Listin að lifa - 01.12.2004, Síða 48
Horfl til framtíöar
á breyttum tímum
Halldóra Stefánsdóttir og Ásdís niðursokknar í samræður.
Félags- og þjónustumiðstöðvar Fél-
agsþjónustunnar í Reykjavík eru
þegar allt er talið 15 talsins og
dreifast víðs vegar um hverfi borgarinnar.
Félagsstarfið í félags- og þjónustumið-
stöðvunum var opnað öllum árið 2001 í
samræmi við eitt af meginmarkmiðum
félagsstarfsins; að fyrirbyggja og draga úr
félagslegri einangrun Reykvíkinga.
í starfinu liggja þrír meginþættir til
grundvallar:
• Fólk vill hafa hlutverk
• Fólk vill hafa áhrif
• Fólk vill taka þátt í að skapa umhverfi sitt
Á síðustu árum hefur verið lögð á það
mikil áhersla af hálfu Félagsþjónustunnar
í Reykjavík að félagsstarfið sé mótað og
uppbyggt í samráði við þátttakendur í fél-
agsstarfinu og að unnið sé á hverfagrunni
í samvinnu við hinar ýmsu stofnanir, frjáls
félagasamtök, hagsmunahópa og þjónust-
uaðila í hverju hverfi fyrir sig. Unnið
hefur verið að því að móta og þróa þessa
hugsun um langt árabil. Haustið 2003
voru stofnuð fimm manna notendaráð
í öllum 15 félagsmiðstöðvunum Félags-
þjónustunnar í Reykjavík. Forstöðumaður
og/eða verkefnisstjórar félagsmiðstöðv-
anna sitja fundi með notendaráði ásamt
með fulltrúum leiðbeinanda/starfsmanna.
Um þessar mundir má því ætla að um
105 manns þingi mánaðarlega um félags-
starfið í 15 notendaráðum víðs vegar um
borgina.
í samræmi við hverfavæðingu
Reykjavíkurborgar hafa jafnframt verið
myndaðir hverfahópar um félagsstarf
félagsmiðstöðvanna. Hverfahóparnir
byrjuðu að móta og leggja grundvöll að
samstarfi sínu í febrúar 2004 og hittust
flestir hóparnir hálfsmánaðarlega fram á
vor 2004 meðan verið var að leggja grund-
völlinn að starfinu. I hverjum hverfahópi
sitja tveir fulltrúar frá notendaráði, einn
starfsmaður auk forstöðumanns/verkefn-
isstjóra.
Samstarfsaðilar, sem nú þegar eiga
sæti í hverfahópum, eru:
• Félag eldri borgara í Reykjavík
• Sjálfsbjörg Reykjavíkurdeild
• Öryrkjabandalag Islands
• Styrktarfélag vangefinna
• Félags heyrnarlausra
• Blindrafélag íslands
Ekki hafa allir samstarfsaðilar kosið
að tilnefna fulltrúa í alla hverfahópana sjö
heldur valið sér hverfahóp t.d. í samræmi
við hvar í borginni viðkomandi hagsmuna
og félagasamtök eru með aðstöðu fyrir sitt
fólk. Félag eldri borgara í Reykjavík eru
einu samtökin sem tilnefna fulltrúa í alla
hverfahópana.
Mjög misjafnt er hve stórir hverfahópar
eru, þar sem í sumum hverfum er einungis
ein félags- og þjónustumiðstöð. í Háaleitis-
hverfi eru t.d. fjórar félagsmiðstöðvar:
Hvassaleiti, Hæðargarður, Furugerði og
Sléttuvegur. Þegar hverfahópur Háaleitis
heldur fundi eru að jafnaði um 20 fúll-
trúar mættir. Þess má geta að þessi hópur
ætlar að fagna skemmtilegu samstarfi og
árangursríku með sérstökum hátíðarfundi
á aðventunni.
Samráðshópur, sem í situr fulltrúi
úr hverjum hverfahópi, starfar undir
forystu framkvæmdastjóra þjónustusviðs
Félagsþjónustunnar sem heldur utan um
heildarstarfið. Samstarfið nú á haustönn
2004 hefur verið mjög gjöfúlt og sýnt er
nú þegar að fólk bæði í notendaráðum og
hverfahópum hefur fullan hug á að leggja
sitt af mörkum til breyttra starfshátta á
nýjum tímum.
Það verður fróðlegt að fylgjast með
þróun mála í starfi notendaráða og
hverfahópa á komandi árum í félags- og
þjónustumiðstöðvum Félagsþjónustunnar
í Reykjavík.
Ásdís Skúladóttir, félagsfrœðingur og verkefnis-
stjóri í Haðargarði 31