Listin að lifa - 01.12.2004, Síða 4

Listin að lifa - 01.12.2004, Síða 4
Sannleikanum verður hver... Ég gagnrýndi Tryggingastofnun ríkisins (TR) í grein í Morgunblaðinu fyrir nokkrum mánuðum, en var ekki virtur svars. Best að þegja málið í hel, en ég huggaði mig samt við þann gamla málshátt að - sannleikanum verður hver sárreiðastur. Aðalatriðið í gagnrýni minni var að TR forðaðist í lengstu lög í skrifum sínum til lífeyrisþega að útskýra það, hvað breytingar á lögum haustið 2002 um greiðslur til lífeyris- þega þýddu í raun og veru. I skrifum TR til lífeyrisþega var talað út og suður um þær breytingar sem voru í vændum um viðmiðun lífeyrisgreiðslna, án þess að nefna aðalatriðin. Til dæmis var þar hvergi nefnt að tekjur ársins 2002 mundu engin áhrif hafa til skerðingar á lífeyrisgreiðslur frá TR árið 2003, þegar upp væri staðið. Auðvitað vissi TR þetta, en umfram allt þá mátti venjulegur lífeyrisþegi ekki vita það. Lífeyrisþeginn gæti ef til vill fundið upp á því að reyna að hækka tekjur sínar það ár, að ekki sé talað um það að taka út fjármagnstekjur sínar, og borga aðeins fjármagnstekjuskatt, 10%, en halda samt tekjutryggingu sinni frá TR án skerðingar vegna þeirra tekna. Þær skerðingar nema 22.5% af fjármagnstekjum þeirra sem hafa tekjutryggingu. Þannig greiða margir aldraðir beint og óbeint 32.5% í skatt af fjármagnstekjum sínum. Skyldi óbreyttur alþingismaður vita þetta? Auðvitað voru þetta skipanir ofan frá í stjórnkerfinu til að lækka lífeyrisgreiðslur til aldraðra, sem forstjóri TR varð að hlýða, og „að sjálfsögðu" kaus hann að svara ekki. Aðalatriði lagabreytinganna var að frá og með árinu 2003 á að miða bætur TR við tekjur sama árs. Tilgangurinn er aug- ljós. Viðmiðunartekjur hækka a.m.k. sem svarar verðbólgu og skerðingar greiðslna verða því meiri, að öðru óbreyttu. Um það leyti sem þetta blað kemur út munu mjög margir lífeyrisþegar fá kröfu ffá TR um endurgreiðslu vegna þess að tekjur flestra lífeyrisþega hafa hækkað sem svarar verðbólgu. Sem sé ennþá ein aðgerð til að sauma betur að öldruðum. Ekki er horft í þann milljóna aukakostnað sem endurreikningur á öllum bótum hlýtur að hafa í för með sér fyrir TR. En mótleik verða menn helst að hafa í hverri skák og í vörn er það oft besti leikurinn að reyna að flækja stöðuna. í þessu tilfelli valdi TR að beina athyglinni frá núverandi hremmingum aldraðra, og efna til morgunverðarfundar þar sem á dagskrá var í raun aðeins eitt mál. Það var það, að ef fram fer sem horfir, þá verður framtíðarsýnin sú að eftir 30 ár fá margir ellilífeyrisþegar mjög há eftirlaun. Það er að segja þeir sem hafa á starfsævi sinni haft góðar tekjur og borgað í lífeyrissjóð talsverðan hluta tekna sinna. Ræðumaðurinn, sem var fyrrverandi forseti ASÍ, minnt- ist hinsvegar ekki einu orði á öryrkja eða atvinnulausa og aðra sem hafa ekki háar tekjur og fá þess vegna lágar greiðslur úr lífeyrissjóðum. Stórlega misheppnaður leikur, ekki síst vegna þess að ef og þegar þessi gósentíð rennur upp, þá verður fjöldi fundarmanna genginn á vit feðranna. Einstaka blómarós sem mætt var gæti ef til vill upplifað þessa gósentíð, en þær voru því miður alltof fáar. Þeir sem málið í raun og veru varðar voru fáir mættir, enda hafa yngri menn og konur lítinn áhuga á starfsemi TR ennþá. Mætti ef til vill biðja alþingismenn að fara sér bægar í að lækka skuldir ríkissjóðs, og gera eilítið meira fyrir öryrkja og aldraða? En þeim virðist það vera sanngjarnt að lækka ört skuldir ríkissjóðs, meðal annars með lágum greiðslum til aldraðra og annarra sem minna mega sín í okkar svokallaða velferðarkerfi. Að lokum, stæði ekki Tryggingastofnun ríkisins það nær að halda morgunverðarfund um málefni skjólstæðinga sinna eins og þau eru i dag? Eða er það yfirvöldum ef til vill ekki þóknanlegt? Pétur Gudmundsson Kjaramálafundur: Félög eldri borgara í Suðvestur kjördæmi boða til sameigin- legs opins fúndar um kjaramál eldri borgara, laugardaginn 22. janúar 2005, kl. 14-17, í safhaðarheimili Vídalínskirkju, Kirkjuhvoli við Kirkjulund í Garðabæ. Til þessa fundar er alþingismönnum kjördæmisins boðið, til að gera grein fyrir afstöðu sinni, í stuttu máli, til þessa mála- flokks, svo og að taka þátt í pallborðsumræðum, að loknum framsöguerindum, þar sem fundarmönnum gefst kostur á að leggja fram spurningar og athugasemdir. Það er kominn tími til að ráðamenn þjóðarinnar standi við kosningaloforðin. Það styttist óðum í næstu kosningar og það er undir okkur komið hvort umboð þeirra alþingismanna, sem nú sitja, verði endurnýjað eða ekki. Eldri borgarar eru hvattir til að mæta og láta í sér heyra um kjaramál sín. Félög eldri borgara um land allt eru einnig hvött til að efna til kjaramálafunda í kjördæmum sínum og láta þingmenn gera grein fyrir afstöðu sinni. Félag eldri borgara á Álftanesi Félag eldri borgara í Garðaba Félag eldri borgara í Flafnaifirði Félag aldraðra í Mosfellsba og nágrenni (FAMOS) Félag eldri borgara í Kópavogi 4

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.