Listin að lifa - 01.12.2004, Page 22

Listin að lifa - 01.12.2004, Page 22
Fallegur bær í sterkri mótun Sögumiðstöðin og Eyrbyggjar urðu til upp úr hátíðinni - Á góðri stund í Grundarfirði sem hefur verið árviss skemmtun síðustu sex árin Kirkjufell er hið fyrsta sem fangar augað og vekur lotningu. Formfagra íjallið sem rís yfir bænum, Iíkt og risastór pýramídi. Nafnið er sterkt og nær vel yfir þau áhrif sem fjallið vekur. I björtu veðri er mikil upplifun að sigla um Breiðafjörðinn, sjá Kirkjufellið rísa ffaman við Grundarfjörð, varða bæinn og veita honum skjól, líkt og kirkjan á að gera. Skyldu sæfarendur hafa gefið fjallinu nafn? Grundarfjörður ætti að bera sitt forna heiti eftir fjallinu - Kirkjufjörður. Mýrarhyrnan státar í baksviðinu, fjallið sem flestar kindur hafa hrapað í. Frægir klettaklifrarar hafa komið til Islands, aðeins til að klífa Mýrarhyrnuna. Helgrindur í baksviðinu, nú snæviþaktar. í björtu morgunsárinu vakti athygli að sjá sunnanáttina koma yfir fjöllin í þokulíki, en fjallaskúrinn náði ekki yfir bæinn, lónaði bara í fjallaskörð- unum. Fólkið, fjöllin, fjörðurinn er árvisst rit sem Eyrbyggjar, hollvinasamtök Grundar- fjarðar, og sögunefnd Eyrarsveitar standa saman að. Hollvinasamtökin spruttu upp úr Grundarfjarðarhátíðinni „Á góðri stund Frönsk skúta í vinabæjarheimsókn. í Grundarfirði" fyrir 5 árum. Betur væri að slík samtök störfuðu á fleiri stöðum. Sögumiðstöðin er annað stórmerkilegt framtak, en hún var opnuð fyrir 3 árum. Gestir og gangandi geta nú gengið inn í söguna, fræðst um frönsku sjómennina sem byggðu hér hús og kirkju. Skoðað gamlar ljósmyndir í Bæringsstofu, en Bæring Cecilsson var ljósmyndari Grund- firðinga um áratugaskeið. Stórkostlegt að hafa slíka miðstöð í miðjum bæ og geta að auki lesið sér til um Grundarfjörð í sagn- fræðiritinu sem hefur nú komið út í 5 ár. Grundarfjörður er ungur bær, þótt Grundarfjarðarkaupstaður hinn forni sé talinn einn elsti kaupstaður landsins. Núverandi þéttbýli fór ekki að byggjast upp fyrr en eftir 1940. Fyrir 1940 fæddust allir í sveit. Eftir 1940 fer fólk að fæðast í þéttbýliskjörnum. Kvíabryggja var áður fjölmennasta byggðin í Grundarfirði, þar bjuggu 59 manns árið 1940. Önnur byggð var nánast engin nema í sveitunum í kring - og flestir bændur sóttu sjóinn á árabátum, síðar vélbátum með svipuðum hætti og verið hafði kynslóðum saman. Hvað varð þá til að þéttbýli fór að myndast? Svar: Frystihúsið! Með komu frystihússins var hægt að fá dagvinnu, áður hafði fólkið aðeins getað stundað sinn búskap og sjómennsku. Símstöðin hafði líka mikil áhrif. Þegar hún var sett var upp á jörðinni Gröf, fóru menn að fara út í Grafarnes. Þorpið hét áður Grafarnes í Eyrarsveit. Síðar var því breytt í Grund- arfjörð, enn síðar í Grundarfjarðarbæ. Á Grundarkampi voru Frakkar með útgerð lengst af á 19. öld og komu þar iðu- lega fram yfir aldamót. Sennilega er talið að norskir, enskir, þýskir og danskir kaup- menn hafi lent við Grundarós löngu fyrir tíma einokunarverslunar, sumar þjóðir jafnvel allt frá landnámi. Þegar einokun á verslun var aflétt á Islandi 1786 kom Grundarfjörður mjög til álita sem besti staður fyrir verslun og viðskipti á Vestur- landi. Ekki reyndist grundvöllur fyrir því, en ómögulegt að vita hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir Grundarfjörð hinn unga. Fjölbrautaskóli fyrir allt Nesið er nú risinn á Grundarfirði. Nemendur eru keyrðir daglega á milli, enda aðeins 10-15 mínútur akstur hingað frá Ólafsvík, 15-20 mínútur til Stykkishólms eftir að nýja brúin opnaðist yfir Kolgrafarfjörð. Grundarfjörður er miðsvæðis á Nesinu. Simenntunarmiðstöðin í Borgarnesi stendur fyrir námskeiðum á hverjum vetri fyrir eldra fólkið. Miðstöð skemmtiferðaskipa á Snæ- fellsnesi. Víða erlendis sér maður svipaða þróun og nú er að eiga sér stað á Grundar- firði. Hér er besta höfnin og í sumar komu hingað 13 skemmtiferðaskip. Viðkoma skemmtiferðaskipanna breytir oft minni plássum. Litlar listaverkabúðir spretta upp og íbúar mála, föndra og prjóna fyrir ferðamennina. Meirihluti farþeganna fer í hringferð um Jökulinn, en nálægt 100 manns eru yfirleitt eftir sem vilja skoða plássið. Nú er farið að kjósa fólk til að sjá um afþreyingu og heilmikið er gert. Konur á íslenskum búningi setja upp söluborð með föndurvarningi. Sungið er við kirkjuna. Leikskólar taka þátt í þessu. Og heima- menn og áhafnir taka höndum saman, eins og þegar ein áhöfnin háði knattspyrnuleik við heimamenn - ekki er getið um hver sigraði! Vel hugsað um eldra fólkið Ivar Árnason er formaður Félags eldri borgara í Eyrarsveit. Félagið var stofnað 1. október 1992 og fyrsti formaður var Guðmundur Runólfsson. Eyrsveitungar hafa sömu reglu og þeir í Snæfellsbæ - að láta formenn ekki sitja lengur en 2 ár. Um 80 manns eru í félaginu. „Það háir okkur

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.