Listin að lifa - 15.10.2001, Side 18

Listin að lifa - 15.10.2001, Side 18
Oft er það að afkomendur hirða lítt eða ekki um að koma verkum foreldra sinna á framfæri. Dýrmætar perlur geta rykfallið og gleymst. Sú er ekki raunin á með rómantísku dægurlögin hans Ágústs Péturssonar. Ágústa Sig- rún, dóttir Ágústs, fór að grúska í nótnablöðum föður síns, sem lést 1986, og raða saman nótum og texta. Útkoman er geislaplatan Hittumst heil, með 15 lögum eftir Ágúst, frá 1945—'70. Mörg laganna kveikja upp gamlar minningar frá dansleikjum og óskalagaþáttum í útvarpinu. Lagið Æskuminning á örugglega þátt í mörgum hjónaböndum, svo margir vangar mættust undir angurværum tónum þess. „Þetta byrjaði með því að ég fór að grúska í blöðum sem pabbi skildi eftir sig - fór að reyna að láta texta og nót- ur passa saman,“ segir Ágústa. „Lag- ið Á bemskuslóð heillaði mig strax, ég hafði heyrt lagið og lærði það eftir nótum, einhver sveifla í laginu sem ég skynja svo vel. Mitt leiðarljós var að hafa danstaktinn í fyrirrúmi svo að lögin héldu þessum gamla sjarma. Þetta er einföld tónlist sem má ekki drekkja í einhverjum krúsidúllum.“ Ágústa er menntuð söngkona, sú eina af þremur börnum Ágústs sem fetaði tónlistarbrautina í fótspor hans. „Ég hef verið í tónlist frá því ég man eftir mér. Sungið í ótal kórum, lært á blokkflautu, píanó, klarinett og nú er á dagskrá hjá mér að læra á harmonikku. En það var ekki fyrr en ég byrjaði í söngnum, að tónlistin tók mig föstum tökum, þá hafði ég líka góðan grunn.“ Ágústa er full af sönggleði og kem- ur dægurlögum föður síns vel til skila. Ungur að árum fór Ágúst að spila eftir eyranu á harmonikku. Þarna er hann með fyrstu harmonikkuna sína, hnappanikku, sem sumir segja að hægt sé að ná meiri færni á. Textar laganna eru líka gullfallegir, flestir eftir Kristján frá Djúpalæk sem var sveitungi og góður vinur Ágústs. Skemmtileg er sagan um ljóðið Bærinn minn. Kristján fór ungur til náms á Eiðum, en fljótlega eftir að skólinn byrjaði voru nemendur beðnir um að skrifa stíl um æskustöðvamar. Kristján gerði sér lítið fyrir og skilaði inn ljóði sem Ágúst samdi nótur við og Ágústa syngur. „Bærinn minn er uppáhaldslag- ið hennar mömmu,“ segir Ágústa. Lagið Gleym-mér-ei var fyrst spilað á dansleik í Vestmannaeyjum, en bæjar- stjórinn bannaði flutning lagsins þar sem minnst var á drottin í textanum! Lagið var læst ofan í kistu og ekki hreyft í 35 ár - eða þar til Ámi Tryggva- son leikari bað um að fá að flytja það á skemmtun í Austurbæjarbíói. Árni hafði lært lagið eftir eyranu af manni sem hafði verið á dansleik í Eyjum og kunni það ennþá kórrétt. Lögin hans Ágústs sungu sig inn í menn, enda verðlaunuð í danslaga- keppnum fyrr á árum. „Minn aldurshópur er svolítið í vörn fyrir þessari tónlist, en ég stend stelpurnar að því að dansa eftir henni við tiltektina og matseldina." segir Ágústa kímin. „Takturinn er svo sterk- ur að allir fætur fara á hreyfingu. Fólk um og yfir sextugt þekkir lögin svo vel, sérstaklega Æskuminningu sem var spilað á hverju balli, ekki til sá maður sem ekki vangaði eftir því lagi. „Þau eru svo melódísk lögin hans pabba þíns,“ segir fólkið í félagsmið- stöðvunum. Við héldum útgáfuteiti í félags- heimilinu í Kópavogi í sumar, aug- lýstum að allir væru velkomnir og fólk streymdi að í löngum röðum. Við troðfylltum salinn - allt til heiðurs pabba sem hefði orðið áttræður,“ segir Ágústa Sigrún. Ágúst Pétursson (1921-1986) lærði á orgel hjá föður sínum sem var organisti í Skeggjastaðakirkju við Bakkaflóa. Ungur að árum eignaðist hann sína fyrstu harmonikku, hnappa- nikku sem hann náði tökum á eftir eyranu. „Sumir segja að hægt sé að ná meiri færni á hnappanikku, þarf ekki að teygja fingurna eins mikið“, segir Ágústa. „Pabbi þráði að komast í hljómsveit og nítján ára fór hann á þann stað á landinu þar sem mest var spilað og dansað. Á stríðsárunum var svo mikill upp- gangur í Eyjum að þangað fóru allir. Pabbi spilaði á saxófón í lúðrasveit

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.