörfu. Því spyr ég,
hvað er eiginlega að? Sjúkrahús og sjúkrastofnanir eru byggð
með fullkomnustu tækjum og tólum, en deildir og fjöldi rúma
standa auð vegna þess að ekki eru til fjármunir til að halda
uppi eðlilegri þjónustu. Biðlistar þeirra, sem þurfa nauðsyn-
lega á þjónustu að halda, lengjast stöðugt. Þetta er slæm og
óviturleg stefna, sem verður að breyta strax. Staðreyndin er að
allir myndu hagnast ef þessu yrði breytt. Eg var að heyra um
konu sem var búin að bíða lengi eftir að fá gervilið, og var á
biðlista til þess að fá lagfæringu sinna mála. Hún var svo
„heppin" að detta í tröppum og brjóta sig illa. Hún var flutt
snarlega á slysadeild og þaðan í bæklunaraðgerð. Þar með var
hún búin að fá þá lagfæringu, sem hún annars hefði e.t.v. þurft
að bíða eftir í nokkur ár. Það er hart, að kerfið sé þannig, að sá
teljist heppinn, sem slasast. Við skulum vona að þeir sem ráða
vakni og átti sig á því hvemig komið er. Því miður er það oft
svo að brotna þarf á ráðamönnum sjálfum, til þess að eitthvað
gerist.
varaformaður LEB