Listin að lifa - 15.10.2001, Page 39
„Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum
og Drottni |esú Kristi" Amen
Enn á ný færist yfir okkur vetur hér á norðurhjara
veraldar, með myrkri og kulda. Margir kvíða þess-
■L um árstíma, geta jafnvel ekki notið sumarbirtunnar
þess vegna. En haustið lék svo við okkur að við urð-
um varla vör við myrkrið fyrr en frostið beit í kinn
^ og vetur gekk í garð.
Veturinn færir okkur fleira en dimmu og frost. Des-
ember færir okkur árstíma sem flestir hlakka til og
barnið í okkur þráir. Fæðingarhátíð frelsara vors og að-
ventu hennar. Aðventuboðskapur kristninnar er Drottinn
kemur. Latneska orðið „adventus“ þýðir tilkoma/að koma...
og allan desember njótum við tíma kærleika og innri birtu
og undirbúum komu frelsarans. Undirbúningurinn er
kærleiksþáttur okkar... og við hreinsum heimili okkar til að
sýna hátíðinni virðingu, bökum og undirbúum allt til að
gleðja fjölskyldu okkar og aðra jólagesti.
Við höfum öll upplifað jólin á mismunandi hátt, á mis-
munandi tímum við mismunandi aðstæður. Margir af eldri
kynslóðinni hafa upplifað bernskujólin við meiri fábreytni
og einfaldleika en við gerum í dag. En jólaminningin skilur
eftir ljóma heilagleikans sem við svo upplifum aftur í sér-
hvert sinn er texti jólaguðspjallsins hljómar: „Yður er í dag
frelsari fæddur sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs...“
Við sitjum aftur prúðbúin á gamla kirkjubekknum, með
fjölskyldunni í kringum útvarpið eða í betristofu, þar sem
húsbóndinn les úr Biblíunni. Fæðingarhátíð frelsarans
gengur í garð með þessum orðum guðspjallsins. Fæðingar-
hátíð Jesú Krists er okkur mikil hátíð og við bjóðum allt
það besta sem við eigum. Sá þáttur hefur ekki breyst. Við
fögnum komu frelsarans.
Þessa hátíð gefur okkur Guð,
Guð hann skapar allan lífsfögnuð,
án hans gæsku aldrei sprytti rós,
án hans náðar dæi sérhvert Ijós.
Þessi Ijós, sem gleðja ykkar geð,
Guð hefur kveikt, svo dýrð hans gætuð séð,
jólagleðin Ijúfa lausnarans,
leiðir ykkur nú að jötu hans.
Þannig skrifar Matthías Jochumsson um jólin, þakkar Guði
hans miklu gjöf. Kristur er fæddur, þýðir að Guð sé kær-
leikur, andstæða við hatur, græðgi og öfund. Kærleikur,
sem yfirgefur okkur ekki, lofar ekki að taka frá okkur sárs-
auka, en lofar að Guð sé við hlið okkar þegar okkur líður
illa. „... því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn
eingetinn til þess að hver
sem á hann trúir glatist ekki
heldur hafi eilíft líf.“
Aðventa jólanna fyllir
okkur löngun til að gleðja aðra,
gefa af okkur, rétta fram hjálparhönd. Það getum við gert á
margan hátt. Margir eiga erfitt og margir kvíða jólahátíð-
inni vegna veikinda, ástvinamissis eða annarra sársauka-
fullra atburða. Að gefa fellst ekki endilega í að gefa fjár-
muni. Hlýtt viðmót og hlý orð eru mörgum stórar gjafir.
Dreifum hlýju og elsku, miðlum öðrum af hinni miklu
helgi, sem við finnum innra með okkur, gleði og kærleik
jólanna, jólaskapinu. Við biðjum kærleiksríkan Drottinn
vom og Jesú Krist að leiða þetta fólk og styrkja í sorg og
erfiðleikum.
Haustið, sem var svo blítt við okkur, var ekki eins blítt
úti í heimi, þar sem ófriður geisar nú á milli þjóða eða
þjóðabrota. Við spyrjum oft, þessa dagana, hvar er náunga-
kærleikurinn? Hvemig er hægt að koma á friði? Bæði ég
og þú getum gert eitthvað, eitthvað sem hefur áhrif á allan
heiminn. Látum okkur dreyma um heim án stríðs, trúum
guðspjallinu og gerumst friðflytjendur. Gerum bæn heilags
Franz frá Assisi að okkar bæn og segjum:
Drottinn lát mig vera verkfæri friðar þíns.
Hjálpa þér til að leiða inn kærleika,
þar sem hatur ríkir,
trú þar sem efinn ræður
von þar sem örvænting drottnar.
Hjálpa mér að fyrirgefa, þar sem rangsleitni er höfð í
frammi;
skapa eindrægni þar sem sundrung ríkir,
að dreifa Ijósi þar sem myrkur grúfir,
og flytja fögnuð þar sem sorgin býr.
Fagnaðarboðskapurinn boðar, að allir menn séu bræður
og systur, að enginn sé öðrum æðri. Játum því, lifum
því. Guð gaf okkur þá dýrmætustu gjöf sem hægt er
að gefa, er hann sendi okkur frelsara vorn Jesú Krist
„...til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki held-
ur hafi eilíft líf.“ Við þökkum Drottni Guði fyrir
hans stóru gjöf og biðjum, öll saman, um frið í
heiminum. Honum til dýrðar, okkur til blessunar.
Guð gefi okkur öllum gleðileg jól í Jesú nafni,
amen.
DTmuuí/ c6juáu'm %,oeqa/,
djákni í Garða- og Bessastaðasókn