Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Side 58

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Side 58
miðvikudagur 25. júní 200858 FERÐIR DV Ég hef aldrei stigið fæti um borð í jafnlitla flugvél á ævinni. Ferðinni er heitið á Gjögur sem er lítill malar- flugvöllur í afskekktustu sveit Íslands norður á Ströndum. Farþegarnir eru bara þrír en samt er vélin full. Og það eru öskubakkar í sætisörmun- um. Mér líður eins og ég sé í tímavél. Enda á ég eftir að komast að því að á Djúpuvík skiptir tíminn ekki nokkru máli. Hér í sveitinni vaknar fólk þeg- ar það vaknar og sefur þegar svefn- inn færist yfir. Mér verður hugsað til einhvers sem ég las einhvers staðar: Jafnvel vitlaus klukka er rétt tvi- svar á sólahring. Steinn á veginum Flugvöllurinn á Gjögri er ekki mikið meira en smá malarspotti og lítið stöðvarhús. Þegar ég lendi átta ég mig á því að frá Gjögri stefna eng- ar áætlunarrútur og það eru tuttugu kílómetrar í næsta bæ og ég hafði gleymt að láta vita af komu minni. Hálftíma síðar kemur Hrafninn fljúgandi og bjargar mér úr prísund- inni. Ég heyri í útvarpinu að bókin „Þar sem vegurinn endar“ sé kom- in út í kilju. Hrafn Jökulsson býður mig velkominn með bros á vör, eða er það glott? Ég sé ekki muninn og held mér í þegar við brunum af stað. Það eru steinar á veginum, ekki björg eða stórgrýti, en nógu stórir til að við þurfum að hægja á okkur og taka sveig. Samt er vegurinn fær og hann endar allavega ekki hér og ég stíg út á Hótel Djúpavík og horfi lotningar- fullur á fossinn sem kemur beljandi af heiðinni og steypist niður bjargið fyrir ofan hótelið. Það eru galdrar í loftinu og mér verður hugsað til bókar Hrafns þar sem hann lýsir galdrabrennum sem fóru fram hér á Ströndum á árum áður. Ég lít á gemsann og sé að það er ekkert samband. Stundum þarf maður teikn til að átta sig á að maður sé kominn út úr borginni. Laxnessbíllinn til Bandaríkjanna Húsráðendur á Hótel Djúpavík heita Ásbjörn Þorgilsson og Eva Sig- urbjörnsdóttir. Þau eru alltaf kölluð Ási og Eva. Ási er út í gömlu síldar- vinnslunni þegar okkur ber að garði. Útgerðin lagðist niður þegar síldar- ævintýrinu lauk. Þegar verksmiðj- an var byggð upp úr 1930 var hún stærsta steinsteypubygging Íslands. Hún var líka ein fullkomnasta síld- arverksmiðja í Evrópu. Planið fyrir utan iðaði af lífi; hátt í fjögur hundr- uð manns bjuggu í bænum þegar mest var og hróp og köll ómuðu um víkina. Nú er höfnin að mestu leyti horf- in eftir ágang hafíss og vinds og verk- smiðjan má muna sinn fífil fegurri. Þrátt fyrir fjarveru tímans eru fingra- för hans alls staðar. Síðustu ár hafi Ási og Eva þó unnið hörðum hönd- um að því að gera upp verksmiðj- una, setja gler í glugga og einangrun á þak. Þau hafa búið til safn í gamla vélahúsinu þar sem þýskir dísilmót- orar – af sömu gerð og þeir sem drifu kafbáta þýska hersins – blésu lífi í verksmiðjuna. Ási heilsar okkur Hrafni þeg- ar okkur ber að garði. Hann er skít- ugur upp fyrir haus og þvær hend- urnar upp úr bensíni og tottar pípu sem haldið er saman með einangr- unarlími. Á verkstæðinu er gömul pólsk dráttarvél sem hann hefur var- ið síðustu vikum í að gera upp. Hún er fallega rauð á litinn og hann hefur pússað hvern smáhlut upp, málað og sett aftur á sinn stað. „Hún á eftir að verða flott þegar ég verð búinn,“ segir Ási og horfir stoltur á handbragð sitt. Við hliðina á traktornum liggur gam- all Benz undir feldi. Þetta er spari- bíllinn. Ási hefur skipt um vél í hon- um og segist hlakka til að fara með hann á mölina í sumar. Við fetum okkur varlega upp á efri hæðina í verksmiðjunni. Þarna var einu sinni mjölgeymslan. Nú bíða aldnar landbúnaðarvélar, bílar og önnur tæki og tól síns vitjunartíma inni í skemmunni. Ég og Hrafn kom- um auga á grænan Buick sem einu sinni var bíll sjálfs Halldórs Laxness. Ási