Listin að lifa - 01.12.2004, Qupperneq 35
Kirkjan á Bjarnarhöfn lætur lítið yfir sér, en vekur sterk hughrif. Nýlega er búið að hlaða fallegan
grjótgarð umhverfis kirkjuna.
ekki saman og jafnar matinn í maganum.
Nú eru Háskóli íslands og háskólar úti
um allan heim að rannsaka hákarlinn
og athuga hvort hann geti bætt heilsu
okkar.“
Hvernig kom til að ferðamenn fóru
að bópast til Bjarnarhafnar að skoða
hákarl?
„Hákarlinn hefur alltaf þótt skrýtin
skepna. Jafnvel fyrr á árum þótti það frétt-
næmt að pabbi væri að verka þennan und-
arlega fisk. Margir komu til að sjá þessa
merkilegu skepnu. Pabbi tók á móti fólki.
Ég var í mínum búskap og ætlaði mér alls
ekki út í þetta, en ferðamenn héldu áfram
að koma eftir að pabbi var allur. Ég varð
annað hvort að loka hliðinu eða opna það.
Núna er Brynjar sonur minn með sauðféð,
ég með hákarlinn og ferðamennina. Ann-
Hildibrandur sýnir gestum sínum iðulega
hákarlinn. Þetta er mikil furðuskepna!
ars má segja að öll fjölskyldan sé meira og
minna í þessu.“
Hvað er áhugaverðast hjá ferða-
mönnum sem koma hingað? „I sumar
komu fjölmargir bæði til að sjá staðinn
og smakka hákarlinn. Útlendingum finnst
sérstaklega spennandi að fá að smakka.
Um 1500 eldri borgarar frá Bandaríkj-
unum komu hingað í sumar, þeim fannst
þetta alveg einstakt eins og mörgum
öðrum. Ég hef tekið eftir því að þeir sem
þora ekki að fá sér smakk - eru ekki með
í umræðunni á eftir. Síðustu tuttugu árin
hefur ferðamönnum stöðugt fjölgað sem
koma hingað."
En þið eruð ekki bara í móttöku
ferðamanna? „Nei, við seljum hákarlinn
út um allt. Hann fer á Islenskan markað í
Leifsstöð, Kolaportið, fiskbúðir og á þorra-
blótin,“ segir Hildibrandur
Orðspor Hildibrands með hákarlinn
hefur borist víðar en á íslensk þorrablót.
Hildibrandi finnst oft nóg um útlendu
sjónvarpsstöðvarnar sem heimsækja hann.
„I sumar kom breska sjónvarpsstöðin BBC
hingað, eingöngu til að mynda hákarlinn.
Tvær þýskar aðalstöðvar, ein stærsta jap-
anska sjónvarpsstöðin, sænska og norska
sjónvarpið. Einnig stærsta stöðin frá
Póllandi. Ég er endalaust í upptökum svo
að maður hlýtur að sjóast í þessu,“ segir
Hildibrandur sem segist vera feiminn við
alla þessa athygli.
A skiltinu við Berserkjaveg segir:
Bjarnarhöfn er kirkjustaður frá kristn-
itöku, hennar er jyrst getið sem bcend-
akirkju árið 1286. Þorleifur lceknir
Þorleifsson lét reisa núverandi kirkju
1858-’59, en Þorleifur var kunnur
fyrirjjarsýni og skyggnigáfu.
Hildibrandur leyfir mér að kíkja inn í
litlu bændakirkjuna á túninu. Altaristaflan
er mjög gömul í sérstæðum tréramma sem
hægt er að loka. Myndin er afar lifandi
og byggð á sögunni eftir upprisuna þegar
Jesús hrýtur brauðið og augu lærisveinana
opnast fyrir því hver situr hjá þeim. Altar-
istafla og kirkjumunir vekja sterk hughrif
- sjón er sögu ríkari.
O.Sv.B.
| RÉTTINGAR ehf.
Bilaverhstæði G/s/a Hermannssonar
Vagnhöfða 12-110 Reykjavík
Sími: 587-2330 Fax: 587-9444
Persónulegu
jólagjafirnar
fœröu hjó okkur.
SélHmSelfwsseH
Austurvegi 58
800 SeUoss
S: 482 2722
Minningarkort
Minningar- og
styrktarsjóðs
hjartasjúklinga
LANDSSAMTÖK
HJARTASJÚKLINGA
Sími 552 5744
Gíró- og kreditkortaþjónusta