Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Qupperneq 29
 DV Fólkið mánudagur 30. júní 2008 29 Sumar Smellurinn Nýtt lag með hljómsveitinni Hjaltalín fór að heyrast í viðtækjum landsmanna í síðustu viku en eins og glöggir hlustendur hafa kannski tekið eftir er hér um að ræða lag af nýjustu plötu Páls Óskars í útfærslu stórsveitarinnar. „Lagið heitir Þú komst við hjartað í mér og Högna söngvara fannst þetta bara svo frábært lag að hann hafði samband við Palla sem var al- veg til í að leyfa okkur að útsetja það. Högni út- setti það svo skömmu fyrir sautjánda júní. Lagið var svo tekið upp á einum góðum degi í Hljóðrita í Hafnafirði af Sigurði Guðmundssyni eða Sigga í Hjálmum. Nokkrum dögum seinna var það svo komið í útvarpsspilun,“ segir söngkonan Sigríð- ur Thorlacius í Hjaltalín. „Útsetningin á laginu er í rauninni alls ekkert svo fjarri upprunalegu útgáfunni. Þetta er svona svolítill house-fílingur í laginu en með þessum klassísku hljóðfærum og stóru útsetningum verður svolítið annar hljómur í laginu.“ Lítið hefur borið á hinum týpíska sum- arsmelli fyrir þetta sumarið en staðfest- ir Sigríður að Þú komst við hjartað í mér sé sannkallaður sumarsmellur. „Þetta er algjör sumarsmellur, alveg æðislegur í grillveisl- urnar.“ Hjaltalín er skipuð tíu liðsmönnum og oft á tíðum bætast fleiri meðlimir við sveit- ina. Þessi stóri hópur hélt í stutt og þétt tón- leikaferðalag í júní sem Sigríður segir að hafi bara heppnast nokkuð vel. „Þetta var lítill og samanþjappaður túr. Við héldum tvenna tón- leika í Danmörku og tvenna í Bretlandi. Þetta voru auðvitað misjöfn gigg en öll mjög góð. Aðallega voru þau þó misjöfn fyrir þær sak- ir að það voru mismargir á tónleikunum. Fá- mennustu tónleikarnir voru í Brighton en það er einmitt málið þegar maður er í svona stórri sveit að það þurfa allavega að vera fleiri gestir á tónleikunum en eru í hljómsveitinni. Það rétt slapp þarna í Brighton en þó þetta hafi verið fáir áhorfendur þá voru þeir góðir og tónleik- arnir heppnuðust einstaklega vel.“ krista@dv.is Páll Óskar í Hjaltalínsbúningi: aðdáendur röggu Þjóðin dáist flestöll að Stuð- mannapíunni fyrrverandi, Ragnhildi Gísladóttur enda um frábæra söngkonu að ræða sem býður af sér einstakan þokka. Það sem kannski ekki allir vita er að haldið er úti sérstakri heimasíðu Ragnhildi til heið- urs af aðdáendum hennar. Á heimasíðunni má finna mikinn og skemmtilegan fróðleik um söngkonuna, staðreyndir, fréttir og gamlar blaðagreinar. Boðið er upp á dálk sem kallast spurt og svarað en þar geta aðdáend- ur svarað því hvert uppáhalds- lag þeirra er með söngkonunni og fleiri skemmtilegum spurn- ingum. Áhugasamir geta kíkt á www.raggagisla.com. Edda Björgvinsdóttir Er stödd í san diEgo: Sveitt við Skriftir á toppnum í taívan Svo virðist sem Garðar Thor falli vel í kramið hjá asísku kvenfólki því fyrri plata hans, Garðar Thor, selst eins og heitar lummur í Taívan og trónir á toppi klassíska listans. Þetta kemur fram á heimasíðu kappans www.cortes.is en platan kom út fyr- ir mánuði. Í dag kemur nýja platan hans, When You Say You Love Me, út í Bretlandi. Platan hefur þegar fengið góða dóma ytra og hægt er að hlusta á sex lög af plötunni á myspace-síðu kappans: www.myspace.com/offici- alcortes. Fyrir þá sem vilja frekar sjá Garðar en heyra þá er líka hægt að sjá myndband við titillag plötunnar. Lítið hefur borið á hinum fullkomna sumarsmelli fyrir þetta sumarið. nú hefur hljómsveitin Hjalta- lín hins vegar tekið sig til og sett lagið Þú komst við hjartað í mér, sem kom út á nýjustu plötu Páls Óskars, í nýjan búning. Lagið er sannkallaður sumarsmell- ur og segir söngkonan Sigríður Hjaltalín að það sé frábært í grillveislurnar. Edda Björgvinsdóttir, leikkona og leik- stjóri, situr ekki auðum höndum lengi. „Ég sit hérna sveitt við tölvuna og reyni að skipta mér milli þriggja verkefna,“ seg- ir Edda sem stödd er í San Diego, Kali- forníu. Það má segja að Bandaríkin séu hennar athvarf til þess að skrifa. Hún er um þessar að leggja lokahönd á meistararitgerð sína sem fjallar um húm- or í stjórnun. Edda hefur lagt stund á nám við Háskólann á Bifröst og líkar vel. En margir hafa eflaust fengið Eddu í heim- sókn í fyrirtækið sitt að tala um einmitt húmor. Meistararitgerðin er ekki það eina sem Edda sinnir þessa dagana. „Ég er að skrifa handrit fyrir Stundina okkar í samvinnu við Björgvin Franz Gíslason sem er nýr umsjónarmaður þáttarins,“ segir Edda og virðist spennt fyrir því að skrifa fyrir nýjan áhorfendahóp - yngstu kynslóðina. Það er alveg á hreinu að Edda einbeit- ir sér mikið og vel vestanhafs því þegar hringt er í símann hennar kemur einung- is talhólf sem segir: „Hæ, þetta er Edda. Ég svara ekki í símann fyrr en í júlí.“ Edda er ekki eina manneskjan sem stödd er í San Diego. Gísli Rúnar Jónsson býr líka í San Diego sem og Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir og Stefán Karl Stefánsson. Bjarga sumrinu Stórsveitin Hjaltalín sendi frá sér sannkallaðan sumarsmell á dögunum. fundinn Mikið að gera Edda Björgvinsdóttir hefur í nógu að snúast þessa dagana. Hún situr sveitt við skriftir á meistararitgerð sinni og handriti að Stundinni okkar. Sumarstrákurinn Páll Óskar Var sáttur við það að Hjaltalín setti lagið hans í sparibúning fyrir sumarið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.