Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 28

Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 28
Virðingarleysi fyrir öldruðum Mér var sagt íirá öldruðum manni, sem fór í boðsferð til Kína og sagði við heimkomuna ffá því sem kom honum mest á óvart: En það var hvað öldruðum var sýnd mikil virðing þar. Reynsla þeirra og Iífssýn var metin að verðleikum. En hvernig er þessu varið hér hjá okkur? Við starfslok er öldruðum ýtt til hliðar og markaður bás, þeim er ætlaður ákveðinn lífsmáti, þeirra er ekki lengur þörf í athafna- lífinu og þeir eiga að hafa hægt um sig. Þeir eru jafnvel taldir byrði á þeim sem eru að koma sér fyrir í sólinni núna. Með því að dæma þá úr leik og ýta þeim út í horn, gerir fjarlægðin þá að einsleitum hópi, einangrar þá og býr til þröngsýnar staðalmyndir af þeim. Það er mikil sóun á lífsreynslu, menntun og hæfileikum þessa fólks að gefa því ekki kost á sveigjanlegum starfslokum. Nýta ekki krafta þeirra í ýmis verkefni, hlutavinnu eða sjálfboðin störf. Það gefur efri árunum innihald og lífsfyllingu þegar eldri borg- arar eru metnir hæfir til að leysa af hendi ýmis konar verkefni og þegar þeir finna að þeir geta orðið einhverjum að liði. Það er einfaldlega heilsuefling og sparar samfélaginu útgjöld. „Besta vernd gegn geðsjúkdómum aldraðra er sennilega að vinna bug á kreddum um þá og stuðla að meiri virkni þeirra og þátttöku í samfélaginu meðan heilsa og kraftar endast, “ heyrði ég haft eftir lcekni. Það er tilhneiging til að setja alla aldraða undir einn hatt eins og þeir séu ekki lengur einstaklingar. hver með sinn persónuleika, lífsreynslu, áhugamál og óskir. Við eigum margt sameiginlegt, en hvert og eitt okkar er alveg einstakt. Það er stórkostlegt. Við eigum að hlú að einstaklingseðlinu og virða það. Aldraðir sjást varla nokkurn tíma í sjónvarpi, þeir eru þó um 8% þjóðarinnar - og þegar þeir eru sýndir, t.d. í skemmtiþáttum, eru þeir hoknir, tannlausir og nefmæltir. Slíkt stuðlar ekki að æskilegri sjálfsmynd eldri borgara heldur niðurlægir þá og gefur yngra fóllci ranga mynd af ellinni. Það er til fuílt eftirlaunafólki sem lifir með reisn og tekur þátt í íþróttum, ferðalögum, söng o.fl. eftir að það hefur hætt launaðri vinnu. Það bætir árum við lífið og gæðir það um leið innihaldi. Heldur áfram að mennta sig með því að sækja námskeið af ýmsu tagi og leggja af mörkum sjálfboðna vinnu til þjóðfélagsins. Fjöl- miðlar ættu að hafa áhuga á að segja frá viðfangsefnum þessa hóps og upplýsa um hve efri árin geta verið ánægjuleg. Einnig mættu fréttamenn leita álits eldri borgara á málefnum líðandi stundar. Eldra fólkið býr yfir reynslu, yfirsýn og gildismati sem hollt er fyrir yngra fólk að hlusta á. En það eins og alltaf sé verið að tala við sama fólkið, miðaldra karlmenn helst. Það mætti láta fleiri raddir heyrast. Sýnum öldruðum virðingu og hlustum á það sem þeir hafa til málanna að leggja. Leyfum þeim að lifa með reisn og vera með í ákvarðanatöku um sín málefini. Kæfum þá ekki í forsjár- hyggju eins og þeir séu óvita börn. Pálína Jónsdóttir RSVHDE ClgrNCOMfOBT- ecco Ljósa, dökka en lipra þó sem leika blítt við fótinn þinn, ef þig vantar slíka skó þá skelltu þér í Iljaskinn. peáaq sam/r/ Rccbok Góðir skór og stuðningssokkar HITAVEITA SUÐURNESJA HF jÉafiarameistarinru xyjiLj^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.