Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 14

Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 14
Vinafélagið í Snæfellsbæ Snæfellsbær stóð fyrir óvanalegu félagi fyrir 22 árum sem hefur haft margt gott í fór með sér fyrir eldra fólkið þar. Það var Rauðakrossdeildin í Ólafsvík sem stóð fyrir stofnun vinafélags eldri borgara 20. janúar 1982 í samvinnu við tíu félagasamtök. Tilgangurinn var að hafa opið hús einu sinni í mánuði yfir veturinn. I fyrstu stjórn voru kosin: Guðrún Alexandersdóttir for- maður, Jónas Gestsson ritari og Ólafur Kristjánsson gjaldkeri. Fulltrúi Rauðakrossdeildarinnar, sem er verndari félagsins, var Gestheiður Stefánsdóttir. Á fyrsta aðalfundi segir í skýrslu stjórnar: „að stjórnin hafi kynnt félagið meðal eldri borgara með því að senda öllum íbúum 60 ára og eldri fréttabréf með lögum félagsins. Þá hefðu verið haldnar fjórar samkomur sem allar hafi tekist mjög vel. Ljóst væri að eldri borgarar kynnu vel að meta þetta framtak félaganna. Stjórnin hefði skrifað Ólafsvíkurhreppi og óskað eftir framlagi að upphæð kr. 5.000.00 sem hefði verið veitt, auk þess hefði Ólafsvíkurhreppur greitt húsaleigu vegna samkomuhalds." Árið 1983 fór hreppsnefnd Ólafsvíkurhrepps þess á leit að félagið tilnefndi fulltrúa í byggingarnefnd íbúða aldraðra og til að fara með önnur málefni aldraðra í umdæminu. Tilnefndur var einn fulltrúi frá Vinafélaginu og annar frá Rauðakrossdeildinni, auk þriggja fulltrúa Ólafsvíkurhrepps. Nefndin beitti sér fyrir stofnun félagsmáladeildar aldraðra í Ólafsvíkurkaupstað sem var skipuð einum fulltrúa bæjarfélagsins, ásamt fulltrúum Rauða- krossdeildar og Vinafélags eldri borgara. Árið 1986 var dvalarheimilið Jaðar tekið í notkun sem var mikill gleðidagur. Vinafélagið hvatti þá aðildarfélögin til að styðja vel við starf hinnar nýju stofnunar sem þau hafa gert alla tíð síðan. Árið 1990 var starfssvæði Rauðakrossdeildarinnar stækkað og náði þá yfir sveitarfélögin í Ólafsvíkurlæknishéraði, þ.e. Stað- arsveit, Breiðuvík, Neshrepp utan Ennis og Ólafsvíkurkaupstað. Við breytinguna urðu tímamót í starfi Vinafélagsins, en þá komu félög og klúbbar í Neshreppi inn í starfið. Félagasamtökin á bak við Vinafélagið voru þá orðin miklu fleiri. Aukinn kraftur færðist í starfsemina sem varð líka fjöl- breyttari. í byrjun bauð Vinafélagið upp á skemmtanir og sam- verustundir á heimasvæði, en smám saman var farið að bjóða í ferðalög, á leiksýningar o.fl. Sveitarfélögin á svæðinu hafa alltaf stutt vel við félagið. Með stofnun Félags eldri borgara í Snæfellsbæ árið 2000 var mikið framfaraspor stigið í félagsstarfinu, en nýja félagið hefur staðið fyrir vikulegum samverustundum yfir vetrarmánuðina. Snæfellsbær hefur greitt laun starfsfólks og lagt til húsnæði. Mjög Stjórn Félags eldri borgara í Snæfellsbæ sendir öllum lesendum blaðsins bestu jóla- og nýárskveðjur. Talið frá vinstri: Margrét Þorláksdóttir, Kristín Kristinsdóttir, Bjarni Ólafsson, Metta Jónsdóttir og Guðrún Tryggvadóttir, formaður félagsins. gott samstarf hefur tekist með Vinafélaginu og FEB. Nefna má Nesballið, sameiginlega árlega skemmtun, sem félög eldri borg- ara á Snæfellsnesi halda til skiptis. Einnig hafa félögin tekið þátt í árlegri guðsþjónustu á uppstigningardag til skiptis í kirkjunum í Snæfellsbæ, í góðri samvinnu við sóknarprestana. Starfið hefur þróast á þessum 22 árum. I vetur liggja fyrir eftirtalin verkefni: Nesball í lok október, Kúttmagakvöld í janúar, skemmtikvöld í mars, fyrsta maískemmtun í boði Verkalýðsfé- lags Snæfellsbæjar og guðsþjónusta á uppstigningardag. Gaman vœri að vita hvort fleiri slík vinafélög eru starfandi á landinu. Föndrið var kveikjan Guðrún Tryggvadóttir for- maður segir frá aðdraganda að stofnun FEB í Snæfellsbæ Félag eldri borgara í Snæfellsbæ var stofnað 5. apríl 2000. Stofnfélagar teljast þeir sem greiddu fyrsta árgjaldið. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu Aðalsteinn Jónsson frá Hellissandi og Ólafsvíkingarnir Ebba Jóhannesdóttir, Gunnar Hjartarson, Magðalena Kristjánsdóttir og Guðrún Hjartardóttir. Þegar ég fer að rifja upp aðdraganda félagsins get ég ekki annað en minnst Kristínar Hansdóttur, eiginkonu Hjörleifs Sig- urðssonar vegaverkstjóra, en við Kristín vorum með félagsstarf eldri borgara fyrir Ólafsvík fyrr á árum. Kristín var einstaklega áhugasöm og dugleg við hvers konar föndur og fór fljótlega að tala um stofnun eldri borgara félags. Hún fór að viða að sér ýmsum gögnum, svo sem lögum og hvernig önnur félög störfuðu, en skyndilegt fráfall manns hennar 1998 varð til þess að hún flutti suður. En hún var búin að sá fræjum sem þroskuðust. Eftir að Kristín hætti var félagsstarfið í Ólafsvík og Hellissandi sameinað. Nú er þetta orðið félag Snæfellsbæjar. Góður byr kom í seglin þegar hjónin Aðalsteinn Jónsson og Aldís Stefánsdóttir komu inn í starfið. Þá var fyrir alvöru rætt um stofnun félagsins og þegar sú frétt spurðist út komu Lionsmenn færandi hendi með 100 þúsund krónur. Þegar búið var að styðja nýtt félag svo vel fjárhagslega, var ekki aftur snúið. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.