segir okkur að stórskáldið Ólaf- ur Gunnarsson ætli sér að flytja bíl- inn til Bandaríkjanna til að láta gera hann upp. Blaðamannahjartað í mér tekur kipp og ég hugsa með sjálfum mér að nú sé fyrsta „skúbbið“ komið í greinina. Sigur Rós í Síldarverksmiðjunni Ætli verksmiðjan sé þó ekki fræg- ust fyrir tónleika Sigur Rósar sem teknir voru upp og notaðir í mynd- ina Heima. Í aðdraganda tónleik- anna var nóg að gera hjá Evu og Ása. „Við rúttuðum öllu út og bjugg- um til þetta flotta svið,“ segir Ási. Vikurnar fyrir tónleikana stopp- aði vart síminn á hótelinu, forvitn- ir aðdáendur og fjölmiðlafólk vildu fá grun sinn staðfestan – átti Sig- ur Rós að spila á Djúpavík? „Þegar tveir dagar voru í tónleikana gat ég ekki haldið áfram að þykjast ekki vita neitt. Svo kom hljómsveitin og örugglega tvö, þrjú hundruð manns til að horfa,“ rifjar Eva upp. Í dag er hefur verksmiðjan öðlast nýtt gildi. Hún er mikilvægur staður í huga aðdáenda sveitarinnar. Þeir koma langan veg til að sjá staðinn sem Sigur Rós spilaði á; til að finna lyktina af steypunni. Eða bara hlusta á fossniðinn sem hverfur ekki þótt verksmiðjur hverfi. Heimsmálin krufin Dagur breytist í kvöld. Við gæð- um okkur á dýrindis fiski. Ég, Ási og Eva, þýski vinnumaðurinn Claus og hundurinn Tína – hún heldur sig reyndar á mottunni en trítlar til okk- ar til að sníkja einn og einn bita. Við matarborðið eru heimsmál- in rædd og krufin til mergjar. Maður þarf að standa á skoðunum sínum. Geir H. Haarde rís ekki undir ábyrgð- inni þegar árar illa að íslensku þjóð- inni. Samfylkingin er sundruð hjörð og alltaf á móti samstarfsflokknum í orði en ekki á borði. Ég er kominn inn á heimili þar sem vinstri grænir ráða ríkjum en þó aðallega heilbrigð skynsemi. Það er ljóst á Ása að hann þolir illa yfirgang Bandaríkjamanna og eftirlátssemi við Ísraela eða stríðs- brölt yfir höfuð. „Við heimsóttum í Bandaríkjun- um minnisvarðann í Washington um hermennina sem létu lífið í Ví- etnam,“ segir Ási við mig fyrir utan hótelið. Hann hefur kveikt sér í pípu og við horfum út yfir fjörðinn á þoku- bakkana sem hafa leyst gömlu síldar- skipin af hólmi. „Það voru 68 þúsund nöfn á veggnum. 68 þúsund nöfn. Flestir ungir menn. Geturðu ímynd- að þér? Þessi helvítis stríð.“ Teikn á lofti Ég vakna og geng út á hlað. Tína kemur hlaupandi og horfir á mig biðjandi augum. „Hún langar í göngutúr,“ segir Claus á sinni sér- kennilegu íslensku. Hann er 37 ára og kom fyrst á Hótel Djúpavík eft- ir að hafa lesið um staðinn í þýsku ferðamannatímariti. Vorið eftir sendi hann Evu og Ása bréf og spurði hvort hann mætti koma yfir sumarið sem sjálfboðaliði. Í dag sinnir hann hin- um ýmsustu verkum á bænum og reynir hvað hann getur að læra ís- lensku. Ég leiðrétti hann og hann leiðréttir mig. Það er svipað ástatt hjá okkur fé- lögunum. Ég set á mig gönguskóna og geng af stað. Mig langar að halda að Tína elti mig en sannleikurinn er auðvit- að sá að hún stjórnar för. Enda trú- lega gengið þessa leið oftar en flest- ir. Við finnum vegarspotta fyrir ofan hótelið. Kríurnar öskra á okkur og ég ber hönd yfir höfuð en man svo eft- „Það voRu 68 ÞúS- und nöfn á veggn- um. 68 ÞúSund nöfn. fLeSTiR ungiR menn. geTuRðu ímyndað ÞéR. ÞeSSi HeLvíTiS STRíð.“ Framhald á næstu síðu PílagRímuR á Hótel Djúpavík Á hverju sumri leggur fjöldi ferðamanna leið sína til Djúpuvíkur í þeim eina tilgangi að sjá verksmiðjuna sem Sigur Rós notaði til tónleikahalds í myndinni Heima. Símon Birgisson eyddi viku á Hótel Djúpavík og kynntist pílagrímum frá Brooklyn sem vildu anda að sér sama lofti og Sigur Rós, varð vitni að yfirnátt- úrulegum atburðum og lærði þýsku af vinnumanni sem las um Djúpuvík í þýsku tímariti og býr nú í afskekktustu sveit Íslands. Horft yfir djúpuvík Tíkin Tína horfir yfir byggðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.