Listin að lifa - 15.10.2001, Blaðsíða 8

Listin að lifa - 15.10.2001, Blaðsíða 8
II r r I lögum Forn-lra, á 5. öld eftir Krist, segir: „Skyldi sjúkrahús starfrækt í hverju héraði. Þar skyldi á- stunda hreinlæti, en auk þess áttu fjórar opnar dyr að vera á sjúkrastofu og rennandi vatn að falla um mitt gólfið.“ Halldór Halldórsson læknir hefur tekið saman fróðlega greinargerð um öldr- unarþjónustu fyrr og nú, en fyrsti hluti af þremur birtist hér. Halldór hefur starfað sem læknir á Akureyri, lengst af á lyflækningadeild FSA, frá 1985 sem yfirlæknir Kristnesspítala. Þegar stjórn Kristsnesspítala færðist undir FSA gerðist hann yfirlæknir öldrunardeildar og öldrunarlækn- ingadeildar frá stofnun hennar í október 1995, en hefur nú látið af störfum. Halldór fjallar fyrst um mannfjölda og fólksfelli. Öruggar tölur um mannfjölda á ís- landi eru fyrst til eftir manntalið 1703, en samkvæmt áliti sagnfræðinga er talið að hann hafi verið um 25.000 í lok landnámsaldar, en 75-80.000 árin 1100 til 1400. Við manntalið 1703 var íbúafjöldi 50.358, en 33-34.000 eftir Stóru bólu 1707. í manntalinu 1703 reyndust að meðaltali 6,15 heimilis- menn á hverju heimili, 66,5% þjóðar- innar tilheyrði fjölskyldunni, húsráð- andi, húsmóðir, böm, fósturbörn, ætt- ingjar eða einkaómagar, 19,2% voru vinnufólk og 14,3% sveitarómagar og flakkarar. Strax fyrir árið 1000 er getið mann- fellis vegna slæmrar veðráttu og hungurs. A 12. öld versnar árferði og heilsufar. Þá og næstu aldir geta ann- álar endurtekið manndauða úr farsótt- um og sulti eftir harða vetur, hafísár og eldgos. Á 17. og 18. öld er hvern áratug getið sótta og manndauða og sum árin hungurdauða. Upp úr 1800 kemur vísir að þil- skipaútgerð, en þó lifðu allt að 90% þjóðarinnar á landbúnaði fram um miðja öldina. Enn er nærri árlega get- ið um hallæri eða mannskæðar sóttir. Upp úr 1820 tók að rofa til í atvinnu- málum og kjörum almennings. Ibúa- fjöldinn komst yfir 50.000 í fyrsta sinn síðan í manntalinu 1703 og þjóð- inni fjölgaði nokkuð jafnt og örugg- lega úr því þrátt fyrir alltíðar og mannskæðar farsóttir, mannflutninga til Vesturheims, Öskjugos og kulda- kast 1880-1890 svo að sum árin lá við hungursneyð. Loks var mikill Suður- landsskjálfti 1896. Mestur mannfellir íslandssögunnar: 1402 Plágan mikla, 30 - 40% íbúanna dó 1707 Stóra bóla, 25 - 30% íbúanna dó 1783 Móðuharðindin, 20% íbúanna dó Um 1850 var meðalævilengd íslenskra kvenna 38 ár, en 32 ár hjá körlum. Um 1900 var meðalævin tæp 50 ár hjá körlum, en rúm 50 ár hjá konum. Nú lifa íslenskar konur að meðaltali 80 ár, en karlar um 75 ár. Þessa þróun má þakka lækkuðum ungbarnadauða og sigrum í baráttu við ýmsa smitsjúk- dóma. Auk þess kemur til batnandi efnahagur, betri félagslegar aðstæður og menntun. Þótt meðalævi manna væri stutt fyrr á öldum, urðu þó sumir einstaklingar háaldraðir, t.d. er talið að Egill Skallagrímsson hafi komist á ní- ræðisaldur. Hins vegar er það ekki fyrr en á okkar dögum að fjöldi fólks lifir fram yfir sjötugt. Húsakostur og þjóðhættir Húsagerð sú sem fluttist með land- námsmönnum var ævaforn og þekktist á járnöld um alla norðvestanverða Evrópu en torfhúsagerð hélst aðeins á Islandi, í Færeyjum, suðvestanverðum Noregi og á Grænlandi fram yfir lok víkingaaldar. Upphaflega var íveru- húsið aðeins eitt, skálinn. Þegar á þjóðveldisöld hafði bæst við stofa, búr og kamar. Á 14. og 15. öld varð sú breyting að stofu og skála var komið fyrir hvoru megin við bæjardyr eða anddyri og þaðan voru göng, sem lágu til baðstofu. Baðstofan var upphaflega baðhús. Köldu vatni var skvett á heitan ofn eða steina og menn sátu í gufunni. Baðstofunni var breytt í svefnhús á 18. og 19. öld en mun þó hafa verið orðin aðalíveruhúsið á daginn talsvert fyrr, enda hlýjasti hluti hússins. Um 1800 var burstabærinn orðinn til. Móðir mín fæddist 1905 í torfbænum á Sandi í Aðaldal. Fluttist nokkurra ára gömul í annan torfbæ og aftur í þann þriðja, en þar átti hún heima fram til 1926 eða 8 árum áður en ég fæddist. Eftir að ég varð læknir 1962 fór ég í vitjanir í torfbæi bæði í Þing- eyjarsýslu og Barðastrandarsýslu. Ekki er nú lengra síðan að við skrið- um út úr moldarkofunum. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.