Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 13

Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 13
Jóhanna litla eftir Jóhann Jónsson Bliknuð á beði sínum hún beið í hljóðri þrá, og ókenndri eftirvænting á unga svipinn brá. Hún fann það ósjálfrátt á sér að álengdar var hann á leið vegfarinn víða kunni, vinurinn sem hún beið. Gráttu ekki, góða mamma, gráttu ekki, pabbi minn, því englarnir ætla að vernda augasteininn þinn. Jesús sagði það sjálfur, ég sá hann í draumi í nótt, að liðinni lítilli stundu líklega verð ég sótt. Hún vaggaði í Ijúfri leiðslu, þá leið hún um húmsins sæ og fjær út á faðmvítt hafið bar fleyið í himneskum blæ. Hún fann að í hönd sér var haldið af hvítvængja Ijósdísum tveim: Systurnar brostu þar báðar og buðu’ hana velkomna heim. Þrjú af sex kvaeðiserindum. Jóhann Jónsson. Aðalsteina talar um mikilvægi réttrar söguritunar. Hún er afar sár yfir rangfærslu í ævisögu Þorbjargar Guðmundsdóttur ljósmóður, Sól af lofti líður. „Þar er sagt að Kristján í Koti, seinni maður móður Jóhanns, hafi brennt bréfin frá Jóhanni. I vor komu systkinabörn Jóhanns hingað og sögðu: „Þetta er ekki rétt! Bréfin fóru í kistuna hennar ömmu, þau voru það dýr- mætasta sem hún tók með sér.“ „Þetta voru stórfréttir fyrir okkur,“ segir Aðalsteina. Halldór lýsir móður hans þannig: „Þetta var ákaflega pasturslítil kona sem sat við lítinn glugga og lét lífið fara fram hjá sér að vild, þegjandi.“ Halldór heimsótti Jóhann síðast er hann lá fyrir dauðanum, sat við rúmstokk hans heilan dag og langt frarn á nótt „og hann sagði mér stórfeinglegt skáldverk sem hann hafði fullsamið í huganum; það var um íslenskan saungvara, sem saung fyrir allan heiminn, líf hans, stríð og heimkomu. Hefði hraðritari setið við rúmstokkinn og skrifað upp hvert orð sem hann hvíslaði væru íslenskar bók- mentir nú snildarverki ríkari." H.K.L. Jóhanni auðnaðist ekki að snúa aftur heim til íslands. Hann lést í Þýskalandi. Unnusta hans, Elísabeth Göhlsdorf, kom með duft hans til Olafsvíkur og afhenti aldraðri móður hans. Líkræða var haldin yfir duftinu sem var jarðsett í Ólafsvíkur- kirkjugarði 2. september 1935. „Jóhann var einn af merkustu Ólafs- vikingum. Óskadraumur minn er að settur verði upp minnisvarði um hann hér í Ólafsvík," segir Aðalsteina. Vonandi að hennar mikla vinna beri þann ávöxt. O.Sv.B. Vinalegt hótel með persónulegri þjónustu Hótel Tangi HafnarbyggÖ 17 sími: 473 1840 690 Vopnafjörður hoteltangiOsimnet.is Við veitum elli- og örorkulífeyrisþegum staðgreiðsluafslátt af verði lyfja og ókeypis heimsendingu „innan hverfis11 ef óskað er. Garðs Apótek Sogavegi 108-108 Reykjavík ■ sími 568 0990 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.