Listin að lifa - 01.12.2004, Qupperneq 6

Listin að lifa - 01.12.2004, Qupperneq 6
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Tilgangur þjóðgarða er að vernda náttúru og sögulegar minjar á ákveðnu svæði. Þeim er jafnframt setlað að tryggja að allir hafi tækifeeri til að njóta svæðisins. í heimi þar sem sífellt er gengið nær náttúrunni eykst mikilvægi þjóðgarða og annarra verndaðra svæða. Eysteinsdalur er fallegur dalur norðan við Snæfellsjökul. í dalnum eru ijölbreytileg fjöll, gil og hvammar. Margar skemmti- legar gönguleiðir eru í dalnum svo sem að Klukkufossi, Blágili og á Sjónarhól. Landsvæðið vestast á Snæfellsnesi er oft nefnt Undir Jökli. Heillandi nátt- úra og merkar sögulegar minjar urðu til þess að þar var Þjóðgarðurinn Snæ- fellsjökull stofnaður 28. júní árið 2001 og er hann yngsti þjóðgarður Islands. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er fyrsti þjóðgarður á Islandi sem nær í sjó fram. Sérstaða þjóðgarðsins felst í nálægðinni við sjóinn og samspili mannlifs og náttúru. Allt fram undir lok 19. aldar var fjölmenn byggð á utanverðu Snæfellsnesi, einkum á þeim árstíma þegar vermenn voru þar við veiðar, og víða má sjá minjar um veru mannanna. Þjóðgarðurinn er einnig ævintýraheimur fyrir þá sem áhuga hafa á jarðfræði. Snæfellsjökull er virk eldkeila sem gaus síð- ast fyrir tæpum tvö þúsund árum. Hraun eru áberandi í landslaginu og víða má finna fallegar hraunmynd- anir. Purkhólahraun er t.d. talið eitt hellaauðugasta hraun landsins. Aðstaða til fuglaskoðunar er víða mjög góð, iðandi fuglalíf er bæði í sjávarhömrum og á láglendi. Gróðurinn er ekki mjög áberandi við fyrstu sýn en er afar fjölbreytilegur og forvitni- legur, allt frá jökli fram í sjó og er svæðið rómað sem gott berjaland. Ýmsar skemmtilegar sögur og sagnir tengjast landinu undir Jökli og eftir því sem sumir segja er gott að sækja sér orku til Snæ- fellsjökuls. Svæðið hefur verið skáldum og listamönnum innblástur og er enn. Aðalskrifstofa þjóðgarðsins er á Hellissandi, í húsnæði Islandspósts að Klettsbúð 7, en ætlunin er að á Hellissandi rísi þjóðgarðsmiðstöð. Þar verður vinnu- aðstaða fyrir starfsmenn þjóðgarðsins, upplýsingamiðstöð fyrir ferðafólk og gestastofa. Á Öndverðarnesi er forn brunnur, Fálki, og rústir eftir byggð fyrri tima. I fjörunni má sjá för eftir kili bátanna þar sem þeir voru dregnir á land. Símanúmer þjóðgarðsins er 436 6860 og netfang yfir sumarið er snaefellsjokull@ust.is og á veturna gudbjorg@ust.is. Heimasíða er hjá www.ust.is Dritvík og Djúpalónssandur eru meðal þekktari staða innan þjóð- garðsins. Dritvík var frá þvi um miðja 16. öld fram á miðja þá nítjándu stærsta og fengsælasta vorútver landsins og þaðan reru oft 40 til 60 skip með 200 til 600 vermönnum. Tíu þurrabúðir stóðu í víkinni þegar flest var. Leifar af fiskreitum eru upp um hraunið. Ekkert neysluvatn var í Dritvík og var það sótt í lónin á Djúpalónssandi. Unnið hefur verið að því að bæta stíga niður á Djúpalónssand og yfir í Dritvík. Ferðamálaráð hefur íátið reisa salerni við Djúpalónssand og ætlar að leggja varanlegan göngustig upp á útsýnishæð við sandinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.