Listin að lifa - 15.10.2001, Síða 15
næði á kreppuárunum.
Uppi á lofti hjá Kristínu
eru tvö herbergi og eld-
hús. Og fljótlega eftir að
ungu hjónin flytja inn
fékk einstæðingskona
með tvo drengi og móður
sína að búa á loftinu.
„Svo fara þau, en
koma seinna til mín og
biðja mig að leyfa Jó-
hönnu að búa á loftinu.
Jóhanna var þá með 13
vikna son, þetta var laust
og síðan hefur hún búið
hérna. Hún þurfti að
vinna úti og þetta bjarg-
aðist allt saman. Minn
maður vildi frekar hlúa
að, en hitt.“
Myndarmaður hafði
heilsað í forstofunni, var
að koma frá móður sinni
á loftinu. Jóhanna hefur
flengst á loftinu í 66 ár.
Þrettán vikna sonurinn er
67 ára. Birgir Helgason
hefur verið tónmennta-
kennari í 39 ár og söng-
stjóri hjá Möðruvalla-
sókn. Barnalánið hefur
leikið við konurnar tvær í
húsinu - og sambýlið
verið traust. Fyrir nokkru
Stóð til að Jóhanna færi á Þaer fylgdu mér báðar til dyra, Kristín og Jóhanna.
elliheimili, en hún kíkti -------------------------------------------------
rétt inn og sneri aftur. Sú
101 ára kaus að búa áfram á loftinu,
þótt þangað liggi brattur stigi.
Leyndardómar langlífis
Ósjálfrátt spyr maður sjálfan sig,
hvort sérstakur andi sé í húsinu?
„Góðar hugsanir og friður hafa mik-
ið að segja,“ segir Kristín. „Heimilið
var alltaf í góðum friði. Ég átti góðan
mann, aldrei bar neitt á milli okkar.
Þótt eitthvað vantaði sætti maður sig
við það. Einhvern tímann hlaut að
rakna fram úr og þá yrðu allir glaðir.
Ég er nú búin að búa í þessu húsi í 72
ár og alltaf liðið vel. Hér hefur aldrei
ríkt ófriður. Góður heimilisvinur sagði
eitt sinn: „Það er svo góður andi í þessu
húsi, að ég á bágt með að standa upp.“
í húsinu þar sem tíminn virðist hafa
numið staðar, er sú 100 ára spurð um
rótleysi og tíða skilnaði hjá ungu kyn-
slóðinni? „Það kynnist alltof stutt. Ég
held að andleg kynni hafi vegið meira
en þau líkamlegu fyrr á tímum.“
I framhaldi af andlega þættinum
segir Kristín: „Ég hef alltaf trúað á
einn guð og engan annan og treyst
honum. Hvort líf sé eftir dauðann? Ég
er nú hrædd um það. Ég er ekki að
vantreysta því.“ Sannfæringin í orðum
Kristínar er mikil. Ekki undarlegt að
sonur hennar hafi valið að þjóna guði.
Arngrímur Jónsson fyrrverandi sókn-
arprestur í Háteigskirkju rekur rætur
sínar í þetta hús. „Bergþóra dóttir mín
býr á Akureyri, hún kemur mikið til
mín og aðstoðar mig eftir þörfum.“
Kristín talar um blessun guðs, segir
mikla guðsblessun að hafa góða heilsu
og geta séð um sitt heimili. „Mitt fólk
er hraust og guðsblessun yfir því öllu.
Mér finnst bjart framundan á nýrri öld
og líður vel.“
Kristín á heila öld að baki. Hvað
segir hún um leyndar-
dóma langlífis og góðrar
heilsu? „Jafnlyndi hefur
geysimikið að segja. Vera
bjartsýnn. Setja ekki allt
fyrir sig. Ef fólk leggst í
þunglyndi og áhyggjur,
þá er lífíð búið. Núna
fínnst mér að kröfumar
ætli að klára fólkið. Það
vill alltaf svo mikið.
Hvað á svo að gera með
allt þetta?“
Kaffistundin í hús-
inu
Kristín er búin að leggja
á borð í eldhúsinu, kaffi
og meðlæti. „Þú drekkur
kaffi með okkur.“ Kristín
snýr sér að stiganum og
kallar: „Jóhanna, komdu
niður í kaffi!“ Engin við-
brögð af loftinu. „Hó,
hó, hó!“ Hendur Kristín-
ar mynda lúður sem tón-
ar upp á efri hæð. „Hún
er farin að heyra svo illa.
Ég er farin að hóa frekar
en kalla,“ segir hún af-
sakandi.
Smávaxin kona kemur í
ljós, gengur aftur á bak
niður þröngan stigann,
eins og hún er búin að
gera um áratugaskeið.
„Við drekkum alltaf síð-
degiskaffið saman,“ segir Kristín. I
orðinu „alltaf ‘ hvflir aukið gildi hérna.
„Gjörðu svo vel, notaðu eitthvað af
þessu fyrir mig!“ Kristín bendir á
girnilegar kökurnar. Ef kaffiborðið hjá
þeim hundrað ára er alltaf svona vel
búið, þá er erfitt að skilja af hverju
þær eru ekki feitari.
„Já, lífið líður svona,“ segir Kristín
í samræðutón. „Ég segi nú stundum,
að maður megi lofa guð fyrir hvem
dag - að geta komist á fætur hjálpar-
laust. Reyndar reyni ég sjálf að liðka
mig það sem ég kann. Morgunleikfim-
in er líka svo ansi góð.“
Undir borðum er reynt að ná sam-
bandi við Jóhönnu, en hún heyrir illa.
„Ég er fædd á Illugastöðum, en ættuð
úr Fnjóskadal og Bárðardal. Maður
hraktist nú bara svona úr dölunum,"
segir þessi smávaxna, geðþekka kona
sem lætur lítið yfir sér.
15