Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Qupperneq 78

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Qupperneq 78
miðvikudagur 25. júní 200878 Síðast en ekki síst DV Sandkorn n Megas tók lagið Þórsmerkur- ljóð í Kastljósi í fyrrakvöld. Lagið verður á væntanlegri plötu hans þar sem hann spilar og syngur gömul ís- lensk dæg- urlög með sínu nefi. Með Meg- asi spiluðu Senuþjóf- arnir sem hafa verið honum til halds og trausts undanfarin misseri, meðal annars á plöt- unum tveimur sem hann sendi frá sér á síðasta ári. Í hópinn hafði hins vegar bæst Þorbjörn Sigurðsson hljómborðsleikari sem er ekki beint við eina fjöl- ina felldur í hljómsveitarmál- um, hefur meðal annars spilað með Jeff Who?, Dr. Spock og Motion Boys auk þess að sjá um hljómborðsleikinn í þáttunum Bandinu hans Bubba sem lauk á vormánuðum. Úr bóli Bubba fór Þorbjörn svo greinilega í ból Megasar. Myndi það flokkast sem að fara úr öskunni í eldinn, eða að klífa metorðastigann? Þegar stórt er spurt ... n Hrafn Gunnlaugsson tók sig til og bauð allri ritstjórn tímaritsins Grapewine til heim- ili síns nú á dögunum. Tilgangur heimboðsins var að tengj- ast þessu unga og hæfileikaríka fjölmiðlafólki sem er á bak við blaðið og efla tengsl sín við fjölmiðla. Hrafn tók vel á móti gestum sínum með áfengi og með því. n Mikill óróleiki ríkir nú á með- al flugfreyja eftir tilkynningu Icelandair í gærmorgun um uppsagn- ir hundr- að þrjátíu og þriggja þeirra. Um er að ræða fjórðung þeirra flug- freyja sem starfað hafa hjá Icelandair og nær starfs- aldur þeirra allt upp í níu ár. Í viðtali við mbl.is segir formað- ur Flugfreyjufélagsins þetta vera með stærri bitum sem þau hafa orðið að kyngja undanfarin 20 ár. „Flugfreyjurnar sem láta af störf- um í október og nóvember geta lítið annað gert en að vera bjart- sýnar og byrjað að leita sér að nýjum störfum,“ sagði flugfreyja Icelandair sem vildi ekki láta nafns síns getið í samtali við DV. Hver er maðurinn? „Daníel Bjarnason, tónskáld og hljómsveitarstjóri.“ Hvað drífur þig áfram? „Gleði og forvitni.“ Hver er þinn helsti hæfileiki? „Ég veit það ekki.“ Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill? „Ég ætlaði að verða atvinnumaður í knattspyrnu. Ég lék lengst af með Fram.“ Hver eru þín helstu áhugamál? „Þau eru svo mörg. Bækur, sviðslist- ir, kvikmyndir, knattspyrna, matur og vín. Og svo margt annað.“ Byrjaðir þú snemma í tónlistarnámi? „Já, ég byrjaði þegar ég var 3 ára í Bandaríkjunum því leikskólinn minn var listaleikskóli, en svona af alvöru þegar ég fór að læra á píanó hérna heima 7 ára.“ Spilar þú á mörg hljóðfæri? „Nei, ég spila nú bara almennilega á píanó og bassatrommu.“ Hvenær byrjaðir þú að semja klassísk tónverk? „Ég var 16 ára þegar ég byrjaði fyrst.“ Hvernig tónlist hlustar þú á sjálfur? „Ég hlusta á ýmsar tegundir tón- listar. Það sem vekur áhuga minn á hverjum tíma sem getur verið æði mismunandi.“ Hvað er fram undan hjá þér? „Það er nú bara hitt og þetta. Ég stjórna tónleikum með kamm- ersveitinni Ísafold í ágúst, skrifa píanókonsert í sumar, svo fer ég í óperutónsmíðavinnubúðir í Covent Garden í London og á UNM-há- tíðina í Ósló í september. Eftir það held ég aftur til New York og verð þar meira og minna í haust.“ Hvert er uppáhalds- tónskáldið þitt? „Ég á mér mörg uppáhaldstónskáld.“ Ef þú værir ekki tónlistarmaður, hvað værir þú þá? „Annaðhvort vínbóndi eða atvinnu- maður í knattspyrnu.“ Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? „Ég á ekki beint sumarfrí, ég ætla að skrifa píanókonsert.“ Uppáhaldsstaður á Íslandi? „101 Reykjavík“ Ert þú frægur? „Það held ég ekki.“ Hver er draumurinn? „Að Ísland fari ekki á hausinn.