Listin að lifa - 15.10.2001, Qupperneq 4

Listin að lifa - 15.10.2001, Qupperneq 4
A vœngjum söngsins var þema kvöldsins á haustfagnaði Urvalsfólks, sem haldinn var í Súlnasal Hótel Sögu 19. október síðastliðinn. Uppselt var og komust færri að en vildu. Tekið var á móti gestum með harmonikku- tónum Sigurgeirs Björgvins- sonar sem einnig spilaði meðan borðhald stóð. Fjölbreytt skemmtiatriði voru að vanda, m.a. tískusýning frá versluninni Rítu sem orðin er fastur liður á haustfagnaði, sýndur var fjölbreyttur fatn- aður fyrir konur á besta aldri. Hinir síungu Haukur Þórðar- son og Sveinn Pálsson sungu einsöng og tvísöng. Fjölda- söngur undir stjórn Hjördísar Geirs við undirleik á harmon- ikku Ellýar Þórðardóttur og Sigurgeirs Björgvinssonar. Sigvaldi Þorgilsson, einn af skemmtanastjórum Úrvals- fólks, sýndi „twist og rock’n’roll11 frá fimmta áratugnum með Sigurbjörgu, Valdísi og Rebekku. Ekkó- kórinn söng undir stjóm Jóns H. Jónssonar. Einnig var veglegt happdrætti. Rúsínan í pylsuendanum var söngur þeirra feðga, Þorvalds Halldórssonar og Þorvalds sonar hans, sem vakti mikla ánægju hjá viðstöddum.Er það mál manna að sjaldan hafi tekist betur til með haust- fagnaðinn. Vorfagnaðurinn verður 15. febrúar 2002 á Hótel Sögu. Nánar auglýst síðar. Fjöldasöngur undir stjórn Hjördísar Geirs, Ellý og Sigurgeir leika á harmonikkur Ekkókórinn undir stjórn Jóns Jóhannssonar

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.