Listin að lifa - 01.12.2004, Síða 3

Listin að lifa - 01.12.2004, Síða 3
Samskipti við stjórnvöld í síðasta blaði var m.a. sagt aðeins frá fundi sem talsmenn samtakanna áttu með fjármálaráðherra í lok ágúst í sumar. Einnig var birtur útdráttur úr þeim gögnum sem fram voru lögð á fundinum. Ráðherra vildi lítið ræða þær upplýsingar sem fram komu í gögnunum en kvaðst vilja beita sér fyrir að formlegur fundur í samráðsnefnd ríkisstjórnarinnar og LEB yrði haldinn fljótlega eftir 15. september þegar nýr forsætisráðherra hefði tekið við störfum. Ennþá hefur þó ekki verið boðað til slíks fundar. Landssambandið sendi hins vegar öllum alþingismönnum bréf daginn sem þing kom saman í haust, þ.e. 1. október, með fjölmörgum upplýsingum um þau umkvörtunarefni um kjör og aðstöðu aldraðra sem til umfjöllunar hafa verið í samtökum okkar. Örfáir alþingismenn hafa síðan haft samband við LEB til frekari upplýsingaöflunar. Tvær af starfsnefndum Alþingis, heilbrigðis- og trygginga- nefnd og fjárlaganefnd hafa í haust boðað fulltrúa frá samtökum okkar til viðræðna. Á fundinum með heilbrigðisnefnd, þar sem mættu af hálfu samtaka okkar þau Stefanía Björnsdóttir, Ólafur Ólafsson og Benedikt Davíðsson, gafst allgóður tími til skoðanaskipta. Full- trúar samtakanna tjáðu sig jákvæða gagnvart því frumvarpi sem var tilefni til fundarboðunarinnar. Það var frumvarp til laga um breytingar á álögðu gjaldi til framkvæmdasjóðs aldraðra, úr 5576 krónum á ári í 5738 krónur eða um 2,9%, enda rynni sú hækkun til framkvæmda en ekki til rekstrar. Siðan urðu allmiklar umræður um nauðsyn á að flýta framkvæmdum við uppbygg- ingu hjúkrunarheimila og einnig um eflingu heimahjúkrunar og almennrar heimaþjónustu fyrir aldraða. Það væri kostur sem margir aldraðir kysu frekar heldur en vist á hjúkrunarstofnunum. Auk þess væri það líka verulega ódýrari kostur fyrir ríkið, þrátt fyrir að aldraðir væru einu þjóðfélagsþegnarnir sem sjálfir væru krafðir um vistunargjöld við innlagnir á sjúkrastofnanir. Nefndinni voru einnig afhentir listar með upplýsingum um vaxandi fjölda fólks á biðlistum eftir vistun á hjúkrunarheim- ilum, svo og gögn um raunverulega skerðingu tryggingagreiðslna á undanförnum árum og aukna skattlagningu slíkra greiðslna. Á fundinn með fjárlaganefnd, sem haldinn var 8. nóvember, mættum við fjölmenn, þ.e. Benedikt Davíðsson, Karl Gústaf Ásgrímsson, Margrét Margeirsdóttir, Ólafur Ólafsson og Stefanía Björnsdóttir. Á þeim fundi gafst lítið sem ekkert tækifæri til umræðna, enda stóð hann ekki nema í 15 til 20 mínútur. Við lögðum fram alla okkar útreikninga sem áður hafa verið kynntir hér í blaðinu um nauðsyn á lagfæringum tryggingagreiðslna, bæði í formi hækkaðs grunnlífeyris og minnkandi tekjutenginga. Einnig um úrbætur í skattamálum. Þá rökstuddum við einnig áður framsett erindi LEB til fjárlaga- nefndar um aukið fjárffamlag ríkisins til starfsemi samtakanna. Fulltrúar samtakanna vöktu einnig athygli beggja þessara þingnefnda á að hin svokallaða samráðsnefnd ríkisstjórnarinnar og LEB hefði algerlega verið sniðgengin undanfarin misseri og óskuðu eftir stuðningi þingnefndanna til að virkja þá nefnd. Benedikt Davíðsson, Ólafur Ólafsson Jólakveöja ritstjóra Kæru lesendur; Jólahughrifin streyma til ykkar frá Snæfellsbæ og Grund- arfirði. Undan Jökli spretta álfasögur og frásagnir um dulræn fyrirbæri sem sýna að margt er hulið sjónum okkur. Jólasaga Áðalsteinu, Jólatréð í kistukassanum, snertir viðkvæma strengi, sýnir hvernig lítið jólatré gat tendrað helgiljóma á fátæku heim- ili, þrátt fyrir fráfall föður og frænda. Sjálfsbjörg úr helgreipum hafsins er ótrúleg saga. Hvernig gat ófrísk og ósynd kona bjargað sér upp í svellaða fjöru, langt frá landi? Sjálf segir hún að bænin hafi bjargað sér. Sögurnar í jólablaðinu vekja upp liðna tið. Á Sögumiðstöðinni í Grundarfirði er hægt að ganga á vit mannlífs í litlu sjávarplássi fyrir hálfri öld og skynja hinar miklu breytingar. Það er rétt sem forstöðumaðurinn segir, að sá fróðleikur sem eldra fólkið býr yfir er verðmætari en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Myndin af unglingunum í gær, eldri borgurum í dag - segir sína sögu. Látum ekki tímann renna frá okkur. Skrásetjum merka þætti úr lífinu! Snæfellsnes býr yfir miklum töfrum í landslagi, enda rís sjöunda mesta orkustöð heims yfir byggðinni. Stofnun þjóðgarðs er mikið gæfuspor, stórbætir aðgengi að magnþrunginni náttúrufegurð og söguslóðum. Fuglalíf og fjara, hraunmyndanir og klettaborgir, sjálfur Jökullinn - allt situr í minningunni. Hafið góða þökk fyrir að veita innsýn í ykkar stórbrotna umhverfi, kæru Snæfellingar. Það er mjög ánægjulegt að hafa fengið að kynnast svo mörgu góðu fólki í heimsóknum á landsbyggðinni. Megið þið öll njóta gleðiboðskapar jólanna. Fögnum saman nýju ári og nýjum verkefnum. Oddný Sv. Björgvins 3

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.