Listin að lifa - 01.12.2004, Síða 32

Listin að lifa - 01.12.2004, Síða 32
Gagnlegar upplýsingar Eru eldri borgarar afskiptir í tannlæknaþjónustu? Stefanía Björnsdóttir, framkvænndastjóri FEB í Reykjavík, hélt erindi á málþingi Tannlæknafélags íslands og gerði þar grein fyrir stöðu eldra fólks Félagsmenn hafa kvartað mikið yfir því að ekki skuli vera sama gjaldskrá hjá tannlæknum og hjá Tryggingastofnun ríkisins (TR), alls ekki allir sem átta sig á þessu áður en farið er til tannlæknis. Menn standa frammi fyrir því að fá ekki 50% eða 75% af kostnaðinum endurgreiddan, etv. aðeins 19% eða 30%, eða annað, gjaldskránum ber ekki saman. Á meðan þetta ástand varir, sem ég vona að verði ekki lengi, er nauðsyn- legt að tannlæknar upplýsi sjúklinga sína um hvernig endur- greiðslum sé háttað. Þeir sem eru 67 ára og eldri í dag eru kynslóð án forvarna hvað tannheilsu varðar. Samkvæmt skýrslu Guðjóns Axelssonar og Sigrúnar Helga- dóttur um tannheilsu 65 ára og eldri Islendinga árið 2000, kemur fram að 54,6% þeirra eru tannlausir í báðum gómum. Þeim hefur því fækkað um 22,4% á 15 árum eða frá 1985. Hvað segir þetta okkur? Jú, að fleiri eldri borgarar eru með eigin tennur, flestar eða að hluta til. Þetta þýðir að þeim fjölgar ört sem þurfa viðgerðir og viðhald hjá tannlæknum. Fjárhagur eldri borgara hefur veru- leg áhrif á greiðslugetuna. Fjárhagurinn breytist þegar komið er á eftirlaunaaldur, að vísu mismikið. Samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra vegna tekjuársins 2003 voru um 50% ellilífeyris- þega með undir 125 þúsund lrrónum á mánuði í tekjur. Tekjutenging og skattbyrði er mikil eins og sjá má á þessum dæmum (tafla með dæmum um skerðingar) í þessum einföldu dæmum er verið að bera saman einstakling sem hefur eingöngu greiðslur almannatrygginga við aðra einstak- linga með mismunandi tekjur úr lífeyrisssjóðum. í dæmunum má sjá hve mikið lífeyrissjóðstekjur skerða greiðslur almannatrygg- inga og hve skattbyrðin er mikil. Einstaklingur sem býr einn og fær um 45 þúsund kr. á mánuði úr lífeyrissjóði er með aðeins tæpum 15 þúsund krónum meira í ráðstöfunartekjur en sá er hefur engar aðrar tekjur en greiðslur almannatrygginga. Sá sem fær um 91 þúsund krónur á mánuði frá lífeyrissjóði hefur aðeins 10 þúsund kr. meira í ráðstöfunartekjur en sá sem hefur um 45 þúsund kr. frá lífeyrissjóði á mánuði. Þessi mikla tekjutenging og aukna skattbyrði veldur því að ákveðinn hópur ellilífeyrisþega hefur eklci mikið fjármagn sér til framfærslu. Samkvæmt könnun sem Landlæknisembættið lét gera fyrir árið 2000 kom í ljós að um 40-50% ellilífeyrisþega stóðu ekki undir kostnaði við tann- læknaþjónustu. Eins og kemur fram í skýrslu Guðjóns Axelssonar og Sigrúnar Helgadóttur um tannheilsu eldri borgara þá eru fleiri tenntir í dag en fyrir 19 árum. Endurgreiðsla TR nær yfir ákveðna þætti tannlæknaþjónustunnar eins og segir í lögum um almanna- tryggingar í 37. gr. „Fyrir elli- og örorkulífeyrisþega, sem njóta fullrar tekjutryggingar, 75% kostnaðar, en 50% kostnaðar sé tekjutrygging skert, þó er ekki greitt fyrir gullfyllingar, krónur eða brýr. Heimilt er að hækka greiðslur fyrir þessa bótaþega í allt að 100%... [Ráðherra setur reglugerð um nánari framkvæmd ákvæðisins.]“ I reglugerð nr. 815 frá 22. nóvember 2002 koma inn ný álcvæði um heimild, að undangenginni umsókn, að taka þátt í kostnaði tveggja tannplantna í neðri góm og allt að fjögurra í efri góm. Einnig kemur fram í sömu reglugerð að greiðsluþátttaka sé 50% fyrir ellilífeyrisþega sem ekki njóta tekjutryggingar. Allt eru þetta framför, en betur má ef duga skal. Á næstu árum verður enn meiri þörf á viðhaldi gamalla tanna sem knýr á um þær aðgerðir sem TR endurgreiðir ekki, s.s. gullfyllingar, krónur og brýr. Ég tel því mjög brýnt að alþingismenn geri sér grein fyrir þessu og komi með breytingar á lögum um almannatryggingar svo að um endur- greiðslu verði að ræða á þessum þáttum tannlæknaþjónustu. Það getur verið heilsuspillandi að vera með lélegar og skemmdar tennur og það veldur ekki sparnaði í heilbrigðiskerf- inu. Það eiga ekki að vera forréttindi að taka fæðuna eðlilega inn. Sýn eldri borgara er sú að geta veitt sér nauðsynlega tann- læknaþjónustu, óháð efnahag. Því þarf meira fjármagn í þennan málaflokk þannig að TR verði kleift að endurgreiða fleiri þætti þjónustunnar. Einnig þurfa Tannlæknafélag Islands og TR að setjast að samningaborðinu og semja um fasta samræmda gjald- skrá.

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.