Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 12

Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 12
Ólafsvíkurskáldið, Jóhann Jónsson, fædd- ist 1 896. Berklartóku þungan toll af honum og bundu loks endi á ævi hans 1932. Halldór Laxness skrifaði ógleymanlegar frásagnir af ævi Jóhanns, en sagt er að hann hafi ort frægasta Ijóð sem ort var á íslensku á þessari öld — Söknuður. Skáld í dularljóma fortíðar Minning persónuleika sem skara fram úr í samfélaginu skyldi ávallt í heiðri höfð Hér stendur Aðalsteina við fallega teppið sitt. „Elsa Guð- jónsson teiknaði munstrið eftir riddarateppinu á Þjóðminja- safninu. Eg sleppti hvíta litnum, er aðeins með þrjá liti og nota gulan lit í uppistöðunni," segir Aðalsteina. Herðasjalið prjónaði hún úr færeysku bandi. Aðalsteina Sumarliðadóttir er að komast á níræðisaldur, en búin að vinna það þrek- virki að vekja upp minningu manns sem var að falla í glatkistuna. Aðalsteina er búin að safna minningabrotum um Jóhann í tíu ár og koma af stað þremur dagskrám um hann. Eldlegur áhugi hennar varð til þess að Elín Una Jónsdóttir safnvörður setti upp sýningu um Jóhann í Pakkhúsinu í Ólafsvík í sumar. Óskadraumur Aðalsteinu er að minnisvarði um Jóhann risi í Ólafsvík. V'ið heimsækjum Aðalsteinu, sjáum myndband af dagskránni um Jóhann sem haldin var í félags- heimilinu Klifi í vor, skynjum eldmóð konunnar á áhugamálinu, en hvernig stóð á því að hún byrjaði á þessu? „í bernskuminningunni var talað um þennan dreng sem sérlega vel gefinn, að hann hefði skarað fram úr öðrum ung- lingum. EkkTtil að gösla og vinna. Hann var allur í hugarheimnum, eins og Halldór Kiljan. Þeir voru mjög líkir. „Hugarheimur hans var allur einn samheldinn skáldlegur draumur.“ (Af skáldum.) Eitt atvik hratt mér sérstaklega af stað. Þegar Ólafsvík minntist 300 ára verslunarafmælis 1987, kom lítið skrifpúlt í leitirnar. Þetta skrifpúlt átti Jóhann sem barn. Fermingarárið sitt lá hann alveg rúmfastur og þá hefur hann legið með skrifpúltið á hnjánum.“ Aðalsteina leggur skúffu á borðið, fulla af ljósritum, blöðum og skjölum um Jóhann. „Þetta er skrifstofan mín,“ segir hún. „Eg kem litlu á prent, sonur minn og aðrir mér hæfari sjá um það. Ég sé aðeins um að afla gagna, byrjaði að safna þessu af því ég veit að maðurinn var þess virði. Halldór Laxness gaf út bókina Ljóð og ritgerðir á merkisárstíð Jóhanns, þegar hann hefði orðið fimmtugur. Þegar Skálda- tími kom út, þar sem Halldór fjallar líka um Jóhann, fór ég alvarlega að hugsa um þetta. Jóhann veiktist sem barn, komst í gegnum menntaskóla og fór til Þýskalands með þeim ásetningi að verða rithöfundur alveg eins og Halldór en auðnaðist ekki að lifa langa ævi. Veikindin hafa ekki komið nógu vel frarn hjá þeim sem hafa fjallað um hann. Hann stundaði háskólanám í bókmenntum um fjögurra ára skeið og vann fyrir sér fársjúkur með þýðingum úr dönsku yfir á þýsku á ýmsum verkum Gunnars Gunnarssonar, einnig þýddi hann verk eftir Halldór. „Þegar ég hitti hann 1931 var hann fýrst og ffemst lærdómsmaður. Hann var þá orðinn bókmenntafróðastur íslend- inga sem ég þekkti." (Af skáldum.) Jóhann hefur stundum verið nefndur „eins kvæðis skáld“ og þá vitnað til ljóðs- ins Söknuður. Hann var mjög vandvirkur, jafnvel einum of. Ljóðið Gráttu ekki góða mamma hef ég kunnað frá barnæsku, en aldrei haft hugmynd um eftir hvern það var. Svo sá ég í Þjóðarbókhlöðunni að ljóðið mitt kæra var eftir hann sem ég heyrði einna mest talað um sem krakki. Ég sagði Elínu að við mamma hefðum alltaf sungið ljóðið saman. Hún fékk Veroniku Osterhammer tónlistarkonu til að útsetja lagið sem ég raulaði - og á Klifi í vor söng Veronika þetta yndislega ljóð.“ Ibúar í Snæfellsbæ og Aðalsteina voru heppin að fá Elínu Unu til starfa, en hún er safnvörður bæjarins. Sýning Elínar Unu sem ber heitið „Jóhann Jónsson - sögubrot úr ævi skálds" var sett upp í Pakkhúsinu, Byggðasafni Snæfellsbæjar, síðastliðið vor. Sýningin hefur vakið svo mikla athygli að nú er ákveðið að hún verði sett upp í Þjóðarbókhlöðunni næsta sumar. Snilld hans fannst í magnaðri rödd og ffamsetningu. „Letrað mál var hégómlegt í samanburði við þennan gullbryddaða róm sem stundum hafði mýkt af flosi - að heyra hann tjá verk sín var eins og undur í draumi.“ H.K.L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.