Listin að lifa - 01.12.2004, Side 49
Frá Reykjavíkurfélaginu
Heilsa og hamingja
Janúar - maí 2005.
Fræðslu - og kynningarnefnd FEB í Reykjavík
gengst fyrir eftirfarandi dagskrá fyrir eldri
borgara frá áramótum til vors 2005:
Föstudagur 7. janúar
Það er leikur að læra.
Staður: Asgarður
Tími: 14:00-16:00
Aðgangseyrir (kaffi innifalið): 300 kr.
Fyrsta dagskrá haustsins var kynning á framboði námskeiða,
námsbrauta og námsefnis, sem ýmist er sniðið beinlínis að þörfum
eldri borgara eða má ætla að sé mjög liklegt til þess að geta gagn-
ast þeim. Þráðurinn verður nú tekinn upp aftur og kynnt sams
konar framboð á vorönn. Skólar, stofnanir og samtök, sem bjóða
slíka þjónustu, munu hafa hvert sitt aðsetur í sölum Ásgarðs og
fulltrúar þeirra veita hverjum sem til þeirra leitar upplýsingar
um hvað eina, sem í tilboði þeirra felst. Meðal efnisflokka, sem
kynntir verða, má nefna almennt bóknám á ýmsum sviðum, listir
og líkamsrækt, handíð, tónlist og tölvur, svo og dagskrártilboð
leikhúsa, safna og listahátíða.
Föstudagur 11. febrúar
Grannar í vestri
Staður: Ásgarður
Tími: 15:30-17:00
Aðgangseyrir (kaffi innifalið): 300 kr.
Islendingar ferðast víða, en næstu nágranna sína heimsækja þeir
fæstir. Þó tengja öflug bönd Island og Grænland, en samgöngu-
leiðir þeirra á milli eru því miður ógreiðar. Ingvi Þorsteinsson
hefur árum saman sótt Grænlendinga heim, veitt þeim ráðgjöf
um landvernd og unnið að gerð gróðurkorta. Á þessum fundi
heldur Ingvi erindi með myndefni um grannana í vestri og land
þeirra, og svarar íyrirspurnum fundarmanna.
Föstudagur 11. mars
Ostur er góður kostur.
Fræðsluferð í Osta- og smjörsöluna, Bitruhálsi 2. Gert er ráð
fyrir að þátttakendur komi fyrir eigin atbeina að Bitruhálsi 2
fyrir klukkan 15:00, en þá hefst kynningin. Þátttakendum gefst
færi á að fræðast um fjölbreytta framleiðslu osta víða um land,
undir leiðsögn forsvarsmanna Osta - og smjörsölunnar, kynnast
vörum þeim, sem fyrirtækin dreifir í verslanir landsmanna og
síðast en ekki síst, meta gæði þeirra með því að taka þátt í bragð-
kynningu á staðnum. Verslunin verður opin, en þar er vöruúrval
mjög mikið og oft hagstæð tilboð. Kynningunni lýkur kl. 16:30 og
hámark gesta getur verið 50 manns.
Föstudagur 15. apríl
Meðöl eða morgunganga
Staður: Ásgarður
Tími: 15:30-17:00
Aðgangseyrir (kaffi innifalið): 300 kr.
Er sú stund upp runnin að læknar gefi út lyfseðla á gönguferðir,
sund og leikfimi í stað lyfja? Um það hefur verið rætt við og
við undanfarin misseri, einkum þegar Líf án lyfja hefur borið á
góma. Þetta og annað sem þvi tengist er aðalefni fræðslufundar
dagsins. Fyrirlesarar verða þekktir sérfræðingar úr stéttum lækna
og líkamsræktarmanna.
Föstudagur 20. maí
Fræðsluferð í Hveragerði
Brottfararstaður: Ásgarður
Tími: 09:30 stundvíslega
Þátttökugjald (allt innifalið): 3.000,- kr.
Bókanir: Á skrifstofu FEB fyrir miðvikudag 18. mai.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 60
Brottför frá bílastæði við Ásgarð kl. 09:30. Komið að Heilsu-
stofnun NLFI um 10:20. Þar verður starfsemin kynnt og aðstaðan
skoðuð.
Hádegisverður snæddur í Heilsustofnuninni kl. 11:30, en
síðan haldið að Garðyrkjuskóla rikisins um kl. 12:30. Þar verður
skoðunarferð um margvíslega starfsstaði skólans undir leiðsögn
sérfræðinga. Að lokum verður sest að vönduðu kaffiborði kl.
15:00, en haldið heim kl. 16:00 og komið að Ásgarði um kl.
17:00.
Cher Tískuvöruverslun - Laugavegi 82