“ MAÐUR DAGSINS Notar sumarið til að semja píaNókoNsert Daníel Bjarnason er ungt og upprennandi tónskáld sem hefur getið sér gott orð fyrir verk sín. Hann lenti nýverið í öðru sæti í alþjóðlegri tón- skáldakeppni í dyflinni fyrir verk sitt Öll hljóð bíða þagnar. BókStAfleGA „Þetta er nú bara það sem sums staðar hefðu verið talin eðlileg sam- skipti. Þannig sé ég þetta eftir að hafa skoðað mál- ið vandlega.“ n Sigurður Þ. jónsson, lögmaður séra gunnars Björnssonar á Selfossi, um meint kynferðisbrot hans gegn unglingsstúlkum. – dv „Ég tel það helst vera að fólk fer af stað með markmið svo háleit að ekki verður hjá því kom- ist að þau springi á miðri leið.“ n Linda Pétursdóttir, beðin um að gefa þeim sem stíga sín fyrstu skref í átt til betri lífsstíls góð ráð. - 24 stundir „Allir hommar í Fær- eyjum flytja til útlanda. Nema Rasmus sem mis- reiknaði stöðuna og var laminn í köku.“ n jens guð, meintur sérfræðingur í færeyskri tónlist, um færeyska tónlistarmanninn rasmus rasmuss- en. rasmus er á leið til landsins til að koma fram í afmælisveislu Samtak- anna ´78. - Fbl. „Ruddalegt tal hefur lengi fylgt enskri tungu, en hefur hing- að til verið sjaldgæft hér. Kannski hefur Ramsay þau áhrif, að áhorfendur mat- reiðsluþátta verði ekki lengur í húsum hæfir.“ n jónas kristjánsson um sjónvarps- kokkinn gordon ramsey og matreiðsluþátt hans. Sumir hafa kvartað yfir ruddalegu orðbragði kokksins. - jonas.is „Ástæðan fyrir því að ég hef svona mik- inn áhuga á tangó er fyrst og fremst að þetta er svo mikill spunadans.“ n maría Shanko er stofnandi dansfélagsins Tango adventure sem stendur fyrir tangókvöldum á kaffihúsum bæjarins. - vikan „Við erum nýkomin til Pensacola í Flórída og byrjuð að taka upp.“ n Linda Ásgeirsdóttir leikkona. Hún og Hrefna Hallgrímsdóttir hafa nú skrifað nýtt kvikmyndahandrit fyrir yngstu börnin um ævintýri hinna vinsælu Skoppu og Skrítlu. - 24 stundir „Síðast þegar við spiluðum þarna vor- um við settir í 90 mínútna pásu hjá Stuðmönnum. Það var mjög sérstakt að syngja fyrir fólk í pollagöllum.“ n Finni úr dr. Spock en hljómsveitin spilar á Þjóðhátíð í ár. - 24 stundir „Oxsmá Plánetan er gamall gull- moli sem fólk hefur ekki haft tæki- færi til að sjá fyrr en nú,“ segir Sig- urður Magnús Finnsson, einn af ritstjórum Rafskinnu sem kemur út í annað sinn 3. júlí. Að þessu sinni er efni raftímaritsins um þrjár klukku- stundir og samanstendur af stutt- myndum, myndlist, tónleikaupptök- um, tónlistarmyndböndum og fleiru. „Mest af þessu er nýtt efni en við erum sérstaklega stolt af því að gefa út þessa svo til fyrstu mynd Óskars Jónassonar leikstjóra,“ segir hann. Á Rafskinnu gefst áhorfendum kostur á að horfa á myndina með sérstakri leiðsögn þeirra Óskars og Hrafnkels Sigurðssonar myndlistarmanns og aðalleikara myndarinnar. Auk þess fylgja sérstök þrívídd- argleraugu með Rafskinnu að þessu sinni, ætluð til að horfa á nýjasta myndband Bjarkar Guðmundsdótt- ur sem er í þrívídd. Myndbandið gera tveir strákar frá Kaliforníu sem reka kvikmyndafyrirtækið Encyc- lopedia Pictura. Lag Bjarkar heitir Wanderlust og fer í spilun í sjónvarpi í tvívídd. „Þetta er alveg ótrúlega flott myndband, alveg hreint mögn- uð upplifun,“ segir Þórunn Hafstað, einn af útgefendum blaðsins. „Þetta er allt öðruvísi í þrívídd, það er ekki hægt að líkja því saman,“ segir hún. Auk Óskars og Bjarkar sýna fjöl- margir aðrir listamenn verk sín á Rafskinnu og má þar nefna Arcade Fire, Hjaltalín, múm, The Rapt- ure, Huldar Breiðfjörð og Takashi Homma. Allir sem koma að blaðinu gefa vinnu sína, bæði listamennirn- ir og þeir sem gefa það út. Það fæst í bóka- og tónlistarbúðum víðs vegar um landið. Gamall gullmoli frá Óskari Annað tölublað Rafskinnu kemur út: Óskar Jónasson Sýnir gamlan gullmola á rafskinnu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.