Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 12
miðvikudagur 25. júní 200812 Neytendur DV Borgaði tvisvar fyrir flugmiðann „Um daginn var ég á leið heim með Icelandair frá Kastrup með fjölskyldunni. Ég hafði keypt miða báðar leiðir en vegna vinnuferðar erlendis nýtti ég ekki annan legginn heldur hitti fjölskyld- una í Kaupmannahöfn. Því var miðinn heim ógiltur og það samkvæmt földum skilmálum Ice- landair,“ segir Oddný Sturludóttir borgafulltrúi.neytendur@dv.is umsjón: ástrún Friðbjörnsdóttir astrun@dv.is Neyte dur Lof&Last n Lofið fær kjötborg. Þessi búð er ein fárra kaupmannsbúða sem eftir eru í reykjavík. Þar eru ótrúlegustu hlutir til og þjónustan er persónuleg, sem er góð tilbreyting frá ópersónu- legri þjónustu stóru verslanakeðjanna. Þeir eru líka boðnir og búnir að sendast heim með vörur. n Lastið fá sjóvá og tryggingamiðstöðin. nú á að krefja viðskiptavini um þvagprufu áður en þeir fá líf- eða sjúkdómatrygg- ingu. Þetta þarf fólk að gera þrátt fyrir að heimilis- læknir votti heilbrigði. gera tryggingafélögin ráð fyrir því að allir ljúgi, meira að segja heimilislæknir- inn? Ekki er bara hægt að fara í tjaldferðalag á Íslandi: Öðruvísi tjaldferð í evrópu Langar þig í öðruvísi frí til útlanda? Oftast gista Ís- lendingar á hótelum þegar farið er í utanlandsferð en fjölda tjaldsvæða er að finna um alla Evrópu. Á síðunni eurotourism.com er að finna tjaldsvæði um alla Evrópu. Ekki eru öll löndin á síðunni sem bjóða upp á tjaldsvæði þó eflaust séu þau til staðar, en hægt er að skoða tjald- svæði í Danmörku, Finn- landi, Frakklandi, Hollandi, Noregi, Svíþjóð og Þýska- landi. Sem dæmi má skoða Frakkland, þar eru mörg tjaldsvæði og eitt af þeim heitir Camping Clairefonta- ine og er það 300 metra frá strönd- inni Royan-Pontaillac. Nóttin er á 3 evrur fyrir tvo fullorðna með eitt barn og 9 evrur fyr- ir aukamanneskju. Ókeypis er á tennisvöllinn og í sund- laugina. Vefsíðan eurotourism. com er á íslensku og mjög aðgengileg, og lítið mál er að skipuleggja öðruvísi frí en maður er vanur að fara í, frí sem er jafnvel örlítið ódýr- ara en vanalega. Það verður að minnsta kosti aldrei kalt í tjaldinu, en gæti orðið ansi heitt þegar sólin hefur skin- ið lengi á það. Þess vegna er sniðugt að finna tjaldsvæði sem er nálægt strönd eða stöðuvatni. Háaleitisbr. 176,40 192,80 Bensín dísel Öskjuhlíð 174,70 191.20 Bensín dísel Bæjarbraut 176,40 192,80 Bensín dísel Skemmuvegi 174,60 191,10 Bensín dísel Snorrabrautt 174,70 191,20 Bensín dísel Vatnagörðum 174,80 191,20 Bensín dísel Ártúnshöfða 176,40 192,80 Bensín díselel d sn ey t i Nú er sumarið komið og tilvalið að fara út úr bænum í tjaldferðalag. Mikið af tjald- svæðum er í boði um allt land og frekar ódýrt er að tjalda. Af þeim stöðum sem voru skoðaðir var ódýrast að tjalda á Héðinsbraut á Húsavík þar sem nóttin er á 85 krónur og ókeypis í sund. Dýrust er gistingin á Akureyri þar sem nóttin kostar 900 krónur. mikill verðmunur Vinningshafar dagsins vinningshafar dagsins 23. júní 2008 í leiknum dv gefur milljón. Þau hlutu í verðlaun tíu þúsund króna inneign í bónus. dv óskar þeim innilega til hamingju. guðrún torfadóttir Hulda magnúsdóttir Katrín Halldórsdóttir unnur ingimarsdóttir Þórunn inga guðnadóttir Töluverður verðmunur getur verið á því hversu mikið kostar að gista eina nótt á tjaldsvæði. Dýrast er að gista við Þórunnarstræti á Akureyri þar sem næturgistingin kostar 900 krón- ur á haus. Á Húsavík kostar nóttin hins vegar aðeins 85 