Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 39

Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 39
krónur, sem vekur nokkra furðu út frá heimild TR til greiðslu vasapeninga eins og áður er getið. Þá kom einnig fram að 27% vistmanna vissu ekki hve mikla pen- inga þeir hefðu að jafnaði til ráðstöfunar á mánuði. Þegar spurt var um hver eða hvað réði flutningi viðkomandi á hjúkrunarheimilið kom í ljós að 60% ákváðu það sjálfir, en 40% tóku ekki sjálfir ákvörðun. Oftast voru það börn viðkomandi eða heilsuleysi sem réði því að viðkomandi vistaðist á hjúkrunarheimilinu. I ljósi könnunarinnar draga höfundar eftirfarandi ályktanir út frá fyrrgreindum hugmyndum um sjálfræði. 1. Vistmenn hafa mun minna rými til daglegra athafna og ákvarðana um nán- asta umhverfi en fólk hefur á heimilum sínum. 2. Vistmenn sætta sig við, eiga von á eða kjósa minna sjálfræði á vistheimilum en heimilum. 3. Það hefur afdrifarík áhrif fyrir sj álfræði að fólk upplifir vistheimili sem stofnanir fremur en sem heimili. I lokaorðum bókarinnar benda höfundar á verkefni sem stjórnendur og starfsfólk vistheimila standa frammi fyrir í ljósi könnunarinnar og túlkunar á niður- stöðum. • Aðlaga þarf þjónustuna meira að óskum vistmanna og mikilvægt er að sam- hæfa öryggi vistmanna sjálfræði þeirra. Til þess þarf bæði breyttan hugsunarhátt vistmanna og starfsfólks. Mikilvægt er að starfsfólk hafi frumkvæði að slíkum breytingum. • Þeir sem starfa á vistheimilum og stjórna þeim þurfa að vera sérstaklega meðvitaðir um sjálfræðisvandann og gæta þess að þeir einstaklingar sem þar búa hafi aukna valkosti um hvernig þeir haga daglegum lífsháttum sínum. • Ganga ætti út frá því að ráði vistfólk meira um daglegar athafnir, skapi sjálft sitt nánasta umhverfi og ljái því persónu- leika sinn í ríkari mæli, fái það fremur á tilfinninguna að það sé á eigin heimili. Sú tilfinning er mikilvæg forsenda fyrir góðri líðan. I þessu skyni þyrfti bæði að efla sjálfræðiskosti einstaklinga í einkalífinu og lýðræðislegt ákvörðunarvald íbúanna um sameiginleg hagsmunamál. • Þessi atriði þarf að hafa í huga þegar vistheimili eru hönnuð. • Viðurkenna þarf að vistheimili eru ekki heilbrigðisstofnanir sem fyrst og fremst hafa það að markmiði að lækna og líkna. Höfuðatriðið er að þau eru eina mögulega heimili þeirra sem þar búa. Þeir sem þar vinna verða að hafa það hugfast og sýna íbúum þá virðingu sem sérhverjum einstaklingi her að auðsýna á hans eigin heimili. Eg vil að lokum hvetja alla þá sem láta sig varða velferð aldraðra að kynna sér efni bókarinnar Sjálfræði og aldraðir. Þar er að finna ógrynni upplýsinga um viðhorf aldraðra til stofnanadvalar. Höfundar varpa ljósi á fjölmörg atriði sem hingað til hafa ekki verið sett fram opinberlega. Vonandi verða niðurstöðurnar til auk- innar umræðu og breytinga í samfélaginu varðandi málefni aldraðra. Höfundum bókarinnar eru hér með færðar þakkir fyrir framlag þeirra. Margrét Margeirsdóttir, stjórnarmaður í Félagi eldri borgara í Reykjavík Eftirtalin fyrirtæki í Snæfellsbæ og Grundarfirði senda bestu jóla- og nýársóskir Brauðgerð Ólafsvíkur ehf. Ólafsbraut 19, Ólafsvík Fiskiðjan Bylgjan Bankastræti 1-3, Ólafsvík Hafnarsjóður Snæfellsbæjar Norðurtanga 5, Ólafsvík Hrannarbúðin sf. Hrannarstíg 5, Grundarfirði Hraðfrystihús Hellissands hf. Hellissandi K.G. fiskverkun ehf. Hellissandi Litabúðin ehf. Ólafsbraut 55, Ólafsvík Ragnar og Ásgeir ehf. Sólvöllum 7, Grundarfirði SB Raftækni sf. Engihlíð 14, Ólafsvík Sjávariðjan Rifi hf. Hafnargötu 8, Rifi Sólarsport Ólafsbraut 55, Ólafsvík Snæfellsbær Snæfellsási 2, Hellissandi Snæþvottur ehf. Grundargötu 61, Grundarfirði Sparisjóður Ólafsvíkur Ólafsbraut 19, Ólafsvík Söluskáli ÓK Engihlið 6, Ólafsvík Valafell Sandholti 32, Ólafsvík Verslun Árna Jóns Smiðjuvegi 6, Rifi Verslunin Blómsturvellir ehf. Munaðarhóli 25, Hellissandi Verslunin Hrund Grundarbraut 6, Ólafsvík Verslunin Þóra Mýrarholti 12, Ólafsvík Virkið ehf. Hafnargötu 11, Rifi Útnes hf Hárifi 25, Hellissandi Þín verslun Kassinn Norðurtanga 1, Ólafsvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.