Listin að lifa - 15.10.2001, Side 9
Gamli spítalinn „Gudmanns Minde“, Aðalstræti 14 á Akureyri, sem Eggert Johnsen læknir reisti árið 1836. Friðrik Gudmann
kaupmaður keypti húsið að áeggjan Bernhards Steincke og gaf bænum það til notkunar fyrir sjúka. Spítalinn var vígður við
hátíðlega athöfn 7. júlí 1874 í viðurvist landshöfðingja og annarra stórmenna. Mynd frá Minjasafni Akureyrar.
Svefn, rúm og rekkjuvoðir: Nú skal
vitnað í íslenska þjóðhætti eftir séra
Jónas Jónasson frá Hrafnagili sem var
prestur í Grundarþingum 1884 til
1910 og Einar Ólafur Sveinsson segir
um í formála að verið hafi lærður vel
og spekingur að mannviti. Jónas lýsir
mest þjóðháttum á 18. og 19. öld.
Svefn var venjulega heldur lítill
bæði sumar og vetur þar sem vinnu-
frekja var mikil. Rúmin voru venju-
lega heldur léleg hjá almenningi. Und-
irsængur höfðu ekki nema sumir, en
margir lágu á heydýnum og var oftast
einhver vernefna utan um heyið,
venjulega úr grófu íslensku vaðmáli.
Stundum voru dýnur gerðar úr
dýjamosa, stundum úr þangi.
Rekkjuvoðir voru úr þykku vað-
niáli. Þykk brekán yfir. Hjá heldri
mönnum og bændum voru fiðursæng-
ur undir, oftast úr rjúpnafiðri eða sjó-
fugla. Koddar voru eins og sængurnar.
Yfir var þá oft yfirsæng og lök af líni.
Æðardúnn oftast í yfirsængunum eða
kofnadúnn. Brekánin voru þykk og
þung. Nærfellt allir lágu allsberir í
rúmunum, nema heldra fólk lá í nátt-
skyrtum. Oftast voru 2 saman í rúmi
og mörg böm saman í rúmi.
Hreinlæti hrakar: Lengi hefur
hljómað við í útlendum ferðabókum
og sögum um ísland hvað íslendingar
væru óþrifnir. Fornmenn voru hrein-
látir mjög og þess oft getið í sögunum
að þeir væru að laugu. En eftir það að
eymdin og afturförin fór að þyngja á
landsmönnum eftir siðaskiptin mun
þeim hafa hrakað í þessu sem öðru.
Hugsunarhátturinn fór að seyrast
og gerast húsgangslegur og dapur á
17. og 18. öld. Öll fegurðar- og sóma-
tilfinning fór að sljóvgast og dofna.
Sama var með þrifnaðinn. Fyrst og
fremst stafaði óþrifnaðurinn af illum
húsakynnum. Rakinn var verstur. Allt
rann út í slaga, einkum þar sem rign-
ingasamt var. Húsin hripláku í rign-
ingum svo að oft þurfti að setja trog
og dalla undir leka í rúmunum. Allt
þetta gerði megnasta óloft í bæina.
Rakinn feygði og ýldi loftið.
Þá bætti það ekki til, sem sums
staðar var siður, að hafa forir á hlað-
inu nálægt bæjardyrum og ræsi fram
öll göngin og út í forina til að flytja
lekavatn. Var þá hellt í ræsið því sem
til féllst í bænum og út átti að fara.
Auðvitað var óloftið óskaplegt sums-
staðar í baðstofunum. Þær voru oftast
heldur lágar og gátu því ekki haft
mikið loftrúm. Þar sem kýr voru inni
eða sauðkindur bætti það ekki um.
Svo var nú oft lýsi misjafnt sem
brennt var og ljósareykur mikill.
Baðstofur vom allar svartar upp í
rjáfur og blátt hryðjaðist upp frá brjósti
þeirra er inni voru, enda var oft eins og
þoka í baðstofum uppi af reyk. Svo
barst fúaloftið rakt og rotnað framan úr
göngunum og þegar kalt var inni rann
9