Listin að lifa - 15.10.2001, Qupperneq 16
„Hún vann alltaf í Menntaskólanum
við ræstingar. Tryggvi sendi henni
huggulegt kort með viðurkenningu fyrir
hennar störf á 100 ára afmælinu," svarar
Kristín fyrir stöllu sína. Við ræðum um
afkomendur og í ljós kemur að Kristín á
23 afkomendur, en Jóhanna 15.
Eg dáist að liðleika Kristínar við
kaffiborðið, en sú hundrað ára snýst
með kaffikönnuna eins og ung stúlka.
„Mér finnst ég ekkert gömul enn.
Gleymi bara aldrinum, er ekkert að
spekúlera í honum. Mér finnst lífið al-
veg dásamlegt. Ég hef alltaf miklu
meira að sýsla en ég kemst yfir.“
Inni í litlu kompunum, eins og
Kristín kallar samliggjandi herbergin
sín þrjú, tifa prjónamir. Lopapeysa er í
fæðingu. „Hvort ég hlusta á útvarp? Já,
maður reynir nú að fylgjast með á
meðan maður hefur glóru. Talað mál
og útvarpssagan er besta útvarpsefnið.“
Síðustu heilræðin frá Kristínu em:
„Að hugsa vel til sjálfrar sín og annarra
- fínnast ekki að allir hafi það gott nema
maður sjálfur. Verst, ef svoleiðis festist í
fólki, það em nú aldeilis vandræði."
Þær fylgja mér báðar tii dyra.
Hurðin lokast. Eftir stendur lítið hvítt
hús sem andar af kærleika og gömlum
fastmótuðum lífsgildum. Forréttindi
að hafa fengið að kíkja þangað inn. Ég
geng út í nútímann með öll sín óleystu
vandamál. Það er þriðjudagur 11.
september...
'%.SucV&.
TRYGGINGASTOFNUN
W RÍKISINS
Breytingar á almannatryggingum
Lagabreytingar i. júlí sl. leiddu til
breytinga á almannatryggingum.
Rétt þykir að tilgreina hér það
helsta sem snertir ellilífeyrisþega:
• Sérstök heimilisuppbót var lögð
niður, en hún var einungis greidd
einstæðum lífeyrisþegum án annarra
tekna en greiðslna almannatrygg-
inga. Hún gat mest orðið 7.409 kr.
Skerðing hennar var 100%, þ.e. hún
skertist um krónu á móti hverri
krónu sem viðkomandi hafði í tekjur.
• Tekjutryggingarauki er nýr víð-
tækari greiðsluflokkur til tekjulágra
einstaklinga, sem kemur í stað sér-
stakrar heimilisuppbótar. Nú geta
hjón og sambýlingar átt rétt á tekju-
tryggingarauka sem áttu ekki rétt á
greiðslu sérstakrar heimilisuppbótar
áður. Einhleypingar fá hæst 14.062
kr. á mánuði í tekjutryggingarauka,
en hjón og sambýlingar geta mest
fengið 10.548 kr. á mánuði hvort
um sig. Ekki þarf að sækja sérstak-
lega um tekjutryggingarauka.
Rétt er að benda á, að þeim sem fá
greidda dvalarheimilisuppbót, verð-
ur ekki ákvarðaður tekjutryggingar-
auki. Astæðan er sú að hjá þeim
getur greiðsla tekjutryggingarauka
leitt til lækkunar dvalarheimilisupp-
bótar og þar af leiðandi lækkunar
ráðstöfunartekna vegna ívilnunar-
venju skattyfirvalda.
• Hætt er að skerða grunnlífeyri
vegna sambúðar eða hjúskapar,
þegar báðir aðilar eru lífeyrisþegar.
Hingað til hafa hjón eða sambúðar-
fólk hvort um sig fengið 90% af
fullum örorku- eða ellilífeyri, en
eftir 1. júlí breytinguna fá þau
sömu upphæð og einstaklingar hafa
fengið. Óskertar mánaðargreiðslur
eru nú 18.424 kr.
Breyting seni aðeins snertir ellilíf-
eyrisþega:
• Tekjumark (frítekjumark) tekju-
tryggingar ellilífeyrisþega er nú
32.512 kr. á mánuði. Áður var
tekjumark vegna almennra tekna
22.380 kr. en gat farið upp í 32.512
kr. þegar viss hluti tekna var lífeyr-
issjóðsgreiðslur. Þetta breytist og nú
er aðeins eitt tekjumark í stað
tveggja. Hjón, sem bæði eru lífeyr-
isþegar, geta því samtals haft
65.024 kr. í mánaðartekjur áður en
tekjutrygging skerðist. Ef aðeins
annað hjóna er lífeyrisþegi mega
samanlagðar tekjur þeirra nema
109.784 kr. á mánuði áður en tekju-
trygging fer að skerðast. Tekjur um-
fram þessar upphæðir koma til
skerðingar á greiðslunt tekjutrygg-
ingar um 45%.
Sœjmmdu'v Steþíiissoiv
Fólk er eindregið hvatt til að
senda inn spurningar.