Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 14
miðvikudagur 25. júní 200814 FERÐIR DV Það er fátt huggulegra en að stinga sér ofan í náttúrulega baðlaug eftir göngu í íslenskri nátt- úru. Sumar af þessum laugum eru þó alls ekki auðfundnar en hér er útlistað hvernig hægt er að komast að nokkrum af þessum notalegu laugum á Suðurlandi, Suðvesturlandi og á hálendinu. Skátalaug Skátalaug er við syðri enda kleifarvatns, nánar tiltekið um 100 til 200 metra sunnan við Bleikhól sem er vestan megin. Það er ökufært alla leið upp að lauginni með fólksbíl. að öllum líkindum er laugin grafin þarna en við annan enda laugarinnar sést glitta í hleðslu úr torfi og grjóti. inn í laugina rennur um 34°C heitt vatn frá upp- sprettu í grenndinni í gegnum járnrör. Þar sem vatnið rennur úr rörinu er lítil setlaug sem er um það bil 2,5 metrar í þvermál. úr setlauginni rennur vatnið svo í mun stærri laug sem er nógu stór til að taka sundsprett í. Botn laugarinnar er úr möl og mold og gruggast mikið upp þegar fólk er í lauginni. Það leynist þó jafnframt einhver þörungagróður í vatninu en um þrjátíu og fimm til fjörutíu manns komast að í lauginni í einu. Það er engin aðstaða við laugina til að hafa fataskipti en hægt er að leggja fötin frá sér á grasbala skammt frá bakkanum, þar gæti þó verið talsvert um mold svo betra er að hafa meðferðis poka. NáttúRulEgaR baðlaugar Hrunalaug Hrunalaug er um það bil 3 til 5 kílómetra frá Flúðum. Til að komast að Hrunalaug er ekið frá veginum að Flúðum í átt að bænum Hruna eftir vegi 325. Ekið er hægra megin framhjá bænum og svo er tekin næsta beygja til vinstri inn að rimlahliði og þar aftur til vinstri og kringum lítinn hól. Þá blasir Hrunalaugin við. Leiðin er fólksbílafær nema rétt síðustu metrarnir. í raun er um tvær baðlaugar að ræða í Hrunalaug. Sú efri og stærri er hlaðin úr grjóti inn í bakkann með malarbotni en vatnið streymir um botninn innst í lauginni. vatnið úr þessari laug streymir síðan í gegnum lítinn kofa og inn í steypta þró framan við hann. Ætla má að þróin hafi fyrrum verið þvottalaug. Hún er 1,65 metrar að lengd og 1,50 metrar að breidd og dýpi er 1,1 metri. Botn hennar er einnig steyptur. um 6-8 manns rúmast í aðallauginni en aðeins tveir í þrónni. Hægt er að hafa fataskipti í kofanum en aðstaðan er frumstæð, með kofann opinn á tvo vegu og laugarlækinn í gólfinu. Þar inni er þó bekkur þar sem hægt er að leggja frá sér fötin. Ekkert grugg er í vatninu og mjög lítið af þörungum en talsvert magn neðan laugarinnar. MarteinSlaug marteinslaug er um 2 kílómetra frá geysi. Beygt er til vinstri rétt eftir að keyrt er framhjá geysi í Haukadal, þar er keyrt þangað til um nokkrir tugir metra eru í kirkjuna en þá ætti laugin að blasa við norðan við veginn ofan í laut. Það er fólksbílafært alveg upp að lauginni og ekið á bundnu slitlagi allt nema síðustu tvo kílómetrana. umhverfið í kringum laugina er einstaklega viðkvæmt en hægt er að leggja frá sér föt á grasið allt í kringum hana. marteinslaug er uppspretta sem myndar holu í jörðina og er aðeins að litlu leyti stífluð með grjóti. vatnið í lauginni kemur upp um botninn og er hitastig þess 43°C en ofar í lauginni um 39°C. Laugin er ekki ýkja stór og aðeins um þrír til fimm geta baðað sig í einu. mikill þörungagróður er í lauginni og gruggast vatnið talsvert við notkun. StrútSlaug Ófært er að Strútslaug nema á jeppa og þarf að fara yfir óbrúaðar ár til að komast að lauginni. keyrt er upp með austanverðum mýrdalsjökli eða farin Fjallabaksleið syðri að Strútsskála. Þaðan er gengið í um það bil eina og hálfa klukkustund þar til komið er að lauginni. Laugin er á árbakka og er skipt í tvennt með hleðslu. í öðrum hlutanum er hitastigið 43°C en 37°C í hinum. umhverfis laugina er víða blautt og mikill þörunga- og bakteríuvöxtur en í lauginni gætir auk þess talsverðs örverugróðurs og leðju í botninum. Strútslaug gruggast því við böðun. Engin aðstaða er til fataskipta við laugina en allt að tuttugu og fimm manns geta baðað sig í lauginni í einu. krista@dv.is nautöldulaug Laugin er um 34 kílómetra frá kerlingarfjöllum. Þegar komið er að fjöllunum er beygt til vinstri rétt áður en komið er að bensínafgreiðslu. Þaðan er jeppaslóði sem nær um 22 kílómetra að Setrinu, skála 4X4-hópsins. vegurinn nær ekki alla leið að lauginni og því þarf að ganga um 13 kílómetra frá Setrinu að rótum nauthagajökuls sem er skriðjökull úr Hofsjökli. Laugin er austan megin við ána sem kemur úr jöklinum í fremur hrjóstrugu umhverfi. Laugin er mynduð með stíflu úr möl og grjóti. mesta dýpi laugarinnar er einungis 0,5 metrar og komast ekki fleiri en fjórir til fimm að í lauginni í einu. varast ber þó að laugin er fremur heit, um 47°C sem telst yfir heppilegum baðhita. Heimildir um laugar eru fengnar með góðfúslegu leyfi frá heimasíðunni hot-springs.org. Skátalaug Hrunalaug MarteinSlaug nautöldulaug StrútSlaug myndir Sigurður H. markússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.