Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Qupperneq 44
miðvikudagur 25. júní 200844 FERÐIR DV Smakkaði lunda í fyrsta sinn ,,Eftirminnilegasta ferðalagið mitt hér innanlands er þegar við hjónin vorum nýbúin að kynnast og bjuggum eitt sumarið fyrir vestan hjá tengdafor- eldrum mínum. Ég hafði aldrei áður komið á Vestfirðina en kolféll fyrir þeim enda hef ég tengst Ísafirði órjúf- anlegum böndum eftir að ég kynntist manninum mínum en hann er alinn upp þar. Við buðum foreldrum mín- um að skella sér vestur til okkar og saman fórum við ásamt fjölskyldum okkar í sannkallaða ævintýraferð þar sem Vestfirðirnir voru skoðaðir ítar- lega en þar er án efa að finna marg- ar af fallegustu náttúruperlum lands- ins. Við keyrðum meðal annars fyrir Sléttanesið sem er á leiðinni frá Arnar- firði og yfir í Dýrafjörð en það er heldur glæfralegur vegslóði. Gæta þarf flóðs og fjöru á þessum stað og varla hægt að mæta öðrum bílum en það er svo fallegt þarna að það er vel þess virði að leggja leiðina á sig. Við sigldum einnig út í Vigur og þar smakkaði ég lunda í fyrsta sinn og má með sanni segja að hann hafi verið algjört sælgæti. Einnig er gaman að gera sér ferð yfir í Selárdal í Arnarfirði og skoða minjarnar þar en þá er bráðnauðsynlegt að muna eftir myndavélinni.“ AnnA Rún FRímAnnsdóttiR dAgskRáRkynniR deiliR eFtiR- minnilegAstA FeRðAlAginu sínu með lesendum dV. Það þarf ekki alltaf að fara út fyrir landsteinanna til að láta dekra við sig á lúxushóteli því það leynast nokkur slík víðs vegar um landið. DV fékk að kíkja inn á þrjú af þessum lúxushótelum sem finnast á Íslandi. Eitt á Snæfellsnesinu, annað í Hvalfirðinum og það þriðja á Hellu. LúxusLíF í íslenskri náttúru Hótel Rangá á Hellu Hótelið er eina fjögurra stjörnu hótelið á Suðurlandi og er það á milli Hellu og Hvolsvallar. Á hótelinu eru 38 herbergi. útsýnið frá hótelinu er rosalega fallegt, Hekla blasir við til norðurs, í suðaustri trónir Eyjafjallajökull og vestmannaeyjar í suðri. Hótelið var kosið besta sveitahótelið á íslandi árið 2004 af Octopus Travel. Herbergin eru hlýleg og eru þau öll með baðkar. Heit- ur pottur er utandyra og er sérverönd við hvert herbergi. Boðið er upp á nudd, slökun og frítt háhraðanetsamband. Hótelið getur útvegað stangveiði- leyfi, golf, hestaferðir, flúðasiglingar, vélsleðaferðir og jeppaferðir. Hótel glymuR í HvalfiRðinum Á hótelinu eru 25 herbergi, þar af þrjár svítur. Öll herbergin eru á tveimur hæðum með baðherbergi og setustofu á neðri hæðinni og svefnherbergi á efri hæðinni. Herbergin eru útbúin hágæða ítölskum leðursófasettum og skreytt einstökum listaverkum. Á öllum herbergjum er þráðlaust net, flatskjár, sími og kaffivél. Tveir heitir pottar eru utandyra og hægt er að fá nudd ef pantað er með fyrirvara. í fallegri náttúrunni umhverfis hótelið eru ennfremur fjölmargar skemmtilegar gönguleiðir sem vert er að skoða og rölta um. Hótel BúðiR á SnæfellSneSi Á hótelinu eru 28 herbergi og fínn veitingastaður. Á veitingastaðnum er boðið upp á íslenska matargerð í bland við alþjóðlegan mat. Hótelið gerir sig meira út fyrir einstaklinga og litla hópa. Barinn er einn sá fjölbreyttasti á landinu, býður upp á margar tegundir af líkjör. nettenging er á staðnum. Staðurinn er mjög rómantískur og er tilvalið fyrir einstaklinga að komast í náttúruna og njóta þess að vera íslendingur. um tíu mínútur frá hótelinu er Lýsuhólslaug, en í henni er upphitað ölkelduvatn. Hægt er að fara í jöklaferðir á Snæfellsjökli og hvalaskoðun í Ólafsvík, þó svo að hótelið reyni að gera meira úr náttúrunni í kringum sig.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.