Listin að lifa - 01.12.2004, Qupperneq 48

Listin að lifa - 01.12.2004, Qupperneq 48
Horfl til framtíöar á breyttum tímum Halldóra Stefánsdóttir og Ásdís niðursokknar í samræður. Félags- og þjónustumiðstöðvar Fél- agsþjónustunnar í Reykjavík eru þegar allt er talið 15 talsins og dreifast víðs vegar um hverfi borgarinnar. Félagsstarfið í félags- og þjónustumið- stöðvunum var opnað öllum árið 2001 í samræmi við eitt af meginmarkmiðum félagsstarfsins; að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun Reykvíkinga. í starfinu liggja þrír meginþættir til grundvallar: • Fólk vill hafa hlutverk • Fólk vill hafa áhrif • Fólk vill taka þátt í að skapa umhverfi sitt Á síðustu árum hefur verið lögð á það mikil áhersla af hálfu Félagsþjónustunnar í Reykjavík að félagsstarfið sé mótað og uppbyggt í samráði við þátttakendur í fél- agsstarfinu og að unnið sé á hverfagrunni í samvinnu við hinar ýmsu stofnanir, frjáls félagasamtök, hagsmunahópa og þjónust- uaðila í hverju hverfi fyrir sig. Unnið hefur verið að því að móta og þróa þessa hugsun um langt árabil. Haustið 2003 voru stofnuð fimm manna notendaráð í öllum 15 félagsmiðstöðvunum Félags- þjónustunnar í Reykjavík. Forstöðumaður og/eða verkefnisstjórar félagsmiðstöðv- anna sitja fundi með notendaráði ásamt með fulltrúum leiðbeinanda/starfsmanna. Um þessar mundir má því ætla að um 105 manns þingi mánaðarlega um félags- starfið í 15 notendaráðum víðs vegar um borgina. í samræmi við hverfavæðingu Reykjavíkurborgar hafa jafnframt verið myndaðir hverfahópar um félagsstarf félagsmiðstöðvanna. Hverfahóparnir byrjuðu að móta og leggja grundvöll að samstarfi sínu í febrúar 2004 og hittust flestir hóparnir hálfsmánaðarlega fram á vor 2004 meðan verið var að leggja grund- völlinn að starfinu. I hverjum hverfahópi sitja tveir fulltrúar frá notendaráði, einn starfsmaður auk forstöðumanns/verkefn- isstjóra. Samstarfsaðilar, sem nú þegar eiga sæti í hverfahópum, eru: • Félag eldri borgara í Reykjavík • Sjálfsbjörg Reykjavíkurdeild • Öryrkjabandalag Islands • Styrktarfélag vangefinna • Félags heyrnarlausra • Blindrafélag íslands Ekki hafa allir samstarfsaðilar kosið að tilnefna fulltrúa í alla hverfahópana sjö heldur valið sér hverfahóp t.d. í samræmi við hvar í borginni viðkomandi hagsmuna og félagasamtök eru með aðstöðu fyrir sitt fólk. Félag eldri borgara í Reykjavík eru einu samtökin sem tilnefna fulltrúa í alla hverfahópana. Mjög misjafnt er hve stórir hverfahópar eru, þar sem í sumum hverfum er einungis ein félags- og þjónustumiðstöð. í Háaleitis- hverfi eru t.d. fjórar félagsmiðstöðvar: Hvassaleiti, Hæðargarður, Furugerði og Sléttuvegur. Þegar hverfahópur Háaleitis heldur fundi eru að jafnaði um 20 fúll- trúar mættir. Þess má geta að þessi hópur ætlar að fagna skemmtilegu samstarfi og árangursríku með sérstökum hátíðarfundi á aðventunni. Samráðshópur, sem í situr fulltrúi úr hverjum hverfahópi, starfar undir forystu framkvæmdastjóra þjónustusviðs Félagsþjónustunnar sem heldur utan um heildarstarfið. Samstarfið nú á haustönn 2004 hefur verið mjög gjöfúlt og sýnt er nú þegar að fólk bæði í notendaráðum og hverfahópum hefur fullan hug á að leggja sitt af mörkum til breyttra starfshátta á nýjum tímum. Það verður fróðlegt að fylgjast með þróun mála í starfi notendaráða og hverfahópa á komandi árum í félags- og þjónustumiðstöðvum Félagsþjónustunnar í Reykjavík. Ásdís Skúladóttir, félagsfrœðingur og verkefnis- stjóri í Haðargarði 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.