Listin að lifa - 01.12.2004, Síða 29

Listin að lifa - 01.12.2004, Síða 29
A tímamótum - nýr lífsstíll aldraðra Helgi K. Hjálmsson, varaformaður LEB, sat námsstefnuna fyrir hönd Landssambandsins Námsstefna var haldin á vegum Endurmenntunar Háskóla íslands í samstarfi við Öldrunarfélag íslands 5. nóvember 2004. Fyrirlesarar voru: Anna Helset, félagsfræðingur frá NOVA (Norsk institut for Oppvekst og Aldring) í Noregi. Hún nefndi fyrirlestur sinn: „Við lifum tíu árum lengur hér“. Norsk sveitarfélög og norskir ellilífeyrisþegar á Spáni. Ingibjörg Þór- hallsdóttir frá félagi húseigenda á Spáni: Framtíðarsýn varðandi íslenska, eldri borgara á Spáni. Margrét Margeirsdóttir, varafor- maður FEB Reykjavík, sem ræddi um hlutverk þjónustuhóps aldraðra. Berglind Magnúsdóttir, öldrunarsálfræðingur, nefndi erindi sitt „Ungur nemur, gamall temur“ og Sigrún Pétursdóttir, eldri borgari, sagði frá reynslu sinni af því sem hún kallaði „Nýtt líf eftir starfslok". Á námsstefnunni var fjallað um það hvernig bætt heilsa og fjárhagur hefur valdið breyttum lífsstíl, breytingum sem virtust óhugsandi fyrir nokkrum árum síðan. Það var fjallað um þessar lífsstílsbreytingar og hvernig samfélagið styður við aldraða til þess að njóta þeirra. Kynntar voru niðurstöður rannsókna, sem gerðar hafa verið um norska eldri borgara, sem kjósa að verja ævikvöldinu á suðlægum slóðum, þróun sem gætir í síauknum mæli í nágrannalöndum okkar og einnig hérlendis. Fram kom að þessi hópur fer stöðugt vaxandi. Ástæður þessa eru fyrst og fremst einstaklega góð og heilsusamleg veðrátta á Suður-Spáni og verulega lægri framfærslukostnaður bæði í fæði og húsnæði - það hagstæður að smánarlegur ellífeyrir dugar þar þokkalega til framfærslu þótt hann geri það engan veginn hér á Islandi. Margrét Margeirsdóttir greindi frá hlutverki þjónustuhóps aldraðra og vil ég benda á grein hennar hér í blaðinu. Eg vil þó vekja sérstaka athygli á tveim þáttum sem fram komu í erindi hennar og hneyksluðu mig gríðarlega. Þar á ég við hvernig sjúkir, aldraðir einstaklingar eru sviftir öllum mannréttindum við innlögn á hjúkrunarheimili. Þetta er blettur á þjóðfélagi okkar sem alls ekki á að viðgangast. Að gera þessa einstaklinga að fjárvana þurfalingum með því að svifta þá fjárræði, án þeirra samþykkis eða þeirra nánustu, á ekki að eiga sér stað. Einnig er mjög ámælisvert að aðbúnaði á hjúkrunarheimilum skuli víða vera ábótavant. Ráðstefnan í heild var mjög vel skipulögð og vel undirbúin með góðum fyrirlesurum og mjög góðri aðstöðu. Hafi þær þökk fyrir, Sigríður Jónsdóttir félagsfræðingur og Lovísa Einarsdóttir iðjuþjálfi, sem sáu um umsjón og skipulagningu. Félagsþjónustan í Reykjavík LÝÐH E I LSUSTÖÐ - lifið heil Höfum flutt verslunina á Skúlagötu 30 Erum að taka niður pantanir i næstu sendingu afþessum fallegu eikarsettum. Margar útfærslur af settum og ákæðislitum. ( öðruvísi húsgagnaverslun ÞORBJÖRN FISKANES Allt að 36 mán. Velkomin i nýja verslun - Skúlagötu 30 • s: 517 3441

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.