Listin að lifa - 01.12.2004, Side 57

Listin að lifa - 01.12.2004, Side 57
KYNNING: Takiö ábyrgð á eigin lífi og - segir dr. Satya læknir „Thinkprevention“ (hugsað um forvarnir) er hópur lækna ffá Evrópu og Banda- ríkjunum sem hafa það að markmiði að fyrirbyggja sjúkdóma. Þeir hafa stofhað með sér félag sem fer víða um heim með fyrirlestra og kynningar auk þess að rannsaka náttúruefni sem geta fyrirbyggt sjúkdóma. Væntanlegt er á markað í janúar 2005 vatns- hreinsað, lífrænt ræktað te í hylkjum frá MET- ASYS í Bretlandi. Verður fáanlegt í apótekum og heilsubúðum. Dr. Satya læknir er forstjóri þessarar stofnunar. Hann var lyflæknir á tauga- og hjartadeild og á deild fyrir sykursjúka á breskum sjúkrahúsum í 20 ár. Næringarfræðin vakti áhuga hans fyrir 8 árum þegar hann sá marga sjúklinga sína fá bata með því að breyta mataræði í heilsufæði ásamt inntöku á fæðubótar- efnum. Hann fór að safna saman og kanna vísindalegar rannsóknir sem gerðar hafa verið á næringarefnum. Þetta varð kveikjan að því að hann lét af störfum og stofnaði „Thinkprevention“ með fjölda lækna og vísindamanna sem telja nú 2000 félaga í Evrópu og Bandaríkjunum. Markmið hópsins er að tengja saman hefðbundna og óhefðbundna læknisfræði, halda fyrirlestra og námskeið í nýjum aðferðum að uppfræða fólk um áhættuþætti svo sem mengun, óhollt fæði og streitu svo eitthvað sé nefnt. Dr. Satya mun koma til Islands mánaðarlega 2005, halda fyrir- lestra og upplýsa um nýjar aðferðir við vinnslu á grænu tei bæði fyrir fagfólk og almenning. Einkunnarorð „Thinkprevention“ eru höfð eftir Thomas Edison: „Læknir fram- tíðarinnar mun ekki gefa nein lyf, en hann mun vekja áhuga sjúklinga sinna á að taka ábyrgð á eigin lífi og mataræði til þess að fyrirbyggja sjúkdóma.“ Ritstjóri fékk að leggja nokkrar spurningar fyrir dr. Satya: Þú Ieggur mikla áherslu á grænt te, hvers vegna? „Síðan sögur hófust, bæði í Kína og Japan, hefúr græna teið verið notað gegn mörgum kvillum og fjölmargar, viðurkenndar rannsóknir hafa sannað áhrifamátt þess. Teið er mjög andoxunar- ríkt; endurnýjar líkamsfrumur; er talið vinna gegn krabbameini; koma jafnvægi á blóðsykur; lækka blóðþrýsting; vinna gegn bakteríum og vírusum; efla ónæmiskerfið, hreinsa líkamann og örva brennslu. Mjög mikilvægt er að græna teið sé rétt unnið. Algengasta vinnsluaðferðin er að þurrka teið, en þá oxíderast laufin og tapa um 50% af eiginleikum sínum. Bandaríska (frumu)líffræðistofnunin hefur gefið út það álit að „Aqueous Extraction" vatnshreinsun sé besta vinnsluaðferðin, þá tapist aðeins um 10% af virkni plöntunnar.“ Hvað annað viltu segja íslendingum, dr. Satya? „Fræða þá um ástandið og hugs- anlegar, fyrirbyggjandi aðgerðir. í dag deyr einn af hverjum þúsund eðlilegum hrörnunardauða, en alíir hinir deyja úr sjúkdómum sem tengjast lífsháttum, má þar nefna mengun, skyndifæði, streitu og ýmsa umhverfisþætti. Alþjóða heilbrigð- ismálastofnunin telur að eitt af hverjum tveimur börnum sem fæðast muni fá alvarlega sjúkdóma, eins og krabbamein og hjartasjúkdóma i ffamtíðinni. Skelfi- legt að hugsa sér að rekja megi um 70% af þessum sjúkdómum til almenns fæðis. Maturinn sem við borðum er tíu sinnum hættulegri en reykingar. Neysluvenjur hafa breyst geysilega síðustu 50 árin, einnig landbúnaðarfram- leiðsla. Nefna má að í Evrópu eru leyfi fyrir 8.950 kemískum eiturefnum til skor- dýravarna. Geislun er einnig leyfð til að flýta fyrir þroskun grænmetis. Erfðabreytt matvæli svo að varan vaxi sem hraðast og haldist sem lengst fersk. Þessi matvæla- vinnsla drepur nær öll lífsnauðsynleg og upprunaleg andoxunarefni, náttúruleg næringarefni og mikilvæg ensím.“ Hverjir eru helstu áhættuþættir öldrunar? „Ónæmiskerfið, erfðaþættir, vöðvamassi, beinþynning og hrörnun vegna skorts á andoxunarefnum. Eitt lítið dæmi um hvað felst í andoxun: Járnbútur sem ryðgar, oxast. Sama gerist með frumurnar, þær oxast eða hrörna. Við þurfum andoxunar- efni til að vinna gegn hrörnun. Græna teið er ríkt af þeim. Annað dæmi: Sundurskorið epli verður fljótlega brúnt, en ef sítróna er kreist yfir eplið, fær það andoxunarefni og helst fallegt og ferskt. Með aldrinum hægir líkamsstarfsemin á sér, er búin að hægja á sér um 80% þegar fólk er komið undir sextugt. Melting og blóðsykur eru oft í ójafnvægi, húðin ójöfn og þurr.“ Hvað er til ráða? „Með fræðslu um ástandið verður vonandi smám saman hægt að koma í veg fyrir sjúkdóma og lækna þá. Ég trúi að vatnshreinsað, grænt te geti hjálpað. Breskar læknisrannsóknir á 10 þúsund manns staðfesta heilsufars- legan ávinning með reglulegri drykkju á grænu tei í 98% tilfella. Eg mun kynna nýju vinnsluaðferðina á græna teinu og fleiri uppgötvanir. Heimurinn á ærin verkeíni framundan. Við verðum öll að leggjast á eitt til að koma lífinu í betra horf,“ segir Dr. Satya.“ Senda má inn fyrirspurn í netfang: goeswell@simnet.is

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.