Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 24

Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 24
Sögumiöstööin í Grundarfirði í miðbæ Grundarfjarðar blasir við hús sem hýsir Eyrbyggju - Sögumiðstöð. Húsið, sem skartar nú býsna nútímalegu útliti, var byggt á sjöunda áratugnum. Þar var áður verslunin Grund og síðar ýmis starfsemi, en húsið hefur nú hlotið nýtt hlut- verk sem þungamiðja menningarlifs í Grundarfirði. Eyrbyggja - Sögumiðstöð er sjálfseignarfélag sem varð til að ffumkvæði nokkurra einstaklinga sem lagt hafa ómælda elju og trú í verk- efinið að ótöldum vinnustundunum. Gengið er inn í svokallaða Gestastofu í húsinu. Þetta er móttökurými sem sinnir upplýsingagjöf til ferðamanna. Þarna eru einnig minjagripasala, almenningssími og net- kaffi og hægt að tylla sér niður með kaffibolla. Á snertiskjá fást upplýsingar um ferðaþjónustu á Snæfellsnesi. Gestir ýta á landa- kortið, á þann stað sem þeir vilja vita meira um, hvort heldur varðar gistingu, veitingar, afþreyingu eða aðra þjónustu. Þannig Fjölskylda við jólatréð - jólamynd frá 1963. má „ferðast á puttanum“, vítt og breitt um Nesið, án þess að færast sjálfur úr stað. Og þannig fæst góður undirbúningur áður en haldið er í ferðina sjálfa. Vigdís Finnbogadóttir heimsótti Grundarfjörð í sinni forsetatíð. Hér er hún með Bæring Cecilssyni, heiðursborgara Grundarfjarðar. Inn af Gestastofu eru tveir salir, Bæringsstofa og aðalsalur. Bæringsstofa varð til með arfleifð Bærings Cecilssonar til Grund- arfjarðar. Bæring var áhugaljósmyndari alla sína tíð, tók myndir frá árinu 1945, til dauðadags 2002. Jafnframt var hann fyrsti myndatökumaður Ríkissjónvarpsins á landsbyggðinni og margir muna sjálfsagt eftir myndum hans. Bæringsstofa var opnuð suma- rið 2003 og þar er úrvali af myndum Bærings varpað á stórt tjald. Á einni klukkustund renna fram myndir af mannlífi og stöðum, aðallega í Grundarfirði. Margir Grundfirðingar og landsmenn hvaðanæva af landinu munu þekkja sig og sitt samfélag þegar sýndar eru myndir af drekkhlöðnum síldarbátum við bryggju, frá skemmtiatriðum á þorrablóti og af börnum og unglingum á jólaballi. Það virðist ekki skipta máli hvaðan úr heiminum fólkið kemur. Margir útlend- ingar hafa orðið algjörlega hugfangnir því að myndir Bærings opna óvenjulega og persónulega sýn á lífið í litlu samfélagi fyrr á árum. Undir myndasýningunni hljómar gjarnan söngur grund- firsku söngsveitarinnar „Sex í sveit“. Ymsir viðburðir eru í Bæringsstofu auk myndasýninga. í salnum er fyrirmyndaraðstaða til ráðstefnuhalds og kvikmynda- sýninga. Þar hafa einnig verið sögustundir og ýmsar uppákomur sem auðga menningarlífið í bænum. Sá ffóðleikur sem eldri borgarar búa yfir er í raun mun verðmætari en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Nauðsynlegt er að hvetja eldri borgara til að skrásetja þætti úr ævi sinni eða fá aðstoð ffá barnabörnum til að hljóðrita ffásagnir sínar. Sýningar í aðalsal eru að mótast. í salnum er að finna marg- víslegan fróðleik um veru franskra sjómanna í hinum gamla Grundarkaupstað á 19. öld. Vélbáturinn Brana var settur þarna upp í sögulegu umhverfi síðastliðið vor. Brana var upphaflega árabátur, en vél var sett í bátinn 1930. Mönnum kemur saman um að tilkoma bátavélanna hafi verið mikilvægur áfangi á leið Islendinga í átt til nútímans. Vélbátavæðingin var ein af forsend- unum fyrir þróun þéttbýlis og samfélagsbreytinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.