Listin að lifa - 15.10.2001, Page 40

Listin að lifa - 15.10.2001, Page 40
Þú ert beintengd(ur) við öryggismiðstöð Omissandi öryggisþáttur. Getur gengið með hann á þér, óþvingað. Fljótvirkur og öruggur. Bjargar mannslífum. Virkar um allt land. Odýr kostur. Auðvelt í framkvæmd. Einfalt í notkun. Öryggismiðstöð íslands býður þér há- marks öryggi með lágmarkskostnaði. Neyðarhnappurinn er handhægur ör- yggisbúnaður sem þú hefur heima við og getur treyst ef á þarf að halda. Neyðarhnappurinn er mjög auðveldur í notkun. Mikið öryggi Búnaðurinn er beintengdur við stjórn- stöð Öryggismiðstöðvar Islands og er ómissandi öryggisþáttur ef þú býrð ein(n) eða ert ein(n) heima hluta úr degi, til dæmis ef maki þinn er í vinnu eða fjarverandi af öðrum ástæðum. Auðvelt í notkun hvar sem er á landinu Helsti kostur neyðarhnappsins er sá, að þú getur gengið með hann á þér heima við, auk þess sem fastur hnapp- ur er staðsettur til dæmis á náttborðinu þínu. Þegar stutt er á hnappinn berast boð til Öryggismiðstöðvar íslands strax. Hljóðneminn á tækinu er mjög næm- ur, þannig að þegar þú talar til hans heyrir öryggisvörðurinn mjög vel í þér og þú í honum. Hann sendir þá tafar- laust öryggisvörð á staðinn, sem er sérþjálfaður í fyrstu hjálp og gerir við- eigandi ráðstafanir. Ef þú getur ekki tjáð þig, er sjúkralið sent til þín tafar- laust. Ef um bráðatilvik er að ræða er sam- stundis haft samband við neyðarvakt (bráðamóttöku) eða viðeigandi aðila. Það er ekkert vandamál þó viðkom- andi sé búsettur utan höfuðborgar- svæðisins því Öryggismiðstöðin hefur þá tafarlaust samband við lækni, sjúkrahús og/eða nákominn ættingja eða vin. Lágt gjald fyrir mikið öryggi Tryggingastofnun ríkisins niðurgreiðir mánaðargjaldið fyrir hnappinn þinn samkvæmt beiðni læknis og kostnaður þinn er þá aðeins kr. 1.350 á mánuði. Við komum á staðinn og tengjum hnappinn þér að kostnaðarlausu. Það geta allir fengið sér Neyðarhnappinn en niðurgreiðsla er háð samþykki Tryggingastofnunar, að undangeng- inni beiðni læknis. Neyðarhnappur getur skipt sköpum Önnur fyrirtæki hafa á boðstólum ör- yggisbúnað, til dæmis síma, sem ekki hringir inn á öryggismiðstöð. Slíkur búnaður getur veitt falskt öryggi þar sem ekki er trygging fyrir því að neinn sé til taks til að taka við slíku neyðarboði. Því er mikilvægt að sá öryggisbúnaður sem þú velur þér sé tengdur viðurkenndri öryggismiðstöð eins og Öryggismiðstöð Islands er. Flestar hjálparbeiðnir vegna Neyð- arhnappa verða þegar fólk slasast eða veikist heima við og kemst ekki í síma. Neyðarhnappurinn er alltaf hjá þér til taks þar sem þú getur haft hann í festi um hálsinn, óþvingað. Auðveldara getur það ekki verið Það er mjög auðvelt að sækja um Neyðarhnappinn. Það eina sem þú þarft að gera er að: • Hafa samband við heimilislækninn þinn. • Hann fyllir út umsókn fyrir þig þar sem þú sækir um Neyðarhnappinn hjá Öryggismiðstöð íslands. • Við komum á staðinn og tengjum Neyðarhnappinn fyrir þig, þér að kostnaðarlausu. Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um Neyðarhnappinn okkar, hikaðu þá ekki við að hringja í síma 530-2400 og við liðsinnum þér með glöðu geði.

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.