Listin að lifa - 15.10.2001, Page 21

Listin að lifa - 15.10.2001, Page 21
styðja. Aldraðir eiga að ekki aðeins að vera þiggjendur, einnig þátttakendur í starfi fyrir aðra. Erlendis er umræða um sjálfboðið starf ofarlega á baugi.“ Er framtíðarnefndin búin að hitt- ast? „Já, mörgum sinnum. Nefndin er búin að setja af stað vinnu til að móta grundvöll að niðurstöðum. Ahersla er lögð á að afla upplýsinga sem víðast. Við erum ekki að finna upp hjólið sjálf!“ segir Jón og brosir. „Ljóst er að húsnæðismál eru veigamikill þáttur, en hvaða stefnu á að taka í þeim? Einnig ber að nýta reynsluna í félags- og heilbrigðismálum. Efnahagsmálin eru alltaf viðfangsefni, en hvar er veigamest að vinna að úrbótum? Full- trúar eldri borgara hafa kvartað undan samráðsleysi við stjórnvöld, en ég vonast til að geta kallað þá til fundar á næstu vikum. Nefndin mun reyna að skila af sér sem fyrst eftir áramót.“ Skilaði Ár aldraðra árangri? „Aðalatriðið var að vekja umræðu á málum aldraðra - það tókst. Við fund- uðum um allt land, umræður voru góðar og fundimir vel sóttir. Margt kom fram, meðal annars setti Ásgeir Jóhannesson fram sínar hugmyndir um eignalífeyri, og fór með okkur á marga fundi. Áhersla var lögð á að aldraðir eru hluti af þjóðfélaginu - ekki sér þjóðflokkur! Þótt menn hafi náð ákveðnum árafjölda eiga þeir að vera þátttakendur í samfélaginu. Þriðjudagurinn 11. september breytti heimsmynd okkar. Sá dagur sýndi mikilvægi þess að styrkja sam- félagið, svo að það verði sem öflugast athvarf fyrir alla þegna, ekki síst fyrir aldraða sem sumir hafa ekki sama þrek og áður. Kirkjan er sameiningar- afl eins og aðrar góðar stofnanir þjóð- félagsins. í ræðu biskups kom margt athyglisvert fram sem menn ættu að gefa góðan gaum að,“ segir forseti kirkjuþings. Brot úr ræðu biskups í upphafí kirkjuþings: „Þriðjudagurinn 11. september er öllum í fersku minni... Viðbrögð kirkjunnar voru skjót, hún opnaði helgidóma sína og bauð til bœnastunda. Ég undraðist þann fjölda fólks sem gekk fram kirkjugólfið, tendraði lítil bœnaljós og lagði í kór- tröppurnar. Bænaljósin brunnu þar og mynduðu brátt Ijósahaf Ijós sam- stöðu, Ijós vonar, Ijós trúar, gegn myrkraöflum sundrungat; ön’ænting- ar, mannfyrirlitningar... Þungvægum og alvariegum spurn- ingum er beint að talsmönnum trúar- innar... um þátt trúarbragða í þessu, um Islam og kristni, um ofbeldi, stríð og trú, um endurgjald og fyrirgefii- ingu. Samtal milli trúarbragðanna hefur aldrei verið mikilvægara en nú, samtal sem leiði til skilnings og gagn- kvæmrar virðingar... Enginn er óhult- ur þegar liið illa, djöfullega lætur til skarar skríða... Hið eina sem lœknað getur undir manns og heims, leyst viðjar ótta og ranglætis og rofið hlekki hatursins, það er andi og áhrif Jesú Krists, náð og líknin hans. Og þeirri náð og líkn erum við helguð. Að vera kristin er að láta þann anda leiða sig... “ Landssamband eldri borgara ítrekar kröfur sínar til stjórnvalda að: • Skattleysismörk verði hækkuð tafarlaust í viðurkenndar nauðþurftar tekjur. • Ellilífeyrir verði ekki tekjutengdur. • Dregið verði verulega úr tekjutengingum, þannig að lífeyrisþegum sé ekki refsað fyr- ir að reyna að eiga fyrir salti í grautinn. • Komið verði á tekjuskattsþrepum, þannig að þeir sem minnstar hafa tekjurnar greiði lágmarksskatta. • Lífeyrisþegar greiði aðeins fjármagns- tekjuskatt af þeim hluta lífeyrisgreiðslna, sem myndaður er af fjármagnstekjum. • Tekið verði í alvöru á biðlistavandamálun- um á sjúkrastofnunum fyrir aldraða, með auknu fjármagni. • Ellilífeyrir tengist aftur launaþróun. v____________________________________________J www.lyfja.is Éeinþéttni- Bjóöum beinþéttnimælingar framkvæmdar af hjúkrunarfræðingum Lyfju á eftirtöldum stööum: Lyfja Laugavegi Mánudaga og þriðjudaga kl. 9-16.30 Lyfja Smáratorgi Miðvikudaga kl. 8-16 og fimmtudaga kl. 8-12 Lyfja Smáralind Fimmtudaga og föstudaga kl. 13-17 nan Mælingin kostar 950 kr. LYFJA fyrir heilsuna

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.