Listin að lifa - 15.10.2001, Qupperneq 54

Listin að lifa - 15.10.2001, Qupperneq 54
Mig langar til að rifja hér upp breyt- ingar á 65. gr. laga um almanna- tryggingar og sýna fram á hvaða á- hrif þær hafa haft á lífeyrisgreiðslur almannatrygginga. Samkvæmt lögum um almannatrygg- ingar nr. 117 frá 20. des. 1993 hljóðar 65. gr. laganna svo: „Nú verður breyting á vikukaupi í al- mennri verkamannavinnu og skal ráð- herra þá innan sex mánaða breyta upphœðum bóta samkvœmt lögum þessum og greiðslum samkvœmt 59. gr. í samræmi við það. Heimilt skal að fjárhœðir skv. 17. gr. taki sömu hlut- fallsbreytingum og kveðið er á um í 1. málsl. þessarar greinar um upphœðir bóta og greiðslur skv. 59. gr. Heimilt er að breyta fjárhœðum skv. 2. mgr. 11. gr. svo og 4. mgr. 12. gr., þó þannig að aldrei komi til skerðingar lífeyris samkvæmt þessum málsgrein- um hjá þeim sem rétt eiga á tekju- tryggingu, skertri eða óskertri, sam- kvœmt ákvæðum 17. gr.“ Félag eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni hefur lengi barist fyrir því að greiðslur almannatrygginga fylgi launaþróun lágmarkslauna verka- manna. En sú tenging rofnaði árið 1995 með lagabreytingu 21. des. 1995 en þá hljóðar 65. gr. laganna svo: „Frá 1. janúar 1996 til ársloka 1997 skulu eftirfarandi ákvœði gilda í stað ákvæða 65. gr. laganna: Bœtur al- mannatrygginga, svo og greiðslur skv. 59. gr., skulu breytast árlega í sam- rœmi viðfjárlög liverju sinni. Til hlið- sjónar við ákvörðun bóta skal hafa þróun launa, verðlags og efnahags- mála. Heilbrigðisráðherra er þó heimilt, að fengnu samþykki ríki- stjórnar, að breyta bótafjárhæðum allt að 3% frá forsendum fjárlaga, enda verði verulegar breytingar á þjóð- hagsforsendum frá því að fjárlög voru samþykkt. “ mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm■ Samkvæmt lagabreytingu 20. desem- ber 1997 hljóðar 65. gr. laganna nú: „Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 59. gr. og fjárhœðir skv. 17. gr., skulu breytast árlega í sam- ræmi viðfjárlög hverju sinni. Ákvörð- un þeirra skal taka mið af launaþró- un, þó þannig að þœr hœkki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. “ Ef skoðuð er tafla á bls. 28 úr Stað- tölum Tryggingastofnunar ríkisins fyr- ir árið 2000 og bornar saman greiðslur lífeyris almannatrygginga (ellilífeyrir og tekjutrygging) og lágmarkslauna verkamanna án eingreiðslna má glöggt sjá hvemig þróunin hefur orðið frá 1993. Á árunum 1993 og 1994 eru lífeyrisgreiðslur í takt við launaþróun- ina en á árinu 1995 rofna tengslin og gliðnunin verður mikil. Ljóst er að það er mikilvægt fyrir ellilífeyrisþega að ellilífeyrir og tekjutrygging fylgi launaþróun lágmarkslauna. í töflunni hér fyrir neðan má sjá að ef lagabreyt- ing árið 1995 hefði ekki komið til þá hefðu meðalgreiðslur á mánuði árið 2000 verið 61.658 í stað 47.846 og þar með hafa tapast tæpar 500.000 kr. fráárinu 1995. Af þessu má sjá að það er afar óhagstætt fyrir ellilífeyrisþega að bæt- ur almannatrygginga skuli miðast við verðlag samkvæmt vísitölu neyslu- verðs en ekki launaþróun. Steþmw/ cí&jömsdátlM/, framkvœmdastjóri FEB í Reykjavík Ár Ellilífeyrir og tekjutrygg. Lágmarkslaun verkakarla Ellilífeyrir og tekjutr. ef lögin frá 1993 giltu Mism.pr.mán. Mism.pr.ár 1993 35.013 43.1 16 35.013 0 0 1994 35.013 43.1 16 35.013 0 0 1995 36.414 46.306 37.603 1.189 14.274 1996 37.978 49.538 40.228 2.250 27.001 1997 40.190 59.180 48.058 7.868 94.416 1998 42.947 63.399 51.484 8.537 102.445 1999 45.491 65.713 53.363 7.872 94.467 2000 47.846 75.927 61.658 13.812 165.740 498.343

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.