Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Side 30
miðvikudagur 25. júní 200830 FERÐIR DV www.east.is Magnað Austurland Gönguferðir Hálendi Menning Austurland …sönn ánægja H é ra ð sp re n t Skemmtun Ævintýri Firðir Kíktu austur SmámunaSafn í Eyjafirði Safnið er við Saurbæ í vestanverðum Eyjafirði, tuttugu og sjö kílómetra sunnan við akureyri. Smámunasafnið, eins og það hefur verið nefnt, hefur þá sérstöðu að vera ekki safn einhverra ákveðinna hluta heldur allra mögulegra hluta. Sverrir Hermannsson húsasmíðameistari hefur safnað að sér ýmsum hlutum og verkfærum í gegnum tíðina. Það má rekja þróunarsögu hamra, hefla, hjólsveifa og annarra tækja og tóla sem tengjast trésmíðinni allt frá því á síðari hluta nítjándu aldar til dagsins í dag. Sverrir hefur einnig safnað áhöldum sem lúta að eldsmíði og járnsmíði og segja má að verkfæri af ólíklegasta uppruna séu aðall safnsins. Safnið er opið frá klukkan eitt til sex alla daga vikunnar. VESturfaraSEtrið í vesturfarasetrinu á Hofsósi eru fjórar sýningar í þremur húsum í gamla þorpskjarnanum. Á sýningunum er hægt að sjá upphaf vesturfaranna, af hverju fólk fór frá landinu og til kanada og hvernig því vegnaði þar, bæði á myndum og minjagripum. Önnur sýning er um Stephan g. Stephansen klettafjallaskáld. Stóra sýningin er myndasýning um hvernig fólk lifði bæði í kanada og Bandaríkjunum. myndir segja meira en þúsund orð og gerir það stórt fyrir sýninguna að sýna myndir frá þessum tíma í stað þess að hlusta á eða lesa sögur. Öflug ættfræðiþjónusta er á staðnum sem hefur hjálpað mörgum við að endurlífga fjölskyldutengsl sem glötuðust í landsflutningum á árunum 1870 til1914. markmið setursins er að sinna hlutverki miðstöðvar fyrir samskipti íslendinga og fólks af íslenskum ættum í kanada og Bandaríkjun- um. akurEyri í lystigarðinum á akureyri eru um fjögur þúsund tegundir af íslenskum jurtum og blómum. kjarnaskógur er tilvalinn staður til að setjast niður og hafa það gott. grillaðstaða er á staðnum og leiktæki fyrir börnin. akureyrarkirkja stendur alltaf fyrir sínu í bænum og er hefð hjá sumum að ganga upp tröppurnar og telja þær í hvert skipti. vart er að minnast á sundlaug akureyrar og Brynjuís en það eru staðir sem allir ættu að kíkja á þegar komið er til akureyrar. jólahúsið í Eyjafirði er opið allt árið um kring. Þótt það sé sumar er alltaf gaman að komast í smá jólafíling, finna lyktina af jólunum og kaupa sér karamellur eða jólastaf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.