krónur, að því tilskildu að keyptar séu tíu nætur og er þá að auki ókeypis í sund. tjaldsvæði um allt land Hvar sem þú átt heima á land- inu eru tjaldsvæði í námunda við þig. Óþarfi er að eyða miklum pen- ingum í keyrslu í annan landshluta því í næsta nágrenni er að finna tjaldsvæði. Á vefsíðunni tjaldsva- edi.is er hægt að sjá tjaldsvæði sem eru í boði um allt land. Í hverri viku er hægt að sjá tjaldsvæði vik- unnar á vefsíðunni og nú er tjald- svæði vikunnar Hallormsstaða- skógur. Að auki er hægt að skoða nýjustu fréttir og allar sundlaugar landsins. Eins og sést er mikilvægt að athuga verðið á tjaldsvæðunum áður en lagt er í hann, en af þeim stöðum sem DV skoðaði var ódýr- ast að tjalda á Héðinsbraut á Húsa- vík þar sem tíu nætur kosta 850 krónur, eða 85 krónur nóttin. Þar er líka ókeypis í sund, en hugsanlega tímabundið því sturturnar á tjald- stæðinu voru bilaðar og gert verður við þær í sumar. gæði tjaldsvæða Tjaldsvæðin eru flokkuð eftir gæðum samkvæmt flokkunarvið- miði Ferðamálastofu. Tjaldsvæð- in sjálf ákvarða hvar þau flokkast og gefa sér eina til fimm stjörnur. Gestir tjaldsvæðisins geta síðan lát- ið Ferðamálastofu eða tjaldsvæðið vita ef þeir eru ósáttir við flokkun- ina. Sum tjaldstæði eru með enga stjörnu, þar sem þau hafa ekki sett sig í neinn af uppgefnum flokk- um. Plaköt með flokkunarviðmið- um Ferðamálastofu eiga að hanga á öllum tjaldsvæðum og ef svæðin hafa ekki flokkað sig sjálf er um að gera að láta Ferðamálastofu vita af ástandi staðarins. Þannig er hægt að fylgjast vel með gæðum tjald- svæðanna. ástrún friðBjörnsdóttir blaðamaður skrifar astrun@dv.is Suðurland tjaldsvæðið á Laugarvatni: n verð á mann í tjaldi á sólarhring: 700 krónur n tjaldvagn: 1.500 krónur. inniheldur gistingu fyrir tvo gesti n aldurstakmark: 30 ára aldurstakmark er inn á svæðið en undantekningar frá því eru yngra fólk með börn n sturta: 300 krónur HHH tjaldsvæðið á Þingvöllum: n verð á mann í tjaldi á sólarhring: 500 krónur n tjaldvagn: 500 krónur n aldurstakmark: 16-17 ára verða að vera í fylgd með fullorðnum. 18 ára þurfa að gefa upp tvö símanúmer hjá fullorðnum n sturta: ókeypis auSturland tjaldsvæðið á seyðisfirði: n verð á mann í tjaldi á sólarhring: 600 krónur n tjaldvagn: 600 krónur n aldurstakmark: Ekkert. n sturta: 200 krónur HH tjaldsvæðið á Egilsstöðum: n verð á mann í tjaldi á sólarhring: 850 krónur n tjaldvagn: 850 krónur n aldurstakmark: Ekkert n sturta: ókeypis norðurland tjaldstæðið í vaglaskógi: n verð á mann í tjaldi á sólarhring: 700 krónur n tjaldvagn: 700 krónur n aldurstakmark: Ekkert n sturta: 200 krónur 5 mín. HHH tjaldsvæðið við Héðinsbraut á Húsavík: n verð á mann í tjaldi á sólarhring: 85 krónur. 850 krónur fyrir tíu nætur n tjaldvagn: sama verð n aldurstakmark: Ekkert n sturta: Frítt í sund tjaldsvæðið við Þórunnarstræti (akureyri): n verð á mann í tjaldi á sólarhring: 900 krónur n tjaldvagn: sama verð n aldurstakmark: Ekkert n sturta: 50 krónur HHH VeSturland tjaldsvæðið Húsafelli: n verð á mann í tjaldi á sólarhring: 750 krónur n tjaldvagn: sama verð n aldurstakmark: 18 ára aldurstak- mark, skilyrði að algjört hljóð sé komið klukkan tólf n sturta: vísað á sundlaug, borgað inn í sund tjaldsvæðið selskógi í skorradal: n verð á mann í tjaldi á sólarhring: 800 krónur n tjaldvagn: sama verð n aldurstakmark: Ekkert n sturta: ókeypis *FEngið aF vEFsíðunni Camping.is Ekki á hóteli prófaðu eitthvað nýtt í fríinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.