Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Qupperneq 7
„Það er ekki nóg að fá leyfi frá eig- anda hússins. Það vita það kannski ekki allir en það gilda um þetta mjög skýrar reglur hér í Reykjavík og hefur gert um árabil,“ segir Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri Reykja- víkur, um listaverk sem borgin hefur látið mála yfir. Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa farið mikinn í miðborg Reykja- víkur og málað yfir allt veggjakrot sem hefur orðið á vegi þeirra og nokkur vegglistaverk. Ómar Ágústs- son lenti í því að það var málað yfir hans verk. Veggur sem Ómar og fé- lagar hans gerðu fyrir aftan 101 gall- ery með leyfi eigenda er nú orðinn hvítur. Sammála um að vera ósammála „Ef þú ætlar að breyta ytra útliti hússins þíns, hvort sem það er að láta mála á það listaverk eða setja kvist eða bílskúr eða breyta ytra útliti með einhverjum hætti þarf það að fara fyrir byggingarfulltrúa. Leggja verður fyrir hann þá breytingu sem fyrirhuguð er og ég hef verið að brýna þetta fyrir fólki,“ segir Jakob Frímann. Þessu er Ómar algjörlega ósammála. „Ég fór fyrir þessa nefnd og bygg- ingarfulltrúa og þeir höfðu aldrei heyrt um beiðni um hvernig það ætti að mála húsið. Þeir voru ekki með neitt form fyrir það nema um- sókn um byggingarleyfi. Ég talaði við mann sem hefur verið hjá borg- inni mjög lengi og hann sagði mér að borgin hefði ekki neinn rétt til að ráða litnum á húsinu þínu. Ef það er ekki eitthvað sem særir blygðunar- kennd er það réttur manns að mála húsið eins og maður vill.“ Á að senda inn myndir af verkinu Jakob Frímann segir að allir þeir sem eiga verk sem þeir vilja láta hlífa þurfi að koma með mynd af verkinu. „Eigendur hafa vaknað við vondan draum eftir að einhverjir hafa tekið veggina þeirra hernámi. En eigend- ur þurfa að gefa heimild sína og lista- maðurinn að leggja fram hugmyndir að því sem hann ætlar að gera. Svo fer þetta eins og allar aðrar breyting- ar á ytra útliti borgarinnar. Ef menn hafa málað eitthvað og óska eftir því að það verði ekki hreyft við því í þessu hreinsunarferli sem stendur yfir senda þeir inn mynd og óska eftir að viðkomandi verki verði hlíft,“ segir Jakob Frímann. Ómar hlær að þessari tillögu. „Af hverju þarf umhverfissvið að skipta sér af því ef einhver vill gera listaverk á húsið sitt? Af hverju er þá verið að velja og hafna verkum? Þarf fólk ekki að vita af þessu áður en það fer að leggja í kostnað við húsið sitt? Er það kannski bara Jakob Frímann sem fær myndirnar og ákveður hvort það verði málað yfir þær eða ekki?“ Vantar oft aðeins upp á Jakob Frímann segir nokkuð ljóst að fólk þurfi að vera betur upplýst. „Ég hef verið að brýna þetta fyrir fólki. Það þarf bersýnilega að vekja áhuga á þessu þannig að fólki sé þetta ljóst. Annars erum við að reka okkur á veggi þar sem fólk hélt að það mætti mála á því eigendunum fannst það í lagi. Þá vantar oft aðeins upp á.“ Verkið sem gefið var leyfi fyr- ir á vegg við 101 gallery átti ekki að standa til eilífðarnóns. Hins veg- ar voru vegfarendur og eigendur mjög ánægðir með hvernig til tókst. Vilja Ómar og hans félagar sem gerðu verkið sækja rétt sinn. Ef það gengur ekki vilja þeir gera vegginn aftur. DV Fréttir miðvikudagur 25. júní 2008 7 RegluRnaR skýRaR Reglur um ytra byrði húsa í Reykjavík eru skýrar að mati Jakobs Frímanns Magnússonar, miðborgarstjóra Reykjavíkurborgar. Listamenn með úðabrúsa eru ekki par hrifnir af rassíu Reyjavíkurborgar þar sem málað er yfir veggjakrot. Veggur, sem Ómar Ágústsson gerði ásamt félögum sínum og var mikið sjónarspil, er nú hvítur. Benedikt BÓaS hinRikSSon blaðamaður skrifar: benni@dv.is „Ef menn hafa málað eitthvað og óska eftir því að það verði ekki hreyft við því í þessu hreinsun- arferli sem stendur yfir senda þeir inn mynd og óska eftir að við- komandi verki verði hlíft.“ Verkið sem nú er horfið verkið sem stóð á bak við 101 gallery var gríðarlega erfitt í framkvæmd. Ósáttur Ómar Ágústsson er ósáttur við yfirvöld í reykjavík. Miðborgarstjórinn jakob Frímann hefur vakið fólk af vondum draumi. Tveir dæmdir til fimm mánaða langrar fangelsisvistar: Rændu og rupluðu Elvar Már Halldórsson og Gauti Fannar Gestsson voru í gær dæmdir í fimm mánaða fangelsi hvor um sig. Þeir voru fundnir sekir um fíkniefna- brot, hylmingu og innbrot í nokk- ur hús. Meðal þess sem var stolið voru tölvur, myndavélar og stjörnukíkir. Lögreglan gerði húsleit hjá mönnunum. Þá fund- ust 0,79 grömm af kannabis- efni, 17,06 grömm af amf- etamíni, 0,56 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni og 35 skammtar af LSD. Allt var þetta gert upptækt. Gauta beið líka ákæra fyrir að hafa farið inn í bíl í heimildar- leysi sem stóð á bílastæði við Select í Suðurfelli og stolið þar GPS-tæki. Þá var Gauti líka ákærður fyrir að hafa stolið viftu í verslun BYKO í Kópa- vogi. Ákærur á hendur Elvari eru fyrir fíkniefnabrot en hann var stoppað- ur í Keflavík og hafði í fórum sínum fíkniefni til einkanota og sölu. Elvar var líka ákærður fyrir að hafa brot- ist inn í kassagerðina Samhentir í Garðabæ og stolið þar peningakassa og peningum að andvirði 20 þúsund krónur. Föstudaginn 16. nóvember var Elvar svo tekinn fyrir að hafa ekið bifreið undir áhrifum fíkniefna og hef- ur hann verið sviptur ökurétt- indum. Elvar Már og Gauti Fannar játuðu skýlaust brot sín. Þeir eiga að greiða sameiginlega 67.728 krónur í málskostn- að auk þess sem Elvar Már á að greiða 132.702 krónur og Gauti Fannar 43.077 krón- ur í sekt. olivalur@dv.is tvímenningarnir játuðu báðir fyrir héraðsdómi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.